Leita í fréttum mbl.is

Myndablogg

Eins og venjulega á þessu heimili hefur vikan flogið áfram. Á mánudagskvöldið fór ég á fund í Akureyrarkirkju sem var annar í röðinni á fundarröð sem kallast "Mánudagar gegn mæðu" Í þetta skiptið talaði Þórgnýr Dýrfjörð , forstöðumaður Akureyrarstofu,  og hann fjallaði um kosti þess að búa á Akureyri og styrkleika samfélagsins.

Og ég get sagt ykkur að þarna komu fram upplýsingar sem ég hef aldrei séð áður og komu mér skemmtilega á óvart. Þessar glærur hafa þau notað þegar þau fara erlendis á ráðstefnur og málþing og fl. til að kynna bæjarfélagið sem þau koma frá. Þetta eru staðreyndir á blaði sem þau síðan spjalla út frá.  En staðreyndin er  t.d. sú að hvergi í heiminum í 17.000 manna bæjarfélagi er boðið upp á eins margar íþróttagreinar til að æfa.  Hvergi í heiminum í 17.000 manna bæjarfélagi er boðið upp á atvinnuleikhús og Sinfoníuhljómsveit.   Svo var fleira sem hann taldi upp. Auðvitað hljómar þetta eins og argasta grobb en svona er Ísland í dag.  Önnur bæjarfélög geta sett upp svona staðreyndir og hafa eflaust gert.  Bara lægri eða hærri tölur eftir stærð sveitarfélagana. Það er nefninlega og hefur verið hugsunarhátturinn hérna að við hugsum miklu meira eins og 3. milljónir , heldur en 300.000. Mjög gott að sumu leyti og kannski ekki eins gott að öðru.  En allavega mjög fróðlegar upplýsingar sem komu þarna fram. Auðvitað margt annað sem var talað um. 

Bræðurnir Siggi og Heimir Ingimars  komu svo með frumsamið efni sem þeir frumfluttu fyrir okkur þarna. Flott lög.  Annað jólalag og hver veit nema við fáum að heyra það fyrir jól. Vona það allavega.

Annað kvöld á svo Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, að fjalla um Syndirnar sjö.  Spurning hvort ég fái útgönguleyfi hjá unglingnum. Hún er svo dugleg að passa, þessi elska.

Á þriðjudagskvöld fór ég svo að hitta konurnar. Það er svona leynikúbbur. Allt voða leyndó. Missti þar að leiðandi af fyrstu Herbalife netfundunum en náði þeim síðasta þegar ég kom heim.

Á miðvikudagskvöld fór ég svo á minn vikulega andafund. Þeir biðja örugglega að heilsa ykkur.En það er líka pínu leyndó.

Á fimmtudaginn hringdi hjúkrunarfræðingurinn í skólanum og vildi að unglingurinn færi í myndatöku upp á sjúkrahús. Hún hafði verið í körfubolta í leikfiminni og fengið boltann í fungur sem beyglaðist.  Undirrituð brenndi því með hana og þar tók við þessi leiðinlegi tíma. Bíða fyrst frammi á biðstofu, bíða svo inni á slysó, bíða svo inni á stofu, bíða svo í rönken, bíða svo aftur inni á slysó, bíða svo inni á stofu. Þetta tók ekki langan tíma í heildina en mér finnst alveg óskaplega leiðinlegt að bíða, sérstaklega ef ég veit ekki hvað ég á að bíða lengi.

PB060119

Rosa gaman í myndatöku. Sem betur fer var ekki brotið.

 

Á fimmtudag var líka komið að heimsókn á bókasafnið í skólanum. Það var komið að okkur Guðrúnu að koma með kökur. Og þvílíkar kökur. Guðrún fór í stuð og kom með miklu meira en ég. Það munaði litlu að ég færi í svona "þínar kökur eru miklu flottari en mínar kökur" CryingBlushGrinen ákvað svo að sleppa því eftir að ég sá að skúffukakan mín var jafnvinsæl og marengstertan hennar og tvennskonar brauðtertrurúllur. Var fyrst hrædd um að ég þyrfti að ýta mínu brauði að fólkinu til að sleppa við sjálfsvorkunnarkastTounge

bókasafn 11.2008 002

Sjáiði bara krásirnar. Nammi namm.

bókasafn 11.2008 004

Aldeilis gott.

 

bókasafn 11.2008 005

Foreldrar gæða sér á kaffi og meððí. Guðrún bakari er þarna í bleiku.

 

Við höfðum Arabiu í tvo daga í vikunni, svona til að sjá hvernig gengi. Og það gekk fínt.

PB050110

Þarna er svona aðeins verið að dúlla við hana áður en hún fer heim.

Hún er svo komin aftur og verður fram á vor. Spennandi.

Í dag fórum við svo  á samkomu hjá Hernum og þar voru stelpurnar að spila og syngja í fyrsta skipti svona opinberlega. Mikið var ég stolt af unglingnum. Ég vissi ekki að hún væri svona góð á trommur. Set inn videoið. Atvinnu menn afsaka mynd- og hljóðgæði. Meiningin er að eignast betri græjur eftir kreppu.

Megi þið eiga góða vinnuviku.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Flott, vildi hafa svona foreldra eins og þig í skólanum.  Knús.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 10.11.2008 kl. 01:38

2 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir það. Var að spjalla við eina hérna sem á tvö sett en enginn hefur tíma til að koma með henni. Hún lofar mér að ættleiða sig einu sinni í viku.

Anna Guðný , 10.11.2008 kl. 01:41

3 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Þú ert sko ekkert smá dugleg,alltaf á ferð og flugi.

Flottar kökur,og skemmtileg færsla að lesa,og svo eru það myndirnar,ótrúlega skemmtilegar.

Eigðu góða viku nafna mín ;+)

Anna Margrét Bragadóttir, 10.11.2008 kl. 07:11

4 Smámynd: Helga skjol

Vá hvað þú ert dugleg kona, alltaf nóg að gera hjá þér það er sko alveg á hreinu.

Knús á þig inní góða viku

Helga skjol, 10.11.2008 kl. 08:46

5 Smámynd: JEG

Ummmmm vá ég varð svöng við að sjá þessar kökur .......elska brauðtertur og marens   jú skúffur geta sko verið góðar líka.  Heppilegt að skvísan var nú ekki brotin. Knús og kveðja úr sveitinni. 

JEG, 10.11.2008 kl. 10:17

6 identicon

Þetta var nú bara rosalega flott hjá ykkur Guðrúnu.  Þetta eru alltaf jafn skemmtilegar stundir á bókasafninu.   Sé þig á bókasafninu í næstu viku.   kv. Hafdís

Hafdís Vigfúsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 10:35

7 Smámynd: Líney

glæsó kökur,mmmmmmmm

Líney, 10.11.2008 kl. 12:10

8 identicon

Vá maður láttu mig vita þegar svona verður á borðum hjá þer næst???   Annars voru nú kleinurnar góðar... 

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 14:37

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Voða leindó er í kringum þig Anna Guðný mín, en börnin eru yndisleg með hundinum.
Knús til þín og þinna
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.11.2008 kl. 18:57

10 Smámynd: Brynja skordal

Skemmtileg færsla og það er nóg að gera hjá þér gott að dóttir þín slapp vel flott mynd af henni En nammi flottar tertur þarna á ferð takk fyrir mig og hafðu ljúfa viku Elskuleg

Brynja skordal, 10.11.2008 kl. 23:57

11 Smámynd: Anna Guðný

Er búin að kíkja inn annaðslagið í dag en hef ekki gefið mér til að skrifa. Takk fyrir innlitið og athugasemdirnar allar saman.

Nafna: Takk. Ég er alveg búin að komast að því hvað myndirnar segja mikið. Bara t.d. hjá þér um daginn. Það munar svo miklu.

Helga: Alveg satt, ekki laus stund. Og nú er hundurinn kominn þannig að nú get ég ekki sofið eins og ég vil á morgnana. Er kannski hægt að hengja poka aftan á hana, svo það stóra komist fyrir og lendi ekki á gólfinu?

Jóna mín. Vertu velkomin í kaffi hvenær sem er. Kveðja í sveitina, þar sem allt er á fullu.

Líney: Takk fyrir innlitið.

Unna mín: Við getum bara búið til tilefni. Annars á ég von á að það verði eitthvað svona um jólaleytið. Svo kem ég með mareng á jólafund Sáló.

Milla: Þetta er bara leyndó fyrir alþjóð. Mín hjartansmál nenni ég að rökræða um hér. Þú veist hvað ég meina.

Brynja: Takk fyrir þetta. Já, þvílík mildi að ekki fór verr.

Hafið þið það allar gott í vikunni.

Anna Guðný , 11.11.2008 kl. 00:31

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já elskan ég veit hvað þú meinar vonandi hittumst við fljótt.
Knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.11.2008 kl. 08:10

13 Smámynd: Renata

innlitskvitt

Æðislegur hvutti

Renata, 11.11.2008 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband