8.12.2008 | 15:17
Framhald frá föstudegi
Myndablogg
Duglegir nágrannar, Bjarni og Öddi.
Unglingurinn var heima einn dag eftir áreksturinn og hér láta þær vinkonurnar fara vel um sig.
Jólakortagerð hjá 5.bekk á fimmtudag. Mjög góð mæting eins og venjulega.
Hér eru þau, félagarnir.
Hrafnhildur, annar umsjónarkennarinn með börnin sín.
Og hér er hinn umsjónarkennarinn, Guðrún á spjalli.
Sjáiði einbeitinguna hjá, ja öllum nema Hörpu. Hvað skyldi hún vera að hugsa svona þungt?
Hér er Ármann tónmenntakennari mættur í heimsókn og tóku hann og börnin nokkur jólalög fyrir foreldra.
Ég held,svei mér þá, að ég hafi ekki tekið neina mynd á föstudag. En kom svo fílefld inn á laugardag. Byrjuðum daginn í jólakortagerð fyrir 2. bekk. Valkirjan mín hafði fengið gubbupest um nóttina og komst ekki með mér til að undirbúa en hringdi fljótlega og sagðist vera orðin frísk. Svo ég náði í hana. Hún hélt út allan tíma, en mikið var hún þreytt þegar heim kom.
Hafdís með sín börn. Í bak sést í sérlegan smakkara.
Heiða jólakortaverksmiðja.
Hálfföl þarna, skvísan.
Ægilega duglegar mömmur þarna að verki.
Eftir hádegið mátti ég til með að fara og kíkja á framkvæmdina hennar Margrétar Trausta.
Hún er hvunndagshetja Akureyrar þennan mánuðinn hjá mér allavega.
Henni var sagt upp í Landsbankanum eftir 27 ár í starfi. Eftir að hafa legið í þunglyndi í eina viku reis hún upp og ákvað að þetta gengi ekki lengur. Hún vissi að hún fengi ekkert upp í hendurnar, heldur þyrfti hún sjálf að bera sig eftir björginni. En það að starta markaði hafði lengi verið hennar draumur. Þessi draumur var að rætast. Ég kynntist Margréti og Jose manninum hennar fyrir ca. 15. árum og hittumst við nokkuð oft þá í gegnum félagasamtök sem við vorum í. Síðan þá hittumst við bara eins og gengur, út á götu.
Þarna er hún Margrét. Rétt náði henni eftir símtal og hún var að fara að hella upp á, svo það var í mörg horn að líta.
Verið að leysa mömmu af.
Fríða Magga frá Dalvík með glerið sitt.
Við Hannella skelltum okkur yfir á Glerártorg á nýja kaffihúsið Kaffi Taliu. Æðislegt kaffi, var búin að prófa það áður en nú fékk ég mér kakó og rúnstykki og nammi namm. Alveg draumur að sitja þarna og horfa á fólkið.
Hitti þessa sveinka á leiðinni.
Eftir kaffihúsaferðina dreif ég mig svo heim til að hugsa um sjúklinginn.Gaurinn fékk að fara með Hannellu og börnum í Mývatnssveitina að kíkja á jólasveinana þar. Það átti nefninlega að láta þá fara í bað, með góðu eða illu. Gaurinn kom heim um kvöldið eftir margra klukkutíma ferð, angandi af fjósafýlu. Þau voru nefninlega svo heppin að fá að fara í Vogafjósið, heilsa upp á kálfa og smakka spenamjólk. Fannst hún nú ekkert spes svona volg. En takk þið fyrir að lofa honum að koma með. Held hann hefði ekki skemmt sér eins vel hér heima með okkur hinum.
Svaf eins lengi og ég gat á sunnudaginn, vissi að nóg yrði að gera seinnipartinn. Eftir hádegið var farið í tiltekt fyrir Mamma Mia partýjið.
Við vorum svo mætt upp á Glerártorg, ég og gaurinn fyrir fjögur því þar átti hann að syngja með bekkjarfélögum sínum. Ármann var þar mættur aftur.
Rosa flottur söngur, og flest höfðu sem betur fer haft fyrir því að klæða sig upp á í betri fötin.
Flottir strákar.
Þegar heim kom voru fyrstu gestirnir mættir. Um 15. manns komu. Meðalaldurinn var 7. ára.
Poppið komið í skálarnar og þá er allt tilbúið.
Þvílíka fjörið í partýinu. Á meðan þau horfðu skreytti ég marengsterturnar sem ég átti að koma með á jólafund Sáló um kvöldið. Þær voru auðvitað svakaflottar.
Myndir frá þeim fundi eru ekki gerðar opinberar, bara útvaldir sem fá að sjá þær.
Nú er ég að skella mér á danssýningu með valkirjunni. Dansskólinn er með óteljandi fjölda sýninga í Ketilhúsinu næstu daga. Engin smá vakning sem hefur verið í dansi hér á Akureyri síðasta ár.
Nóg í bili.
Hafið það gott í dag.
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad
Athugasemdir
Anna mín, dagarnir hjá þér eru auðsjáanlega jafnþétt setnir hjá þér eins og mér.
Knús á þig og þína inní góða viku
Helga skjol, 8.12.2008 kl. 16:18
Nóg í bili, ég er svo hissa, ekki meir, sko væri löngu komin í rúmið ef ég hefði svona dag, en auðvitað átti maður hann bara búin að gleyma eða þannig.
Flottar myndir og færsla.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.12.2008 kl. 17:14
Takk fyrir að segja frá Norðurportinu og gaman að kíkja á hvað þú ert að bralla. Gaman að hitta þig þar
Hulda Margrét Traustadóttir, 9.12.2008 kl. 07:03
Búinn að lesa... innlitskvitt.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.12.2008 kl. 11:21
Vá gaman að skoða myndir og sjá hvað er mikið um að vera hjá ykkur essgan. Hér gerist ekkert annað en þetta venjulega hehehe sem er jú slatti. Knús á ykkur mín kæra. Farið varlega.
JEG, 9.12.2008 kl. 13:15
Oh ég fæ Akureyrarstinginn!¨ Ég bjó á Akureyri frá 1986 til 1991 og átti góðan tíma þar. Frábært að sjá allar myndirnar og sérstaklega gaman að sjá frá Norðurporti. Svakalega er þetta fínn markaður.
Vilborg Traustadóttir, 9.12.2008 kl. 15:16
Hvar er þetta "port" til húsa? Þegar portið var og hét á Ak,bæði á gömlu verksmiðjunum,slökkviliðsstöðinni,Bólu og gamla skaptahúsinu þá var ég þar með mitt dót
Alltaf gaman að þessu...
Og hvar er nýja kaffihúsið á Torginu,er kaffi Torg hætt eða er þetta viðbót?
Kveðja
Líney, 9.12.2008 kl. 18:32
Anna mín það er greinilega alltaf nóg að gera hjá þér! dugnaðarkona
Huld S. Ringsted, 9.12.2008 kl. 20:01
Takk fyrir innlitið öllsömul.
Helga: Já nóg að gera, eins gott við eigum ekki fleiri börn.
Milla mín: Ertu búin að gleyma, orðið svona langt síðan? En auðvitað er miklu meira í boði núna en var áður.
Dóra: Vinka til Ernu á eftir.
Margrét: Ég skil ekki af hverju ég var ekki búin að finna þig hér. En nú er ég búin að því. Gangi þér rosa vel með markaðinn.
Gunnar: Takk fyrir kvittið.
Jóna mín:Það er örugglega mikið að gera hjá þér líka, en bara öðruvísi. Það er öðruvísi annríkið í sveitinni.
Vilborg: Akureyristingur, flest er nú til. Flottur markaður hjá Margréti.
Líney: Þetta er svona fyrir ykkur fólkið sem farið úr bænum. Það getur ýmislegt gerst hjá okkur hinum á meðan. Norðurport er til húsa á gömlu verksmiðjunum, þar sem húsgagnaverslun var til húsa nú síðast. Kaffi Talia er viðbót á Glerártorgi í nýja hlutanum inn við Potta og Prik. Eða var það pönnur? Ég skal taka betri mynd einhvern daginn og setja inn. Kaffið er mjög gott og frábært að sitja þarna og horfa á fólkið.
Annars bara hafið það gott
Anna Guðný , 9.12.2008 kl. 20:52
já sammála með nýja kaffihúsið er víst búin að koma þar við. Er svo þar á milli á því gamla. Kórinn söng eins og englar flott börn. Það er svipaður erill á okkur báðum enda sjáumst við æði oft "þar sem tveir koma saman þar eru við " hehehehehehehe
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 21:33
Já gaman hvað ég sé þig oft þessa dagana á hlaupum.
Verðum að gefa okkur tíma til að setjast niður einn daginn.
Huld mín: Takk fyrir innlitið. Rétt er það , alltaf nóg að gera. En þetta er allt skemmtilegt.
Anna Guðný , 9.12.2008 kl. 21:43
hehe mér finnst ég nefnilega alls ekki vera að koma heim þegar ég kem norður,svo margt sem hefur breystgóða nótt
Líney, 9.12.2008 kl. 22:37
'Attu einhvern tíman rólega stund bara fyrir þig
Hafðu það gott nafna
Anna Margrét Bragadóttir, 11.12.2008 kl. 07:20
Hvar er Anna
Bögga (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 11:15
Ég kem aftur, ég kem alltaf aftur.
Anna Guðný , 13.12.2008 kl. 11:32
Anna mín sendi þér ljós og kærleikskveðjur í daginn
Takk fyrir allar myndirnar,gaman að skoða
Erna, 13.12.2008 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.