Leita í fréttum mbl.is

Karlmennskan, holdi klædd.

Eitt er að vera reiður við fyrrverandi kærustuna sína, annað er að ganga í skrokk á henni, en að fá einhvern með sér í það að leggja hendur á hana, ja það er maður bara alls ekki að fatta.

 


mbl.is Gengu í skrokk á 19 ára stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ógeðslegt, það er enginn vafi um það. En afhverju kalla þetta karlmennsku holdi klædda? Ekki eru það allir karlmenn sem ganga í skrokk á núverandi- og fyrrverandi kærustum/unnustum/eiginkonum?

Steini (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 23:17

2 Smámynd: Daggardropinn

Nei ég skil ekki þessa hegðun, og hvað í fjandanum vantar í vininn sem samþykkti að ráðast inn með gaurnum til að berja unga stúlku! þetta er skelfilegt, þau verða lengi að gróa sárin eftir þetta, dæma þessa drengi upp í topp!

Daggardropinn, 9.4.2009 kl. 23:20

3 Smámynd: Anna Guðný

Steini: Slakaðu á og lestu aftur.  Ég skrifaði karlmennska, ekki karlmenn. Þessi tveir menn eru sem sagt karlmennskan holdi klæddir, ráðast tveir saman á kvenmann.

Íris: Mér er sama hvað verður um þá en vona að hún fái þá aðstoð sem hún þarf á að halda til að halda áfram lífinu á sem bestan hátt miðað við aðstæður.

Anna Guðný , 10.4.2009 kl. 00:28

4 identicon

Ég er bara búinn að fá upp í kok á kynbræðrum mínum og er farinn að skammast mín fyrir kyn mitt. Það að fjórar af hverjum tíu konum á Íslandi hafi orðið fyrir einhvers konar ofbeldi er bara ekki í lagi, það hlýtur að vera eitthvað mikið að í þjóðarsálinni. Ég á tvo stráka og ég brýni fyrir þeim við hvert tækifæri bæði jafnrétti og virðingu fyrir konum. Við karlar eigum allir mæður, sumir systur og sumir dætur og hvers vegna þá í fjandanum þetta ofbeldi alltaf hreint. Biskupinn segir á hátíðardögum að á Íslandi sé kristilegt siðgæði í hávegum haft, ég gæti best trúað að eitthvað væri til í því, því þegar maður les biblíuna er ekkert annað en kvenfyrirlitning og ójafnrétti, eiginlega stórundarlegt að nokkur kona skuli yfir höfuð leggjast svo lágt að trúa á þessa dellu eða hvað þá að verða prestur. í biblíunni segir að ef konu er nauðgað og hún öskrar ekki nógu hátt á hjálp þannig að engin heiri í henni, þá á að grýta hana til dauða. Annað um konur í biblíunni er á svipuðum nótum.

Valsól (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 00:35

5 identicon

Þetta hefur akkúrat ekkert með karlmennsku að gera. Þetta eru aumingjar.

Svo vil ég bara benda á að allir geta verið grimmir, bæði líkamlega og andlega. Steríótípuumræðan fjallar oftast um líkamlegt ofbeldi karla, stundum um andlegt ofbeldi kvenna. Þar er fátt vitað fyrir víst nema að karlar eiga það til að lemja konur og fólk alhæfir og hengir sökudólgana án þess að hafa hugmynd um hvað málið snýst. Spurningar sem vakna eru t.d. hversu mikið er um andlegt ofbeldi, hvernig díla konur/karlar við andlegt ofbeldi, sumir svara með rifrildi en aðrir láta hlutina yfir sig ganga þangað til þeir springa, hversu algengt er að konur beiti líkamlegu ofbeldi gegn körlum, mundu konur sem gera það á annað borð ganga mun lengra ef þær hefðu styrkinn til, o.s.frv.

Það kæmi mér ekki á óvart að greyið stelpan hafi gert eitthvað til að verðskulda reiði þessara ofbeldisseggja. Það afsakar ekki ofbeldið en gæti hugsanlega útskýrt hluta þess og hér gætu margir átt hluta að máli. En svo gæti þetta bara verið helvítis ruddaskapur vegna t.d. fíkniefnaskuldar eða að strákfíflin hafi sjálfir verið á einhverju.

Gummi (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 00:38

6 identicon

Húrra, Valsól.

Lýsing þín á innihaldi bilblíunnar er frábær.  Enginn hefði getað umorðað hana betur.

núll (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 01:18

7 Smámynd: Anna Guðný

Gummi: Veit ekki hvað þú ert gamall, en ef þú ert yfir 30 veist þú hvað ég meina með karlmennskunni.

