9.9.2008 | 00:52
Að láta drauma sína rætast.
Eins og fram kom í færslu hér á undan, þá var hausthátíð í skólanum okkar hér í hverfinu um helgina. Ég hef líka sagt áður að okkar skóli er sá skóli á Akureyri sem er með nýbúadeildina. Þetta þýðir að börn þeirra aðila sem koma hingað tímabundið fara í skóla hér. Ég var að labba um svæðið og er þá kallað í mig til að biðja mig um að útskýra eitthvað á ensku. Hvernig segir maður ratleikur á ensku? Veit ekki ég en útskýringar mínar á því hvernig ratleikur fer fram varð til þess að ég bauð þeim mæðgum ferð í berjamó á sunnudag.
Unglingarnir í Ástralíu eru ekkert öðruvísi en á Íslandi. Önnur systirin, sú sem borðar ekki einu sinni bláber, nennti ekki með og vildi heldur vera heima á msn eða eitthvað.
Þetta er sem sagt kona með tvær dætur sem tók sig upp upp og ferðaðist alla leið til Íslands til að fara í háskóla. Hún ætlar að vera eina önn. Hún gat valið um hvort hún yrði á Akureyri eða í Reykjavík. Valdi Akureyri út af því að hún átti von á að hún myndi frekar kynnast fólki hér og eins yrði það auðveldara fyrir stelpurnar af sömu ástæðu. Með fullri virðingu fyrir stór Garðabæjarsvæðinu, þá er hæpið að hún hefi hitt á manneskju sem hefði boðið henni með á rúntinn.
Við týndum ber í Hrísmóunum nálægt Dalvík í einhverja tvo tíma
Séð til Dalvíkur.
Hér sitja þau í berjamónum. Gaurinn, unglingurinn,Marika, Mirei, valkirjan og Silke.
Hún var svo undrandi, Silke, þegar ég sagði að krækiberin væru mitt uppáhald. Henni fannst þau svo súr að hún gat ekki borðað þau.
Lyklaborðið mitt gafst upp á þessum stað í gærkveldi. Sem betur fer kom eiginmaðurinn heim í nótt og gat ráðlagt mér. Hvernig ætti að láta punginn(kallaður þetta út á sjó) snúa. Er með þráðlaust lyklaborð.
Þetta með útlendingana og mig. Ég virðist laðast að þeim.Hefur verið síðan ég var 15.ára og var að vinna með allra þjóða kvikyndum. Það hefur aldrei dugað mér að umgangast bara landann. En það sem mér fannst skemmtilegast núna var hvað krakkarnir voru dugleg að tjá sig. Unglingurinn talar orðið reiprennandi daglega ensku. Gaurinn skilur helling og getur tjáð sig eitthvað og valkirjan er byrjuð líka.
Eftir að hafa týnt berin skelltum við okkur til Dalvíkur , þar sem sólveig og Frikki höfðu boðið upp á kaffi og kleinur. Kleinurnar fannst þeim alveg sælgæti og pantaði Silke að vera með næst þegar við ætluðum að baka.
Nú er gott að eiga strumpastrætó.Kem sjö strumpum með.
Hvað ertu að gera?
Lambasteikin beið okkar í pottinum þegar heim kom. Smakkaðist vel nammi namm.
Hafið það gott í dag.
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad
Athugasemdir
Það er fallegt í minni heimasveit, Svarfaðardal....
...annars er nýbúadeildin ein mikilvægasta deild grunnskólans, og ég er viss um að hún skiptir jafnmiklu í framhaldinu. Fjölmenningin er framtíðin, og við þurfum aldeilis að fara að hysja upp um okkur brækurnar með það alltsaman....
Gaman að sjá myndir úr Dalnum...
Haraldur Davíðsson, 9.9.2008 kl. 01:29
Mikið ertu yndæl að taka svona vel á móti nýbúunum, síminn minn er ekki ennþá kominn í lag hérna þannig að ekkert er hægt að hringja í mig ennþá, vonandi kemst hann í gagnið í dag og þá mun ég senda þér línu, hlakka til að fá þig í kaffi.
Knús inní daginn
Helga skjol, 9.9.2008 kl. 07:22
En hvað þú ert nú góð. Sammála með stórsvæðið, það er mjög erfitt að kynnast fólki þar og enn frekar ef maður er útlendingur.
Knús
Elísabet Sigurðardóttir, 9.9.2008 kl. 08:18
Svei mér þá ef lyklaborðið er ekki bara alveg að virka núna.
Ditta: Takk fyrir innlitið, vertu velkomin aftur.
Haraldur: Já það er satt, Svarfaðardalurinn er fallegur. Sammála þessu með nýbúadeildina, mjög mikilvæg en ekki minna mikilvægt að öll önnur börn í skólanum taki þátt. Ef öll börn vita hvað þau hafa mikið að segja í því hvernig þessum nýja líður. Veit að að það var voru tvö pólsk að byrja í bekknum hjá unglingnum mínum og hlutverk krakkana með aðstoð kennara að taka vel á móti þeim nýju, kenna þeim íslensku. Held að þessi mál séu í þokkalega góðum málum hjá okkur.
Helga og Elísabet. Takk fyrir hlý orð mín í garð. Þetta sem ekki bara góðsemi, líka eigingirni. Ég nýti mér hvert tækifæri sem ég get til að þó ekki væri nema tala ensku. Og það vorum við Silke einmitt að tala um. Maðurinn hennar var japanskur og þær tala allar japönsku. Hún sagðist nánast ráðast á fólk sem talar málið líka, svo sjaldan sem hún fær tækifæri til þess. En þetta er allt bara frábært.
Hlakka til að heyra frá þér Helga með kaffið.
Hafið það gott í dag.
Anna Guðný , 9.9.2008 kl. 08:51
Þú ert algjört gull! ... Svo sýnist mér ég kannast við Silke hér á safninu ... hún hefur komið nokkrum sinnum og farið í tölvu og prentað út ... skemmtilega lítill heimur stundum.
Kærar kveðjur!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 12:13
Jú Doddi, það gæti passað. Hún segir að að sé fljótlegra að labba bara upp á safn og fara í tölvuna þar, en að bíða eftir að dæturnar séu búnar.
Anna Guðný , 9.9.2008 kl. 12:39
Æææjjj hvað ég skil þig ætli ég hefði ekki boðið þeim með líka..jú held það.
En halló sko hahahaha Strumpastrætó. hhahahahahah.... ég kalla þetta annaðhvort rútu eða langferðabíl. En það er snilld að eiga svona hópferðabíl. Verst hvað hann er drykkfelldur.
Knús á þig yndislegust.
JEG, 9.9.2008 kl. 13:32
Þetta hefur verið skemmtilegt!!!
Guðrún Þorleifs, 9.9.2008 kl. 17:49
þú ert æði, myndi vilja að kynnast þér fyrir mörgum árum þegar ég valdi HA á Akureyri, myndi ekki segja nei við berjamó.
Knús alla leið til Akureyrar frá íslenska pólverja
Renata, 9.9.2008 kl. 18:27
Þó ert ótrúlega dugleg manneskja ;)
Gaman að sjá allar þessar myndir frá þér ;)
Ég kann ekki ennþá að setja inn myndir reyndi það um dagin en hef ekki hugmynd um hvert þær fóru ;)
Ég hef farið í berjamó á Dalvík og það var alveg ótrúlega gaman,fór með Svövu ég týndi mörg kíló af berjum;)
Hafðu það gott nafna mín
Anna Margrét Bragadóttir, 9.9.2008 kl. 18:46
Jóna sveitastelpa, gæti passað. Þetta með straumpastrætó. Börnin í hverfinu byrjuðu að kalla bílinn minn þessu nafni. Svo er hann líka þekktur undir nafninu Herbalife bíllinn. Vel merktur.
Guðrún: Já, virkilega gaman. Ég er svo búin að lofa að keyra stelpurnar í sund í Hrafnagil eitthvert kvöldið. Verður örugglega rosa gaman.
Renata. Takk dúllan mín. Hefði alveg viljað hafa kynnst þér líka.
Nafna min: Takk fyrir þetta. Viltu að ég taki þig á smá námskeið í því að setja inn myndir? Sólveig vinkona fór í Svarfaðardalinn og tók 30-40 kg. á 5 tímum. Engin týna. Maðurinn hennar fór í göngur þarna um helgina og hann sagðist aldrei hafa séð annað eins of krækiberjum á ævinni.
Hafðu það gott ljúfan.
Anna Guðný , 9.9.2008 kl. 22:29
Þú er ert yndisleg knús
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 10.9.2008 kl. 08:05
Já takk væri allveg til í smá kennslu í að setja inn myndir
Er samt ekki að fatta afhverju ég get þetta ekki
Eigðu góðan dag
Anna Margrét Bragadóttir, 10.9.2008 kl. 08:07
Takk Anna mín fyrir að leiðrétta mig. Ég kann ekki heldur að setja inn myndir, en vonast eftir að Hafþór geti aðstoðað mig við það, þegar hann kemur til byggða. Góða nótt og takk fyrir allar myndirnar sem þú ert svo dugleg að setja inn, svo að við hin getum notið.
Erna, 11.9.2008 kl. 00:34
Þú ert góð og flott ...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.9.2008 kl. 08:24
Halldóra: Ekki málið. Hef þig í huga í næstu steik.
Hrafnhildur: Við kannski mætum bara allar í steik til þín? Ég get komið með eitt úr kistunni minni.
Nafna mín: Ég er búin að læra það að við getum ekki verið snillingar í öllu og allt er svo auðvelt þegar maður kann það. Hef samband þegar ég sé þig á msn.
Erna: Verði þér að góðu dúllan mín. Er Hafþó á fjöllum? Að vinna þá? Man að Alma var eitthvað að tala um að flytja í bæinn.
Jóhanna: Takk
Takk fyrir innlitið stelpur og Doddi dúlla.
Anna Guðný , 11.9.2008 kl. 11:49
Vá þú ert góð kona, það er ekki hver sem er sem hefði gert þetta.
Bestur kveðjur til þín norður.
Linda litla, 11.9.2008 kl. 12:36
Maður bara trekk í trekk. Mér finnst þetta sjálfri gaman líka.
Anna Guðný , 11.9.2008 kl. 13:42
Flott hjá þér, enda alveg frábær kona.
Það er nú líka afar skemmtilrgt að kynnast nýju fólki og yfirleitt er það þakklátt fyrir alla vinsemd.
Knús knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.9.2008 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.