Leita í fréttum mbl.is

Norðurport og Bloggarahittingur!

P2280010

Klaufi ég að setja ekki texta áður en ég byrjaði að setja myndirnar inn. Ég nefninlega kann ekki að setja texta fyrir framan mynd. En hann Jón Hrólfs. verður bara að fá að vera á undan öllum texta. Hann tók þátt í því að skapa stemmningu í Norðurporti í dag. Gaman að hafa nikkuspilara.

Langar að gefa ykkur aðeins nasasjón af því sem verður á boðstólum á morgun. Að vísu voru tveir aðilar sem ég gleymdi að taka mynd af. Hverjir ætli það séu? Jú, ég og Lilja. Alveg ótrúlegt.

Svo gleymdi ég alveg í upptalningu minni í gærkveldi að segja frá bókinni sem ég er að selja.

Saga mótorhjóla á Íslandi. Málið er að eins og margir vita þá er verið að byggja mótorhjólasafn hér á Akureyri. Þetta safn er byggt til minningar um Heidda Jóhanns. Að þessu framtaki standa fjölmargir aðila þar á meðal bræður hans og frændur. Þessa bók er ég að selja til styrktar safninu. Ég gef sölulaunin mín til safnsins sem eru kr. 600 af hverri bók. Bókin er á gjafverði kr. 2990.-

Endilega þið sem eruð á ferðinni á morgun, lítið við og kíkið á bókina

 

P2280011

Hér situr hún Elspa, yfiramma, í horninu sínu og bíður fólk velkomið. Hún er manneskjan sem á hamar,nagla og ýmislegt smálegt sem margir söluaðilar þurfa á að halda en hafa ekki fattað að taka með sér. Ýmislegt smálegt er í boði hjá henni, eins og þið sjáið á myndinni. Sjón er sögu ríkari

 

P2280013

Hér er stjórinn okkar, hún Margrét. Hún rekur Norðurport og heldur vel utan um okkur öll. Svo er hún að selja þá matvöru sem staðurinn selur.  Má þar nefna harðfisk, kleinur og soðið brauð. Á bak  við hana situr hún Guðríður með rósamálunina.

 

P2280018

Hér er Alda með vörurnar sem pabbi hennar smíðaði. Má þar nefna uppþvottabursta, fatabursta og svokallaða bílaþvottabursa. Á gólfinu fyrir framan borðin stendur svo barnavagga. Svakalega er hún flott. Ég væri sko til í að eiga eina svona fyrir seinni tíma. Fjölskyldukarfan okkar var nefninlega lánuð ðut fyrir fjölskylduna og kom aldrei aftur. Alveg synd.

P2280019

Unnur við borðið sitt. Af ýmsu að taka þar.

 

P2280020

Þessi er með frá verslun í Rvík. Gleymdi að spyrja hvað hún heitir en er eitthvað með hermannaföt.

 

P2280021

Svo eru þær tælensku. Ljósaseríurnar eru sérstaklega fallegar og svo eru þær með ýmislegt annað sem þær föndra.

 

P2280022

Prjónakonan duglega.

 

P2280024

Selma með skartið. Aldeilis mikið í boði hér.

 

P2280027

Myndlistarsýningin " Haldið af stað...." er samsýning hjónana Dagbjartar Matthíasdóttur og Magnúsar Hannibals Traustasonar og er þeirra fyrsta sýning

 

P2280028

Virkilega gaman að fylgjast með þeim mála.

P2280030

Kaffihúsið virkar vel.

P2280031

Setið á spjalli.

 

Eftir markað skellti ég mér á kaffihús með Moggabloggurum. Eins og venjulega skemmtum við okkur alveg einstaklega vel. Alveg er það sérstakt hvað þessi hópur er orðin góður. Skiptar skoðanir en mikið hlegið. Ég, meira að segja tók smá leikatriði og drap næstum Ásgerði mína úr hlátri. Þetta er kannski leyndur hæfileiki.

 

P2280033

Gísli, Milla og Sigga.

 

P2280035

Erna Einis.

 

P2280036

Halli Huldar.

 

P2280037

Ofurkrúttin Ásgerður og Dóra, Erna brosir að þeim.

 

P2280040

Þarna er Milla að fara að halda ræðu. Frænkurnar Gunnur og Huld Ringsted.

 

P2280047

Dóra og Sigga.

 

P2280049

Þegar Ásgerður lokar augunum er hún að úskýra eitthvað. Milla fylgist spennt með.

Þar með er þessum skemmtilega degi lokið. Það er annar, jafnskemmtilegur á morgun. Ég er aftur í Norðurporti og þessi sem eru á myndunum hafa opið líka og kannski fleiri.

Hlakka til að sjá ykkur.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Takk fyrir þessa sýningu Anna mín.. ég þarf að fara að kíkja í portið, ég sé að þar er margt á boðstólum.. Takk fyrir daginn Anna mín við sjáumst.

Sigríður B Svavarsdóttir, 28.2.2009 kl. 22:29

2 Smámynd: Anna Guðný

En veistu, það er langt síðan ég lék svona atriði fyrir fleiri manns og þurfti að taka það aftur. Ef einhver deyr vegna minna leikhæfileika, ja þá er það allavega góður dauðdagi

Anna Guðný , 28.2.2009 kl. 22:30

3 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Skemmtileg lesning og flottar myndir

Anna Margrét Bragadóttir, 1.3.2009 kl. 00:16

4 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir það nafna mín.

Anna Guðný , 1.3.2009 kl. 00:26

5 Smámynd: Sifjan

Hey... ég kíki í portið á morgun..

Sifjan, 1.3.2009 kl. 01:13

6 Smámynd: Anna Guðný

Vertu velkomin Sif

Anna Guðný , 1.3.2009 kl. 01:20

7 Smámynd: Erna

Takk fyrir frábæra samverustund, efnilega leikhæfileika  og síðast en ekki síst þakklæti fyrir það að standa fyrir því að þessi hópur kom saman. Elsku Anna Guðný þú ert perla

Erna, 1.3.2009 kl. 10:41

8 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Takk fyrir góðar myndir dúllan mín ! Þín var saknað í dag. Láttu þér nú batna sem fyrst. Sofðu og safnaðu kröftum.

Hulda Margrét Traustadóttir, 1.3.2009 kl. 19:02

9 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Flottar myndir og flott fólk Og gegjað flott málverk og listamenn ,við Vallý verðum að komast Norður ,til að hitta þennan yndislega hóp Knúsý knús Óla

Ólöf Karlsdóttir, 2.3.2009 kl. 00:34

10 identicon

Alltaf gaman eins og vera ber. Hugsaði til ykkar úr bústaðnum.  Verð með næst er búið að ákveða næsta hitt????

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 08:49

11 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Ertu ekkert að hressast ljúfan ?

Hulda Margrét Traustadóttir, 4.3.2009 kl. 12:20

12 Smámynd: JEG

Þetta er geggjað.  Alltaf gaman að svona sölustöðum.  Knús úr snjófirðinum þar sem skafrenningurinn keppist við skaflana. 

JEG, 4.3.2009 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband