Færsluflokkur: Bloggar
21.2.2009 | 00:04
Lætur lítið yfir sér.
10 fyrir meistaraprófsritgerð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.2.2009 | 01:06
Heilræði SAFT
Eins og flestir sem hafa lesið bloggið mitt vita þá reyni ég alltaf að vera þokkalega kurteis og í flestum tilfellum náð að telja upp á tíu áður en ég læt gamminn geysa hér. Ef ég er að skrifa færslu sem ég hef grun um að ég fái dónalegar eða grófar athugasemdir við, þá tek ég það fram að ég eyði hiklaust athugasemdum sem ég kann ekki við. Í raun hef ég verið mjög heppin með að hafa ekki þurft að eyða út nema minnir mig tvisvar. Og í annað skiptið var það athugasemd sem var á engan hátt hægt að skilja sem athugasemd við sjálft umræðuefnið.
Núna síðustu daga hef ég verið svolítið upptekin af því hvernig við, fullorðna fólkið, hvernig fyrirmyndir við erum á netinu almennt en kannski sérstaklega hér á blogginu og á fésinu, þar sem ég er mest. Auðvitað eru langflestir bara allt í góðu, almenninlegir og allt það. En inn á milli eru netdónar, bloggbullur eða hvaða nafni nú best er að kalla þessa aðila. Ég þarf svo sem ekkert að útskýra það betur, þið vitið hvað ég meina.
Ástæðan fyrir því að ég er svolítið upptekin af þessu akkúrat núna er að ég var á kynningarfundi hjá Akureyrarbæ fyrir foreldra barna í 8.- 10. bekk. þar var verið að kynna nýtt efni í forvarnarfræðsu.
Þetta var aldeilis frábær kynning. Hún var svo góð að ég var eiginlega í sjokki í smástund yfir því að hafa verið að fæða börn inn í þennan heim.
Eitt af atriðunum sem tekið var fyrir er Tölvu og farsímanotkun barna.
Hafið þið heyrt um Netorðin fimm?
Það eru ansi margir hér inni sem mættu lesa og nýta sér þessi orð. Því hvernig í ósköpunum getum við ætlast til þess að börnin okkar hegði sér vel ef við látum vaða svona í netheimum?
Ég sá ekkert um að þessi netorð væru einkaeign eða einhver með einkarétt á þeim. Vona að ég megi setja þetta hér inn.
1. Allt sem þú gerir á Netinu endurspeglar hver þú ert
Allt sem við gerum og segjum er endurspeglun á því hvernig við hugsum og hvað við sjáum í kring um okkur. Þó aðrir þekki okkur ekki vitum við alltaf sjálf hver við erum. Stundum veljum við að koma fram á Netinu undir dulnefni eða nafnlaust. Það getur stundum verið nauðsynlegt og stundum skemmtilegt, en við getum ekki verið nafnlaus eða undir dulnefni gagnvart okkur sjálfum. Þess vegna viljum við vera sátt við allt sem við gerum og geta litið í eigin barm án þess að líða illa.
2. Komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig
Það er auðvelt að nota Netið til að særa annað fólk. Ljót skrif eða myndbirtingar af öðrum eru ofbeldi gagnvart öðrum og geta valdið mikilli vanlíðan. Þær valda vanlíðan hjá þeim sem verður fyrir því og þær valda líka vanlíðan hjá þeim sem setur slíkt á Netið. Mörgum líður illa og eru með samviskubit vegna þess að þeir hafa sært aðra. Þegar við setjum ljótt efni á Netið um einhvern annan er það opið fyrir alla og það er aldrei hægt að taka það aftur. Hugsum okkur því vel um áður en við segjum eitthvað eða setjum efni á Netið sem getur sært eða meitt aðra manneskju. Komum fram við aðra eins og við viljum láta koma fram við okkur.
3. Ekki taka þátt í neinu sem þú veist ekki hvað er
Það er nauðsynlegt að vita alltaf hvað maður er að gera þegar maður tekur þátt í einhverju á Netinu. Það getur verið hættulegt að vera í samskiptum við fólk sem maður þekkir ekki nema í gegn um Netið. Förum varlega þegar við gefum persónulegar upplýsingar um okkur á Netinu. Það getur valdið miklum vandræðum að setja upplýsingar um sig á Netið ef maður veit ekki hver fær upplýsingarnar. Margir hafa fengið vírus sem skemmt hefur tölvuna eða eru í miklum vandræðum með ruslpóst vegna þess að þeir hafa skráð sig inn á vefsíður sem þeir þekkja ekki og vita ekki hverjir halda úti.
Það er líka nauðsynlegt að athuga vel hvort hægt er að treysta upplýsingum sem fengnar eru af Netinu. Athugum hvaðan upplýsingarnar eru og hvort þær eru réttar áður en við notum þær.
4. Mundu að efni sem þú setur á Netið er öllum opið, alltaf
Það er ekkert einkalíf til á Netinu. Allt sem sett er þar inn er opið fyrir alla, alltaf. Ef við viljum ekki að allir sjái hvað við erum að segja eða gera skulum við ekki setja það á Netið. Hver sem er getur skoðað bloggsíður
og annað sem við setjum á Netið og auðvelt er að finna vefsíður. Hver sem
er getur líka náð í það efni sem við setjum á Netið og vistað það hjá sér.
Þess vegna þurfum við að hugsa okkur vel um áður en við setjum upplýsingar um okkur eða myndir af okkur eða öðrum á Netið. Þó við tökum þær út af vefsíðunum okkar getur hver sem er náð í þær meðan þær eru inni.
5. Þú berð ábyrgð á því sem þú segir og gerir á Netinu
Við berum ábyrgð á því sem við segjum og gerum. Það á við um Netið eins og allt annað. Þess vegna þurfum við að geta svarað fyrir allt sem við setjum þar inn. Hægt er að rekja tölvupóst og allar færslur sem settar eru inn á Netsíður. Það er ekki notaleg tilhugsun að þurfa að standa frammi fyrir foreldrum, skólastjórnendum, vinnuveitanda eða jafnvel lögreglunni og þurfa að svara fyrir eitthvað sem við hefðum ekki átt að setja á Netið. Munum líka að lögin í landinu gilda líka um það sem fólk gerir á Netinu.
Þið sem hafið áhuga á að fræðast meira þá er vefsíðan hjá þeim: www.SAFT.is
Svo mörg voru þau orð.
Góða nótt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.2.2009 | 11:56
Ekkert skrýtið
Í mínu huga hefur þetta ekkert að gera með markaðssetningu eða fjölmiðlastíð. Ég fylgdist ekkert með því . Það er einfaldlega bara miklu meira stuð og læti í Elektru. Mun fjörugra lag. Sama hver úrslitið í keppninni eru þá þarf fólk á hressum og flottum lögum spiluðum í útvarpi að halda, leikin og spilað af öruggum og líflegum flytjendum.
Hvernig eru aftur vinsældarlistarnir valdir? Hringir fólk inn, eða?
Hafið það gott í dag
Elektra miklu vinsælli en Jóhanna? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.2.2009 | 00:55
Útstreymi
Íslendingar með hundaæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.2.2009 | 22:37
Hvað erum við að senda núna?
Verður fróðlegt að fylgjast með.Megi henni ganga rosalega vel. Nú hef ég ekkert á móti Jóhönnu Guðrúnu og heyri í henni syngja hér alla daga. Unglingurinn minn fékk nefninlega disk með henni í jólagjöf tvö ár í röð og nú er valkirjan að hlusta á þá fyrir svefninn. Valkirjan fór með hlustrið utan af diskinum fram fyrir sjónvarpið í kvöld og bar saman myndina á því og á skjánum. Jú, þær eru líkar, sagði hún.
Nú var ég bara búin að hlusta á lögin með öðru eyranu fyrir kvöldið í kvöld. Og úrslitin, ég var undrandi. Ég var eiginlega jafngáttuð og Jónsi yfir því að hún væri nefnd á nafn í vinningssætið.
Ég að vísu dæmið lagið númer eitt og svo flytjandann. Ég líka hef engan áhuga á að senda rólegt lag, vil einfaldlega hafa fjör í þessu. Þannig að líflegu lögin fara í efstu sætin hjá mér. Sem þýðir að vinningslagið komst aldrei á topp 5. Ég gat alveg sætt mig við að nokkur lögin væru send, þar á meðal Undir regnboganum með Ingó.
En þetta er svo ekki í fyrsta skipti sem ég er ekki sammála úrslitum. Mér skilst að það séu merki um sjálfstæðan vilja að vera í straumnum
Ákveð hér með að það sé málið núna.
Lagið Is it true til Moskvu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
10.2.2009 | 11:33
Eiginlega allt annað!
Tvær sögur af börninum.
Gaurinn minn hefur eins og fleiri börn verið að fylgjast með landsmálunum. Hann var að biðja um eitthvað um daginn og ég neitaði. Þá kom: Nú, er kreppan ekki búin? Er ekki Davíð Oddsson farinn? Nei, sagði ég , hann vill ekki fara. Nú, getur ekki forsetinn rekið hann?
Valkirjan mín kom svo heim í gær með þær fréttir að frænka vinkonu hennar væri svo veik að hún væri eiginlega bara að deyja. Eins og þið sem lesið bloggið mitt vitið, þá eru samskiptin á milli barnana og foreldrana það mikil að trúlega myndi ég vita ef þetta væri tilfellið. Ákvað nú samt að spyrja meira. Veistu hvað er að henni? Jú, það var eiginlega sko allt annað en krabbamein.
Jahá, það er naumast. Sagði henni að við skyldum ræða það betur á morgun. Hún fór svo í heimsókn til vinkonunnar og á meðan hringdi ég í móðurina. Úbbs, hún hefur sem sagt heyrt mig segja þetta við mömmuna.
Hafiði einhverntímann heyrt einhvern segja: Ég er að drepast í maganum, ég er að drepast í hausnum.
Það sem hún heyrði mömmu frænkunnar ekki segja frá voru fylgikvillar flensunnar sem frænkan hefði fengið, sem margir kannast við en þessi stelpa hafði fengið höfuðverk, beinverki, magaverki og ýmislegt fleira.
Heldur heyrir hún mömmu sína bara segja: Æi, hún er að drepast greyjið.
Það sem átti að koma út sem meðaumkun eða vorkunnsemi kom út sem dauðadómur. Auðvitað meinti hún þetta bara sem áhersluorð.
Annars komst ég að því um daginn að börnin okkar hafa lært meira úr Spaugstofunni en úr fréttunum. Ýmislegt sem þau láta vaða núna. Mér finnst Spaugstofan frábær en kemur kannski í ljós núna að ekki allt er barnvænt þar frekar en annarstaðar.
Hafið það gott í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
7.2.2009 | 17:56
Eins gott að vera með þetta á hreinu.
Pot og daður á Facebook orðið að sambúð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.2.2009 | 20:54
Fjölmiðlar á Akureyri og í Eyjafirði.
Ég fór á hádegisfyrirlesturinn KA heimilinu í dag. Að þessu sinni voru gestir fjölmiðlamenn á Akureyri. Björn Þorláksson sem einhverjir muna eftir frá Stöð 2 heitinni, allavega á Akureyri. Þar kom líka Kristján Kristjánsson frá Vikudegi og Þorvaldur Jónsson frá N4.
Til að byrja með fóru þeir svona yfir stöðuna eins og hún er í dag. Ég var ekki búin að gera mér grein fyrir því hversu mikil fækkun t.d. væri í þessari atvinnugrein.
Á meðan Morgunblaðið var sem stæðst voru 6 starfsmenn á skrifstofunni hér, sumir í hlutastarfi, en samt 6. Það er 1 í dag. Veit ekki hversu hátt starfshlutfallið er. Það var lengi vel starfsmaður hjá DV. Veit ekki til þess að nein starfssemi sé hér lengur. Það var 1. hjá Fréttablaðinu, enginn lengur. Það stóð til að leggja niður svæðisútvarpið. Sem betur fer var það stoppað. En fréttamanni ríkissjónvarpsins er búið að segja upp. Björn Þor. var fréttamaður hjá Stöð 2 en honum var sagt upp á sama tíma og samningi við sjónvarpsstöðina N4 var sagt upp í haust. Hafði sá samningur í raun bjargað því að sjónvarpsstöðin var á réttu róli peningalega en mátti engu muna. Auglýsingatekjur hafa auðvitað hrunið hjá þeim eins og öðrum. N4 sendir ekki út lengur nema skjáauglýsingar og frá bæjarstjórnarfundi.
Þetta eru fjölmiðlarnir en svo þegar var farið að tala um auglýsingabransann þá leit það enn verr út. Það er fullt að fólki í Eyjafirðinum sem er að auglýsa en það eru litlu upphæðirnar, almennt.
Annars erum við meira og minna útibú frá Reykjavík og nágrenni. Stórmál er að fá auglýsingar hér í bæ, heldur þarf að hringja suður og þá jafnvel á einhverja auglýsingastofu. Þú getur nú rétt ímyndað hér hvort einhver Jón eða Gunna í Reykjavík hefur einhvern áhuga á hvort íþróttalið hér norðan heiða stendur eða fellur. Ég myndi líka trúlega líta mér nær í þeirra sporum.
Hvernig líst ykkur á og hvað er til ráða?
Nú er ég ennþá ákveðnari að versla mest við þau fyrirtæki hér sem trúlegast er að peningarnir verði eftir í héraði. Með fullri virðingu fyrir SS þá kaupi ég frekar frá Norðlenska eða Kjarnafæði.
Fljótt á litið er Ljósgjafinn eina raftækjaverslunin hér þar sem peningarnir verða eftir í héraði. Endilega látið vita ef þið vitið um einhverja aðra.
Veit ekki hvort peningurinn fyrir Kea skyrið fer suður strax eða stoppar eitthvað hér en mjólkusamlagið er allavega á staðnum og viljum við halda því í starfssemi.
Matur , fatnaður, leikföng.
Gerum okkar besta til að halda því sem við getum haldið hér heima, nóg fer nú samt.
Svo þurfum við að fá nýja augnlækna, ekki hægt að hálfur bærinn leiti til Reykjavíkur eða í Hamraborgina.
Er virkilega enginn augnlæknir á suðvesturhorninu sem hugsar sér til hreyfings?
Verið hann velkominn.
Annars bara hafið það gott og verið kurteis
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
6.2.2009 | 00:17
Gullmoli dagsins.
Moli dagsins er:
Leiktu þér oftar.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.2.2009 | 09:11
Gullmolar dagsins
Góðan dag gott fólk.
Orð dagsins í dag eru: Kraftur, eldmóður og innlifun.
Njótið vel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 201581
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad