29.6.2009 | 21:20
Er að spekúlera
Nú ætla ég ekki að dæma um forgangasröðina sem talað er um hérna. Ég skil alveg þetta með suðurlandsveginn. Veit þó að slysin þar verða ekki vegna þess að vegurinn er einfaldur, heldur vegna þess að sumir bílstjórar keyra ekki eftir aðstæðum, heldur keyra eins og búið sé að tvöfalda.
Væri gaman að sjá tölur yfir hágmarkshraða vs. venjulegan umferðarhraða. Ég fór þess leið fyrir þrem árum síðast og tilfinningin var sú að við værum komin á rallýbraut. Það voru svo margir bílar sem sikk sökkuðu fram og til baka, langt yfir hágmarkshraða, til að komast áfram.
Ætli einhverntímann hafi verið gerð könnun á því hverjir þetta væru? Þetta voru sko ekki bara unglingar heldur fólk á öllum aldri. Hvað gera svo þessir aðilar þegar vegurinn verður orðinn tvíbreiður? Halda þeir þá að þeir séu komnir á þýsku hraðbrautirnar?
Ég veit alveg að höfuðborgarbúum og sunnlendingum flestum finnst engin þörf á að byggja Vaðlaheiðargöng, hvað þá að setja í forgang. Þeir þurfa nefninlega ekki að keyra þessa leið, nema þá helst á sumrin í fríinu sínu og þá er allt í góðu með færð. Þeir þurfa margir hverjir aftur á móti að keyra Hellisheiðina til að fara í vinnu og skilja þess vegna þörf á breikkun þar.
Málið er nú samt að það er sama ástæða fyrir okkar þörf á Vaðlaheiðargöngum og ykkar á tvöföldun Suðurlandsvegar. Það er til að gera þessa leið öruggari, að opna svæðið frekar og gera að einu atvinnusvæði.
Réttið upp hendi sem hafið keyrt Víkurskarð í hálku eða snjó og liðið vel?
Forgangur eða ekki forgangur?
Ef Vaðlaheiðargöng verða aldrei í forgangi, verða þau aldrei byggð. Einfalt mál.
Hvort þau eiga að vera í forgangi núna eða eftir tvö ár vil ég ekki dæma um. Ég veit bara að við viljum lifa hér út á landi líka og við viljum bæta allt sem hægt er að bæta til að gera auðveldara og betra fyrir fólk að búa hér. Eitt af því er að byggja þessi göng.
Nú veit ég að margir eru ósammála mér. Þeim er velkomið að tjá sig hér á kurteisan hátt. Dónaleg skrif verða fjarlægð
Góðar stundir
Tvöföldun aftar í röðinni en jarðgöng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad
Athugasemdir
Ég rétti upp hönd elskan, hef ekið víkurskarðið í öllum veðrum og allskonar ófærð, séð bíla þvers og kurs útaf og allavega, það skapast ekki af ofsaakstri. Víkurskarðið er bara stórhættulegt á vetrum.
Knús til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.6.2009 kl. 18:55
Ég hef keyrt Víkurskarðið að vetri til og það í alls konar veðri og færð og mér finnst þetta andstyggileg leið... eins og það er fallegt þarna á sumrinTek undir með þér með umferðarhraðann, það eru ekki vegirnir sem eru hættulegir, það eru að sjálfsögðu ökumennirnir !
Jónína Dúadóttir, 2.7.2009 kl. 08:24
Tel að málið sé ekki hvort hættulegra sé að keyra veg málið skýrst um hvar er mesta atvinnuleysið sem stendur þá er mesta atvinnuleysið á suðuvesturhorinu .
Það er mitt mat að til að halda smá lífi þá þarf að hafa vinnu . Víkurskarð er ekki gott yfirferðar en staðreyndin er sú að verktakar munu manna göngin með erlendu verkamönnum
Jón Rúnar Ipsen, 2.7.2009 kl. 12:47
Mér finnst ömurlegt að keyra Víkurskarðið þegar eitthvað er að veðri. Mér hefur alltaf fundist þetta óhugnarleg leið.
Ninna: Sammála þarna.
Jón: Fatta eiginlega ekki alveg hvað þú ert að meina. Meinar þú að það eigi að velja framkvæmdir eftir atvinnuleysi íbúa á svæðinu, en ekki ástandi t.d. vega? Fólk er færanlegt en ekki byggingar. Nú, t.d. er verið að auglýsa eftir fólki á Húsavík og Höfn í sláturtíð og það er tilvalið fyrir þig að sækja um. Tel það hollt fyrir alla að líta aðeins út fyrir garðinn sinn og skoða hvar er þar.
Þegar ég er að tala um Víkurskarðið, þá er ég fyrst og fremst að tala um hvað við fáum út úr því að gera göngin. Held að fæstir hafi verið að hugsa um hvaðan verkamennirnir sem unnu við Hvalfjarðargöngin voru, heldur hvað ávinningur væri af göngunum.
Takk fyrir innlitið öll
Anna Guðný , 3.7.2009 kl. 02:22
Sumir ættu einfaldlega ekki að hafa bílpróf. Maður er oftast fyrir þó maður sé á löglegum hraða ( ca. 95 ) þá er maður nánast keyrður niður. Nú svo eins og Holtavörðuheiðin er jú oft ....falin í þoku ....þá keyra menn eins og ekkert sé að skyggni. En þetta með göngin .....menn kunna sig ekki í göngum frekar en á almennum vegi því miður. Nú eins í Rvík ...jæks... hvað er málið með fólk ??? þarf maður Hummer til að vera seif með að verða ekki að klessu í þessari bilun ?
Knús á þig mín kæra og vona að þú hafir það gott :)
JEG, 10.7.2009 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.