Leita í fréttum mbl.is

Tjalda í mars á Íslandi!

Nú ætla ég ekkert að setja út á að þetta ferðafólki hafi verið þarna. Mér finnst líka frábært að þau fundust og að ekkert amar að þeim.

Það sem ég er að reyna að skilja er: Hverjum dettur í hug að fara í tjaldútilegu á Sprengisand í mars? Þetta hljómar svo gjörsamlega út úr korti að það hálfa væri nóg.

Ég hef einu sinni vaknað í tjaldi í Mývatnssveit  og nokkra sentimetra snjór fyrir utan. Það var ekki gaman, en tjaldfélagi minn, svíi var himinlifandi yfir þessari upplifun. Skrýtið fólk.Tounge

Vona að ferðin gangi annars vel hjá þeim.


mbl.is Ferðamönnum komið til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

tjalda menn ekki í Himalaja?

Brjánn Guðjónsson, 14.3.2009 kl. 03:49

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Tjald og vetur eiga sko ekkert sameiginlegt í mínum hugaAnnars fór ég einu sinni í tjaldútilegu upp á jökulinn Ok... að sumri til, með breskum skátumÉg var of ung til að hafa vit á að segja nei

Jónína Dúadóttir, 14.3.2009 kl. 08:20

3 Smámynd: JEG

*hrollur* 

JEG, 14.3.2009 kl. 16:04

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ekki myndi ég tjalda í Mars og mikilvægt að kynna ferðamönnum betur að það sé ekki ráðlegt.

Hilmar Gunnlaugsson, 14.3.2009 kl. 22:02

5 Smámynd: Auður Proppé

Jamm, við Íslendingar höfum auðvitað vitið fyrir okkur og gerum allt til að fá gjaldeyrinn inn í landið og bjóðum meira að segja upp á tjaldferðir um miðjan vetur

Auður Proppé, 14.3.2009 kl. 23:09

6 Smámynd: Anna Guðný

Guðjón: Jú , það er víst satt. Menn tjalda í Himalaja

Jónína: Hehe, ég var ekki einu sinni skáti og gerði þetta samt.

Vallý og Jóna mín: Aha, sammála.

Hilmar: Veistu, held að það sé alveg sama hversu vel fólki er kynnt þetta, það eru alltaf einhverjir sem fara af stað út í ævintýrið. Mér finnst nú ekki það versta þó að þurfi að bjargja einum og einum erlendum ferðamanni. Það sem mér finnst mun alvarlegra er að mér finnst íslendingar vera farnir að treysta um of á björgunarsveitina til að komast á milli staða. Ansi mikið að gera í óveðrinum nú í vikunni miðað við að fólk veit að það á ekki að vera á ferðinni.

Auður: Einmitt, bara opna tjaldtæði á fjöllum. Takk fyrir innlitið öll og eigið góðan dag.

Anna Guðný , 15.3.2009 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband