15.8.2008 | 20:56
Líf og fjör.
Eins og ég sagði í færslu fyrr í vikunni, þá var heilmikið prógramm hjá mér í vikunni. Á þriðjudagsmorgun fórum við að hjálpa Guggu frænku og fjölskyldu við að flytja úr bænum.
Kannast einhver við svona?
Hér er Gugga sjálf og fleiri.
Svo seinni part dagsins skelltum við okkur út á Svalbarðsströnd. Þar komu saman hópur fólks sem hafði verið á sama hóteli á Tenerife í vor. Ég hafði nú rekist á flesta síðan þá en þó ekki alla.
Það þurfti ekki teppi á Tenerife. Heiða, Hreiðar og Harpa.
Gaurinn og Neró í leik.
Flott umhverfi.
Alltaf gaman í pottinum.
Tveir alveg búnir á því.
Á miðvikudagskvöldið var ég svo heppin að vera boðin í kvöldverð. Hér á landi eru í heimsókn fólk frá vesturheimi. Eini karlmaðurinn í hópnum er sem sagt frændi minn, Hann Eric.
Eric og Karin. Við Eric erum þannig skyld að langa- langafi minn, Jón Jónsson frá Mýri í Bárðardal flutti til Kanada með átta af níu börnum sínum. Dóttir hans, Áslaug, er amma Erics. Elsta dóttir Jóns, Aðalbjörg var gift og hafði hafið búskap á Mýri svo hún varð eftir. Það er langamma mín. Karin þessi er ættuð frá Borgarfirði.
Hér kemur svo Joan. Mjög flott kona. Getur rakið ættir sínar til Helga magra. Hún starfar sem rithöfundur og sagnaþulur.
Ég náði ekki nafninu á þessari en þær tvær síðast nefndu eiga ættir sínar að rekja hingað til Akureyrar.
Virkilega skemmtilegt kvöld. Mikið spjallað og mikið hlegið.
Í gær fimmtudag átti svo gaurinn minn afmæli. 10. ára. Til hamingju með daginn í gær kallinn minn. Valkirjan á afmæli seinna í mánuðinum, svo við slógum saman í eina veislu fyrir fjölskylduna. Fullt af gestum. Mikið borðað, mikið spjallað, mikið hlegið.
Krakkana langaði svo í flottar afmælistertur, svo leitað var til vinkonu í hverfinu sem er snillingur að baka. Og þetta er útkoman. Takk kærlega fyrir okkur Guðrún.
Gaurinn valdi þessa.
Þessa fékk valkirjan.
Afmælisbörnin.
Afmælissöngurinn tekinn.
Líf og fjör í útileikjum.
Leikurinn berst yfir á næstu lóð. Af hverju? Jú, þau eiga stærra trampólín. Stína min, komu margir?
Alltaf líf og fjör í Ránargötunni.
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad
Athugasemdir
Vá ég er alveg uppgefin eftri lesturinn á þessu bloggi hehehehe...... Flytja og svo ferðalag og afmæli ......o gþað engin smá veisla kona góð.
Jæja er einhver orka eftir í kallinn ??? hahahaha....
knús og klemm úr sveitinni mín kæra.
JEG, 15.8.2008 kl. 21:25
Nóg orka eftir í honum. Annars átti hann að fara á sjóinn á morgun, það var nú þess vegna sem við drifum í fjölskylduboðinu. En svo seinkar því eitthvað fram yfir helgi.
Anna Guðný , 15.8.2008 kl. 22:01
Vá, ekkert smá mikið að gera hjá þér þessa vikuna mín kæra og ekkert smá flottar afmæliskökur, ég er einmitt búin að vera standa í bakstr í gær og í dag fyrir afmælisveislu kúts, reyndar síðbúna en veisla þó.
Knús á þig og þína inní helgina
Helga skjol, 15.8.2008 kl. 22:20
Já Helga mín. N'og að gera hér en það þýðir líka að tíminn er svoooo fljótur að líða að sumarið er búiðáður en ég veit af. Náði sko ekki að gera allt sem ég vildi og gerði þó helling.Hvenær átti kúturinn afmæli?
Sömuleiðis eigðu ljúfa helgi
Anna Guðný , 15.8.2008 kl. 22:52
mmmmm girnilegar kökur...til hamingju með börnin.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.8.2008 kl. 23:20
Til hamingju með börnin. Mikið er gaman hjá þer. Er að hlusta á sænskan þátt í T.V.
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 23:29
Krumma. Takk fyrir það. Ofsalega flottar kökur já og gott að eiga góða að, þegar maður kann eitthvað ekki sjálfur.
Unnur: Takk. Já mjög gaman að vera til, svona yfirleitt. En nú er líka skólinn að byrja eftir viku. Sumarið , sem var rétt að byrja.
Ertu með sænsku stöðina? Ég þarf að hætta núna, var að láta plata mig að taka Stöð 2 aftur. En tek kannski pakkann aftur um jól.
Anna Guðný , 16.8.2008 kl. 00:52
Nei eg er ekki með sænska stöð þetta var á gömlu eittunni.. Ertu búin að sjá að söngurinn okkar var í síðasta sinn 050808??
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 00:56
Já, ég sá hluta af endursýningu. Þemað var Abba. Rosa flott. Björn var á píanóinu. Nennirðu að athuga hvort kannski á eftir að endursýna aftur?
Anna Guðný , 16.8.2008 kl. 01:08
Auðvitað var það Benny sem var á píanóinu, er það ekki? Þykist vita eitthvað um Abba og veit svo ekki hvor er hvað.
Anna Guðný , 16.8.2008 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.