Valsól: Mér finnst ansi margt afsakað í dag með ábyrgðarleysi.  Eins og t.d. hjá Gumma hér sem gerir ekki algjöran greinarmun á afsökun og ástæðu. Ef t.d. þessi stúlka hefur gert þeim eitthvað þá er komin ástæða fyrir árásinni en jesús minn að það réttlæti það að ganga í skrokk á henni. En kannski komum við aftur að þessu með að  einhver hafi kallað yfir sig eitthvað í staðinn fyrir að segja að sá sem gjörir sé einfaldlega ábyrgur og ekkert meira um það. Við skulum nú samt ekki gefast upp á ja hvorki karlmönnum nér kvenmönnum. Höldum bara áfram að gera okkar besta í að vera góðar fyrirmyndir.

Díana: Mér finnst þetta nú vera líklegasta ástæðan.

Anna Guðný , 10.4.2009 kl. 01:18

8 identicon

Verð að vera sammála Steina og Gumma hér. Það hefur lítið með karlmennsku að gera að tveir menn ráðist á eina konu (já eða bara að ráðast á einhvern yfir höfuð).

Ætli meirihluti karlmanna stundi það almennt að lemja konur eða er það hegðun sem karlar líta almennt upp til? Það held ég ekki. Ég tel þetta því vera töluvert mikla alhæfingu hjá þér.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 01:20

9 identicon

Þú hefur greinilega ekki mikinn skilning á íslensku málfari greyið mitt... Þetta tengist ekki á nokkurn hátt karlmennsku, því karlmennska er af allt öðru eðli. Aumingjaskapur er ekki það sama og karlmennska. Ekki bera svo ólíka hluti saman!

Logi (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 01:52

10 Smámynd: Anna Guðný

Alhæfingu hjá hverjum?

Ég er einfaldlega að segja að þessir tveir menn séu aumingjar að ráðast á þessa stelpu. Er þetta virkilega svona óskýrt hjá mér? Strákar , þið vitið hvað karlmennska er, þetta er öfugmæli. Hafiði aldrei séð svoleiðis?

Þorsteinn: Ráðlegg þér líka að lesa aftur.

Ætli meirihluti karlmanna stundi það almennt að lemja konur eða er það hegðun sem karlar líta almennt upp til? Það held ég ekki. Ég tel þetta því vera töluvert mikla alhæfingu hjá þér.

Hvar í ósköpunum sérðu mig skrifa þetta?

Anna Guðný , 10.4.2009 kl. 01:56

11 identicon

Ég las ekki yfir öll commentin en fyrirsögnin að þessari gein er út í hött. Ef þetta er það sem þú kallar karlmennsku, þá ertu á hálum ís. Það sem ég les úr þessu er minni máttar einstaklingur sem er illa skaddaður andlega. Ef það er karlmennska að þínu mati þá máttu eiga það við þig.

Atli (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 02:16

12 identicon

Ég er alveg rólegur, engar áhyggjur. Ég vildi einungis setja út á titilinn, þarsem ég tel karlmennsku enganvegin tengjast svona voðaverkum.

Fyrir utan það, þá er ég alveg á sama máli og þú. Virkilega ósmekklegir strákar.

Steini (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 04:51

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Tek undir með Valsól. Hvert einasta orð er nákvlega rétt.

Óskar Arnórsson, 10.4.2009 kl. 06:01

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þessi Þorstenn er gerynilega illa upplýstur! Lúklegast unglingur eða barn!

Óskar Arnórsson, 10.4.2009 kl. 06:05

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já segðu... engin smá karlmennska þetta...

Jónína Dúadóttir, 10.4.2009 kl. 07:33

16 identicon

Ég er fyllilega sammála því sem þú ert að meina, og þetta er ógeðfellt athæfi, en ég verð að taka undir með mörgum að fyrirsögnin er smekklaus, að mínu mati.

Orðið karlmennska gefur í skyn athæfi eða venjur sem karlmenn almennt tileinka sér, og ofbeldi er vonandi eitthvað sem karlmenn eru ekki hengdir uppá.

En ég er ekki að reyna að skjóta þig niður, vegna þess að ég veit þú meintir það ekki þannig.

Snorri (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 08:47

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

Skjóta þá bara! Tek það fram að þetta er bara mín skoðun á köllum sem lemur kvennfólk eð beitir þær andlegu ofbeldi.

Óskar Arnórsson, 10.4.2009 kl. 08:48

18 Smámynd: Arnþór Guðjón Benediktsson

Óheppilegur titill. Óskar ekkert er nákvæmlega rétt bara afþví að þú ert því sammála og það að vera ósammála þér er ekki að vera illa upplýstur. Persónulega finnst mér móðgandi að tengja þetta við karlmennsku, þar sem mér finnst þetta vera mótsögnin við karlmennsku.

Biblían er nokkura þúsunda ára samansafn af textum og hugleiðingum og eru hlutar hennar náttúrulega börn síns tíma. þíð konur skiljið okkur karlmenn álíka illa og við ykkur svo að mér finnst að hvorugt kyn ætti að vera með einhverjar opinberar yfirlýsingar.

En ég tek undir með blogghöfundi, maður er bara ekki að fatta svona, en það er líka afþví að í fréttum lesum við um útkomuna ekki aðdragann, ekki að eigi nokkurn tímann að lemja konur það kenndi mamma mér, en við þekkjum ekki söguna eða ástæður svo að mér finnst kannski full snemmt að dæma heilt kyn sem ribbalda og trúarhóp sem kvernhatara.

p.s. ég elska konur, þið eruð mér innblástur á hverjum degi en ég er hvergi nærri því að vita hvað gerist á bak við ykkar fallega enni.

Arnþór Guðjón Benediktsson, 10.4.2009 kl. 08:53

19 Smámynd: Anna Guðný

Bara fjör eftir nóttina.

Orðið karlmennska gefur í skyn athæfi eða venjur sem karlmenn almennt tileinka sér, og ofbeldi er vonandi eitthvað sem karlmenn eru ekki hengdir uppá.

Þessi fyrirsögn var sett upp mjög meðvitað. Ætla ekki að reyna að útskýra betur textann. Þeir sem vilja skilja hann rétt gera það og þeir sem vilja snúa út úr honum gera það líka. 

Ætla rétt að vona að allir bræður mínir sem eru sex talsins skilji þetta eins og ég skrifa það og eins minn heittelskaði. Aðrir verða bara að hafa það eins og þeir vilja.

Anna Guðný , 10.4.2009 kl. 10:12

20 Smámynd: Anna Guðný

Fyrirgefðu Snorri, vantaði athugasemdina við athugasemdina þína.

Verð nú að viðurkenna að þetta var mjög kurteislega svarað hjá þér efr þetta er það sem þú last út úr textanum hjá mér.

Anna Guðný , 10.4.2009 kl. 10:17

21 Smámynd: Anna Guðný

Arnþór: Mér líkar mjög vel við karlmenn líka, elska þá kannski ekki alveg. Nema jú einn og er bara aldeilis ánægð með hann.

Anna Guðný , 10.4.2009 kl. 10:21

22 Smámynd: Anna Guðný

Snorri: Vantaði enn á hjá þér. Takk fyrir að trúa samt ekki að það hafi verið meiningin.

Anna Guðný , 10.4.2009 kl. 10:23

23 identicon

Jahérna ... karlmennskan uppmáluð! ... ef þér finnst þetta hafa eitthvað með karlmennsku að gera þá hýtur þú jafnframt að vera sammála því að það að selja líkama sinn sé kvenleikinn holdi klæddur :D

Ekki fara þér að voða á þroskabrautinni.

Borat (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 11:38

24 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það vantar samtök alvörukarla sem konur geta hringt í sér til verndar! Svona samtök eru til í Svíðþjóð alla vega, sem geta hringt 24 tíma í sólarhring!

Það á að berja svona kalla í spað, því þeir skilja ekkert annað tungumál svona ógeð! Búin að hlusta á vælið í þeim í 25 ár í fangelsum í Svíðþjóð.

Þeir breytast ekkert í fangelsum. Dómarnir er bara djók, og það á bara fara á þá með hafnarboltakylfum. Mín skoðun eftir áratuguga reynslu af svona fólki.

Óskar Arnórsson, 10.4.2009 kl. 14:16

25 Smámynd: Anna Guðný

Jæja, ég var búin að heyra að kunnáttu í íslensku máli væri að hraka, en vissi ekki að þetta væri orðið svona slæmt.

Óskar: Ég sé svo sem ekki að það sé einhver lausn, en hver lausnin er, veit ég því miður ekki. En hef oft lesið skrif eftir þig og skil því hvað þú meinar. Þú myndar þér jú skoðun eftir reynslu þína í starfi. Betur væri ef fleiri biðu með stórum orðin þangað til þeir fá einhverja reynslu.

Takk fyrir heimsóknina öll.

Anna Guðný , 10.4.2009 kl. 15:50

26 Smámynd: Óskar Arnórsson

Lausnir að halda sig við raunveruleikann! Lög ná ekki yfir þessa ofbedlismenn. því miður!

Ég er búin að heyra margt í minni vinnu. T.d. sænska múslima sem gorta sig af því að hafa skotið sína eigin dætur fyrir framan móðirna og bræður hennar, þegar þeir hringja til  Írak, Íran eða Saudi.

Ég er búin að vinna að ofbeldismálum í 25 ár. 'eg vil ekki skrifa allt það sem ég er búin að sjá og heyra.

Íslendingar, eða venjulegt fólk myndi fá taugaáfall ef ég segði frá alvöru ofbeldismönnum.

Þessi Arnþór er greinilega ekki með vit á ofbeldi. Enn hann er með rétta skoðun á kvennfólki, þa´ð má hann eiga ef rétt er. Ber virðingu fyrir köllum eins og honum.

Enn ofbeldismönnum er bara hægt að mæta á með sömu aðferðum. Það þarf svo sem ekkert að skjóta þá, því það er óleglegt. Enn það má alveg jarða þá, sem er EKKI ólöglegt!

Amen   

Óskar Arnórsson, 10.4.2009 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband