Leita í fréttum mbl.is

Bræður okkar og systur.

Nú keppst allir við að dásama Færeyjar og Færeyjinga vegna þess að þeir vilja lána okkur. Og er það vel, þeir eiga það allt skilið. En það er annað sem gerist og það er að fólk fer að rifja upp ferðir sínar þangað. Flestir eiga örugglega góða minningu um heimsókn þangað, hvort sem það var að fara á Ólafsvöku, heimsækja ættingja en bara sem ferðamaður. Ég þarf eiginlega að drífa mig þangað aftur til að búa til betri minningu um Færeyjar. Ég get að vísu hlegið að þessu í dag, en lofa ykkur því að mér fannst það ekkert fyndið þegar það gerðist.

1981 er ég 18.ára gömul að flytja til Svíþjóðar með kærastanum mínum þáverandi, honum Max. Við tökum Smyril út. Það er 2. klukkutíma stopp í Færeyjum og við ákváðum að skreppa í land á kaffihús.  Þar sem við erum að yfirgefa skipið lendi ég í þessari lífsreynslu sem ég hef hvorki upplifað fyrr né síðar. Þeir tóku mig afsíðið og leiðuðu á mér vegna gruns um að ég væri að smygla eiturlyfjum. Þetta var að vísu mjög lauslega leit. Þurfti ekkert að fletta fötum eða neitt svoleiðis. En þetta er nú samt eina skiptið sem yfirvöldum í einhverju landi hefur þótt ég dópistaleg. Og ég hef komið til margra landa.

Er ekki málið að drífa sig sem fyrst og búa til betri minningu?

Hafið það gott í dag.


mbl.is Þingmenn ánægðir með Færeyinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Já gleymdi því. Þekki nokkra færeyingar og allir eru fínir. Á  færeyska vini líka.

Anna Guðný , 29.10.2008 kl. 14:29

2 Smámynd: Tiger

 Ég er sko bara stoppaður í öllum hliðum og við allar inngöngudyr þegar ég ferðast - og ég er skoðaður í bak og fyrir! Gruna nú að ég hafi eitthvað misjafnlega dýrslegt aðdráttarafl á þessa jólasveina - enda er ég náttla með hið flottasta krimmalúkk sem hendar vel í glæpósögur! Neinei .. segi bara svona, en er samt stoppaður af öllum tollvörðum alls staðar - og hef bara gaman af því sko!

Hef aldrei komið til Færeyja - svo kannski maður ætti að láta leita á sér á Færeysku ... :)

Knús og kreist á þig skottið mitt ..

Tiger, 29.10.2008 kl. 16:03

3 identicon

Fáðu bara þann heittelskaða til að strjúka þér í Færeyjum og þá er þetta komið! ...

Annars hef ég svipaða minningu frá Stokkhólmi - var þá 27 ára árið 1998. var stoppaður og hálfstrippaður og þreifað á mér ... hlæ að þessu þar sem ég skildi ekki af hverju ég var stoppaður nema að hundskvikindið á vellinum urraði á mig!

Knús á þig, dúlla.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 16:21

4 Smámynd: Líney

Hef aldrei komið til Færeyja en átti  ansi  margar pennavinkonur þaðan þegar ég var yngri :)

Líney, 29.10.2008 kl. 16:38

5 Smámynd: Erna

Þú hefur verið eitthvað skuggaleg Anna mín  Leituðu þeir ekkert á gæjanum sem var með þér? Ég hef aldrei lent í svona uppákomum á mínum ferðalögum, en á það kannski eftir  En Færeyingar eru flottir. Knús

Erna, 29.10.2008 kl. 17:06

6 Smámynd: JEG

Já það verður að vera umræðuefni á hverjum degi og alltaf nýjar og ferskar fréttir svo fólk nenni að lesa.  Ég hef nú ekki nema 1x farið út svo ég hef ekki verið mikið í að stoppa í tékkhliðunum.

knús og klemm mín kæra

JEG, 29.10.2008 kl. 17:13

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég á allavega bara góðar minningar frá Færeyjum, flaug báðar leiðir, ekki leitað á mér. fórum í rútu til Þórshafnar þaðan með smiril line til suðureyjar vorum þar í hinu besta yfirlæti yfir páska, en það var nú ekki drukkið minna fyrir það þó helgidagar væru.
var þarna að keppa í brigde
Knús í knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.10.2008 kl. 17:34

8 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

'Eg hef aldrei komið til Færeyja,en langar að koma þangað.

Anna Margrét Bragadóttir, 29.10.2008 kl. 18:42

9 Smámynd: Anna Guðný

Vá hvað það er gaman að koma heim og sjá öll þessi viðbrögð.

Tiger: Elsku dúllukallinn minn, ertu ekki með tatoo?  Sýnist það. Ekki slæmt að vera með svona "dýrslegt" aðdráttarafl.   Scorpio

 Annars er svo langt síðan ég var þarna, örugglega búið að upgradea.   Ekki víst að þeir séu eins mjúkhentir í dag.
 Caveman eða  Pirate  eða jafnvel.Moony Takk fyrir innlitið ljúfurinn.

Doddi minn: Takk fyrir að gefa mér þessa hugmynd. Heyrði í eiginmanninum í kvöld og sagði honum frá þessari hugmynd þinni. Og veistu, hann tók bara vel í hana.  Hann kemur heim í nokkra klukkutíma á morgun, spurning að taka smá æfingu Fingers Crossed  Hafðu það gott ljúfurinn.

 Líney: Já; átti trúlega einhverja þar líka.

Erna: éG veit alveg hvað það var. Ég var hippaleg og kærastinn líka. Veistu, ég man bara ekki hvort þeir leituðu eitthvað á honum. Trúlega þó, hann var hippi. Yo Hafðu það gott ljúfan.

Jóna mín: Og hvert fórstu þá? Pabbi minn er rúmlega áttræður og var að fara í fyrsta skipti út í sumar. Og vitiði hvert? Nema Færeyjar.

Hafðu það gott ljúfan.

Milla mín: Það eru náttúrlega bara fínar frúr sem spila bridge. Geisha Þeir fara ekki að leita á þeim. Hafðu það gott ljúfan

Nafna mín: Er ekki bara málið að skella sér í sumar? Pterodactyl Ódýrt flug og allt.

Dóra mín. Það er þess vegna ég slepp. Þeir vilja allir þig. You Are The Woman Þú gætir nú gefið okkur okkur þetta í meiri smáatriðum.   Hafðu það gott ljúfan

Takk fyrir innlitið elskurnar




Anna Guðný , 29.10.2008 kl. 22:52

10 Smámynd: JEG

Ég fór til Þýskalands.

JEG, 30.10.2008 kl. 18:59

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Anna Guðný þó, ég er ekki fín frú.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.10.2008 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband