Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
6.8.2008 | 15:53
Mikið til í þessu!!!
Þú veist að það er 2008 ef........
1. Þú ferð í Party og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt.
2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.
3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er að
því
þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á MinnSirkus .
4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta
bara
á takkann á sjónvarpinu.
6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.
7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.
8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.
9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir númer fimm.
10. Þú virkilega skrollaðir tilbaka til að athuga hvort þar væri númer
fimm.
11. Svo hlærðu af heimsku þinni.
12. Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á
framfæri
einhverstaðar EF þú félst fyrir þessu ... Aha ekkert svona fyrst að þú
féllst
fyrir þessu.
Sendu þetta á vini þina, á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri
einhverstaðar innan 2 mínútna og 14 sek eða minna og morgundagurinn þinn
verður besti dagur sem þú hefur upplifað .. hingað til!
En, ef þú bíður of lengi,
mun það ekki skipta neina því hverjum er ekki sama um svona lista ... En
vinir þínar munu missa af frábæri skemmtun.
Gat ekki skorast undan áskorunninni.
Hafiði góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.8.2008 | 23:35
Gott að hafa þetta í huga.
Ástaratlot í gufubaði enduðu með yfirliði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.8.2008 | 13:04
Lenti í þessu fyrr í sumar.
Þjáðist af tannpínu alla helgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2008 | 00:55
Í lok helgar!
Var að setja inn í albúm fullt af myndum frá þessari skemmtilegu helgi, séð frá minni hlið. Ætlaði að gera myndablogg en gekk eitthvað illa að koma myndunum inn svo ég gerði bara svona. Endilega ef þið þekkið einhvern sem er nafnlaus, þá látið mig vita.
Nú er sem sagt þessari helgi lokið og þá er komið að undirbúningi fyrir næstu, sem eru fiskidagshelgin. Ég er komin með innkaupalista til að fara með í búð á morgun. Og svo brenna á Dalvík og byrja að baka. Jahérna, eins gott að hafa orku í þetta allt. Bara nógu marga sheika og fullt af tei og þá er ég fín.
Hafið það gott í vikunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.8.2008 | 11:44
Ein með öllu, og allt undir!
Jahérna hérna, hvað það er búið að vera gaman hjá mér um helgina. Og hún er sko ekki búin enn.
Eins og þeir sem þekkja mig vita, þá hef ég óskaplega gaman að mörkuðum. Gaman að fara á markaði, en ennþá meira gaman að því að vera sjálf á staðnum og selja. En svo er misjafnt hvað þú ert að selja. Ef þú ert að gera eins og ég, með einhverja vöru sem þú ert 100% ánægð með þá er gaman að vera til. Og þannig hefur helgin verið. Ég stillti mér upp fyrir utan Binnubúð í Amaro húsinu og seldi, til að byrja með kleinur. Þær hef ég bakað sjálf með henni Sólveigu. Og þar kemur skýring á tíðum ferðum mínum á Dalvík city síustu viku. Og þessar kleinur okkar Sólveigar eru 100 % góðar.
Á föstudagskvöldið var ég upp í inngangnum, þurfti svona aðeins að máta mig. Var að rifja upp í gærkveldi hvað það er langt síðan ég hef verið með bás og það eru ein tíu ár. Svo það er kannski ekkert skrýtið þó ég þurfi aðeins að koma mér í gang. Og það tókst. Kleinurnar nánast seldust upp.
Hér er Matthías að gæða sér á einni. Mamma og pabbi keyptu auðvitað poka.
Þau í Binnubúð voru nú ekki lengi að útvega mér eitthvað að vera með í staðinn. Í gær mætti ég aftur, auðvitað með kleinurnar til að klára þær, en fékk stand út og fullt af merktum bolum. Ég stóð sem sagt úti og kynnti bolina. Sumir keyptu hjá mér , en flestir fóru inn og völdu sér lit, stærð og texta þar. Biðu svo á meðan Bjössi setti merkinguna á. Borguðu 1.500 krónur og fóru alsælir út í bol með flottum texta og hann kostaði það lítið að allir höfðu efni á því. Gaman , Gaman. Mér er auðvitað skellt í bol, strax og ég byrjaði í gær. Á honum stóð: Eftir höfðinu dansar limurinn. Var mjög gaman að fá viðbrögðin, sérstaklega frá börnum. T.d. voru þarna tveir stráka c.a. tíu ára sem voru að væflast þarna í kringum mig einhverja stund. Svo komu þeir og spurðu: Hvað þýðir þetta? Þeir voru grafalvarlegir, trúðu því örugglega ekki að svona fullorðin kona væri merkt með einhverjum dónatexta. Ég útskýrði fyrir þeim þetta með að höfuðið ákveddi og svo hlýddu útlimir. Þeim fannst þetta merkileg skýring en góð held ég. Voru trúlega fegnir að það væri eðlileg skýring á hegðun þessarar konu. En þetta segir okkur líka að krakkar í dag þekkja ekki þessi gömlu orðatiltæki, en á sama tíma að þau hafa samt gaman að mörgum þeirra.
Hér stendur Binna fyrir utan verslunina.
Ég veit að ég nota orðið gaman nokkuð oft núna en það er málið. Það er búið að vera svo ótrúlega gaman. En það var líka virkilega skemmtilegt að fylgjast með fólkinu þegar það labbaði fram hjá. Gaman að sjá hversu margir klæddu sig upp á í tilefni dagsins.
Þessi sá ég líka í fréttunum. Annars sést Disco Fever bolurinn ekki nógu vel . Hann er geggjaður.
Þessar mæðgur búa í næsta húsi við mig. Flottir nágrannar. Þurý kennari til hliðar.
Kem ekki fleiri myndum í þessa færslu. Þarf líka að fara og undirbúa mig fyrir daginn. Nú á að vera markaðsstemmning í miðbænum. Ég fékk líka nokkra kleinupoka senda í gærkveldi þannig að ég skelli þeim á borðið líka. Það rýkur úr höfðinu á mér, ég er með svo margar hugmyndir um texta á boli. Set fleiri myndir inn seinna
Eigiði ljúfa helgarrest
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad