25.10.2008 | 23:52
Laugardagskvöld
Var búin að skrifa helling áðan og kemur þá ekki unglingurinn til að sýna mömmu sinni að hún sé byrjuð að blogga og búin að skrifa það fyrsta. Haldiði að hún hendi ekki öllu út. En hún bað svo aumkunarlega afsökunar (skellihlægjandi að vísu) að ég varð að fyrirgefa henni.
Ég sit nú ein hér á laugardagskvöldi og hef það náðugt. Eiginmaðurinn fór á sjóinn í dag. Hann hringdi áðan. Brjálað veður en hann bjóst við að veður yrði orðið þokkalegt þegar hann kæmi á miðin. Við hin, ég og börnin þrjú sátum hér yfir virkilega skemmtilegri bíómynd í kvöld. Sjaldan þegar það er sýnd mynd sem hentar öllum og þá er um að gera að njóta þess. Við ætlum svo að horfa á Spaugstofuna og skemmtiþáttinn á morgun. Mikið að gera í sjónvarpsglápi. Um leið og myndin var búin fóru þau yngri að sofa og vá hvað þau voru fljót að sofna. Og skyldi engann undra. Gaurinn var mættur á rúmstokkinn hjá mér kl. 6. í morgun. Ég man þá daga að ef svoleiðis gerðist þurfti annað okkar hjóna að fara á fætur með, oftast ég auðvitað hann er það sjaldan heima. Það er alveg yndislegt að sá tími sé liðinn. Nú segir maður bara: Já elskan, fáðu þér að borða og kveiktu svo á sjónvarpinu og ég kem svo á eftir. Þetta eftir getur alveg verið eftir tvo tíma eins og var hjá okkur í morgun. Annars var ég að hlusta á valkirjuna tala við vonkonu sína í síma í dag og það var alveg yndislegt. Vinkonan gat ekki leikið og þá vildi min auðvitað halda henni aðeins lengur í símanum og þær fóru að ræða þjóðmálin. Vinkonan er að segja henni að hún eigi 5001 krónu. Vá segir mín og kemur frá tólinu til að segja mér frá þessu, en segir síðan: Og er ekki ríkisstjórnin búin að taka peningana? Mikil speki hjá minni. Verð að spjalla aðeins við hana. Nóg hafa þeir nú fengið á sig þingmennirnir svo ég fari nú ekki að saka þá um að stela peningum frá litlum stelpum.
Annars eru þessi börn alltaf að koma manni á óvart. Unglingurinn minn eyddi t.d. síðustu nótt í skólanum. Foreldraráðin í bekkjunum setja alltaf upp fyrir krakkana nokkrum sinnum á ári eitthvað skemmtilegt að gera. Í fyrra þegar hún var í sjöunda bekk þá voru þau beðin um að skrifa niður á óskalista eitthvað að gera. Nr. 1 á listanum var að sofa í skólanum.Enmitt, þau eru þarna alla virka daga en þetta var það flottasta. OK, það var farið í það núna. Þrjár mömmur tóku að sér að gista með þeim en svo vorum við tvær í viðbót sem aðstoðuðum við matinn og sátum svo fram eftir kvöldi. En þetta gekk svo vel og þetta eru svo flottir krakkar að ég fékk að fara heim snemma. Náði svo í hana aftur í morgun. Sum voru svona aðeins syfjuð en það var svo gaman að þau voru öll með bros út að eyrum sýndist mér.
Dagurinn í dag flaug áfram eins og venjulega. Það var vinnufundur hjá mér í Herbalife í dag. Hún Sylvía leggur á sig að koma alla leið frá Selfossi á 1-2 mánaða fresti og vera með okkur. Frábært hjá þér Sylvía. Egil kom líka og talaði hjá okkur áður en hann fór að keppa á Takevondo(er ekki alveg viss hvernig á að skrifa) mótinu sem haldið var hérna, seint og um síðir. Það var auðvitað ófært að sunnan og vesen að komast norður.
Svo eftir fundinn voru það fastir liðir eins og venjulega, keyra í og úr dansæfingu, snúllast eitthvað hérna heima. Pöntuðum okkur pizzu í kvöldmatinn. Í fyrsta skipti sem við pöntunum frá Bryggjunni, sem er nýr staður í sama húsi og Subway. Það eru eldbakaðar pizzur þar og held ég í fyrsta skipti sem allavega þau yngri smakka svoleiðis. Og ekki var nú beint bros á valkirjunni sem hún tók fram fyrstu sneiðina. Mamma, þetta er eins og úldið. Hvaða vitleysa sagði mamman. Jú, ég meina eins á litinn undir.Ok gat ekki rökrætt það. En þau kláruðu svo góð var hún.
Er svo að fara á vakt í fyrramálið í sáló. Kem heim um hádegi og meiningin er að gera eitthvað skemmtilegt með börnunum ef viðrar. Við kíkum allavega smá út.
Svo erum við búin að bjóða þeim á frumsýningu á High School Musical á morgun. Engin smá ánægja þegar ég kom með miðana í kvöld. Við hjónin keyptum þá á netinu fyrir nokkrkum dögum án þess að þau vissu. 1 og 2 erum búnar að ganga hér út í eitt og fínt að fá nýja. Ég er alltaf að upplifa oftar of oftar þessa dagana eitthvað sem þeim finnst öllum meiriháttar gaman öllum. Hef t.d. aldrei áður keypt miða handa þeim öllum án þess að taka við þau. En veit í þessu tilfelli að öllum finnst hún góð. Þetta þýðir víst að börnin séu að eldast. Og mikið finnst mér það gott. Veit að það verða erfiðleikar þar líka en ég verð alltaf ánægð þegar ég uppgötva að einu skeiði sé lokið og annað byrjað. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég er ánægð með að geta gengið framhjá ungbarnaverslunum. Það eru freistingarnar, maður minn.
Jæja held ég ætti að kíkja á koddann.
Eigiði ljúfa helgarrest
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad
Athugasemdir
Ég er líka að fara að faðma koddan minn, ég er búinn að eiga ljúft kvöld í matarboði hjá góðum vinum. Góða nótt
Erna, 26.10.2008 kl. 00:36
hahaha, það er mjög fyndið með "Nr. 1 á listanum var að sofa í skólanum", því unglingurinn minn var líka á föstudag að sofa í skólanum, þvílikt sport!
Renata, 26.10.2008 kl. 10:32
Æi það er svo gaman að lesa svona færslur það er allt svo lifandi í kringum þig og þína og þið svo dugleg að gera allt með þeim og um leið að skemmta ykkur.
Knús til ykkar
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.10.2008 kl. 12:36
Já tíminn líður og ekki yngist maður. En elskan mín áður en þú veist af ertu farin að þræða í ungbarnabúðirnar til að versla á .......barnabörnin
Knús og klemm á þig og mikið áttu gott að geta kúrt á morgnana aaaahhhh ég bíð spennt.
JEG, 26.10.2008 kl. 14:56
Takk fyrir heimsóknina stelpur mínar.
Það sem er frábært að lesa þessi viðbrögð ykkar var að þið pikkuðuð út eitthvað sem snerti ykkur líka eða er nálægt ykkur og gerðuð athugasemd um það.
Erna mín. Af því þú slappst svona vel með eldamennskuna, geturðu þá ekki boðið mér næst? Mér fylgja af vísu þrjú börn en það getur varla skipt máli, en það?
Renata: Ekkert smá sport.Fyndið að það hittist svona á.
Milla: Já, þetta er misgaman en mamma reynir þá bara að harka af sér. Núna t.d. var ég að keyra þau í bíó en fékk annað barn í staðinn.
Jóna mín: Þú meinar. En þarf kannski ekki að vakna eins oft upp með þeim. Vona ég
Anna Guðný , 26.10.2008 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.