24.9.2008 | 20:11
Styttist í Berlín.
Úff dagarnir fljúga áfram. Við erum að fara til Berlínar á föstudag og það kominn miðvikudagur. Er rétt að ná mér niður eftir Reykjavíkurferðina. En mikið var ofboðslega gaman. Það er örugglega orðið meira en ár síðan ég hef farið á skóla og þvílíkar móttökur. Það var bara eins og týndi sonurinn væri mættur á svæðið.Á föstudagskvöldinu hittist stóra grúbban mín. Á laugardeginum dreifingaraðilar af öllu landinu. Svo rúsínan í pysluendanum var sunnudagurinn. Hugsa sér, 1000 manna ráðstefna í Háskólabíói og bara auglýst maður á mann. Þeir sem vilja vita meira um hvað ég var að gera hafa bara samband.
Eins og fram hefur komið fór unglingurinn með mér. Held að hún hafi haft það mjög gott hjá frænku fram á laugardag. Þá fórum við saman í Kringluna og náðum að eyða smá pening. Ótrúlegt hvað maður lendir oft í veseni með fatastærðir. Ég fer í tvær verslanir í Kringlunni. Kaupi á báðum stöðum föt á valkirjuna. Flottan jogginggalla með hettupeysu í annarri og fóðraðar buxur og bol með ermum á í hinni. Hún er nýorðin sjö ára, alveg meðal á stærð svo ég tók stærð 7 ára. Svo er mátað hér heima og jogginggallinn er passlegur, meira að segja aðeins of stór, svo hann dugar vel. En hitt var of lítið. Það þýðir að ég þarf að senda fötin aftur suður og aftur heim og borga auðvitað báðar leiðir. Eitthvað á bilinu 1500-2000 í það heila. Hundfúlt. En af því að ég er að fara út ætla ég að taka sjensinn á því að allt verði í lagi með flug og svona og við verðum komin í tæka tíð og ég reddi einhverjum til að keyra mig og skipta þessu áður en brennt er af stað á Keflavík Airport.
Ég þarf minn tíma þar eins og venjulega. Það skiptir engu máli hvað mikið eða hvort yfirleitt ég kaupi eitthvað, ég er algjör flugvallamanneskja og finnst æðislegt að hafa svona þrjá tíma til að fá mér kaffi, horfa á fólkið og anda að mér ferðarykinu En þetta gildir bara ef ég veit fyrirfram hversu lengi ég bíð og það riðlist ekki. Ég þoli ekki seinkun á flugi frekar en aðrir. Annars er vinkona mín sem hefur eytt 19 klukkutímum mataralus á Kastrup bíðandi eftir fulltrúum frá Iceland Express að koma og útskýra hvað væri í gangi. Hún segir mér að hafa nóg af mat og vera undirbúin fyirr 2. daga seinkun. Annars eftir að hafa fylgst með fréttum síðustu daga og vikna, þá erum við nú heppin, ef við komumst yfirleitt heim.
Gef mér ekki tíma í meiri skriftir í bili.
Hafið það gott öll.
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad
Athugasemdir
Hvernær farið þið aftur?
Ég passa mig.
Hafðu það gott ljúfan
Anna Guðný , 24.9.2008 kl. 23:34
Já það er hundfúllt þegar föt eru ekki stöðluð ætti bara að vera lög. En þar sem ég var svo busy þá gleymdi ég að vinka þér en vona að það komi ekki að sök. En skemmtu þér vel úti mín kæra.
Knús og klemm úr sveitinni.
JEG, 25.9.2008 kl. 09:47
Góða ferð og skemmtun kæra vinkona, veit að þú átt eftir að fíla þetta í botn.
knús knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.9.2008 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.