Leita í fréttum mbl.is

Ein með öllu, og allt undir!

Jahérna hérna, hvað það er búið að vera gaman hjá mér um helgina. Og hún er sko ekki búin enn.

Eins og þeir sem þekkja mig vita, þá hef ég óskaplega gaman að mörkuðum. Gaman að fara á markaði, en ennþá meira gaman að því að vera sjálf á staðnum og selja. En svo er misjafnt hvað þú ert að selja. Ef þú ert að gera eins og ég, með einhverja vöru sem þú ert 100%  ánægð með þá er gaman að vera til. Og þannig hefur helgin verið. Ég stillti mér upp fyrir utan Binnubúð í Amaro húsinu og seldi, til að byrja með kleinur. Þær hef ég bakað sjálf með henni Sólveigu. Og þar kemur skýring á tíðum ferðum mínum á Dalvík city síustu viku. Og þessar kleinur okkar Sólveigar eru 100 % góðar.

Á föstudagskvöldið var ég upp í inngangnum, þurfti svona aðeins að máta mig. Var að rifja upp í gærkveldi hvað það er langt síðan ég hef verið með bás og það eru ein tíu ár. Svo það er kannski ekkert skrýtið þó ég þurfi aðeins að koma mér í gang. Og það tókst. Kleinurnar nánast seldust upp.

P8010010

Hér er Matthías að gæða sér á einni. Mamma og pabbi keyptu auðvitað poka.Smile

Þau í Binnubúð voru nú ekki lengi að útvega mér eitthvað að vera með í staðinn. Í gær mætti ég aftur, auðvitað með kleinurnar til að klára þær, en fékk stand út og fullt af merktum bolum. Ég stóð sem sagt úti og kynnti bolina. Sumir keyptu hjá mér , en flestir fóru inn og völdu sér lit, stærð og texta þar. Biðu svo á meðan Bjössi setti merkinguna á. Borguðu 1.500 krónur og fóru alsælir út í bol með flottum texta og hann kostaði það lítið að allir höfðu efni á því. Gaman , Gaman. Mér er auðvitað skellt í bol, strax og ég byrjaði í gær. Á honum stóð: Eftir höfðinu dansar limurinn.  Var mjög gaman að fá viðbrögðin, sérstaklega frá börnum. T.d. voru þarna tveir stráka  c.a. tíu ára sem voru að væflast þarna í kringum mig einhverja stund. Svo komu þeir og spurðu: Hvað þýðir þetta? Þeir voru grafalvarlegir, trúðu því örugglega ekki að svona fullorðin kona væri merkt með einhverjum dónatexta. Ég útskýrði fyrir þeim þetta með að höfuðið ákveddi og svo hlýddu útlimir. Þeim fannst þetta merkileg skýring en góð held ég. Voru trúlega fegnir að það væri eðlileg skýring á hegðun þessarar konu. En þetta segir okkur líka að krakkar í dag þekkja ekki þessi gömlu orðatiltæki, en á sama tíma að þau hafa samt gaman að mörgum þeirra.

P8020015

Hér stendur Binna fyrir utan verslunina.

 Ég veit að ég nota orðið gaman nokkuð oft núna en það er málið. Það er búið að vera svo ótrúlega gaman. En það var líka virkilega skemmtilegt að fylgjast með fólkinu þegar það labbaði fram hjá. Gaman að sjá hversu margir klæddu sig upp á í tilefni dagsins.

P8020013

Þessi sá ég líka í fréttunum. Annars sést Disco Fever bolurinn ekki nógu vel . Hann er geggjaður.

P8020020

Þessar mæðgur búa í næsta húsi við mig. Flottir nágrannar.  Þurý kennari til hliðar.

 

Kem ekki fleiri myndum í þessa færslu. Þarf líka að fara og undirbúa mig fyrir daginn. Nú á að vera markaðsstemmning í miðbænum. Ég fékk líka nokkra kleinupoka senda í gærkveldi þannig að ég skelli þeim á borðið líka. Það rýkur úr höfðinu á mér, ég er með svo margar hugmyndir um texta á boli. Set fleiri myndir inn seinna

Eigiði ljúfa helgarrest

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman gaman!!!!   Þú  nýtur þín alveg í botn, það var sko greinilegt í gærkveldi.   Gangi þer vel í dag.

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 11:58

2 Smámynd: JEG

Gaman að því mín kæra.

Hér er ekkert gott veður svo ég er svekt en sátt. On nýt helgarinnar bara í rólegheitum.

Knús og klemm úr sveitinni.

JEG, 3.8.2008 kl. 12:15

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Haltu áfram að skemmta þér eins frábærlega vel og hingað til. Skemmtilegar myndir!

Jóna Á. Gísladóttir, 3.8.2008 kl. 12:48

4 identicon

Gaman ad lesa bloggid thitt Anna mìn.Thad er svo mikil bjartsyni og gledi,ad madur verdur gladur af lestrinum; )     Hafdu thad ofsalega gott,og fjølskyldan øll.Kvedjur frå Norge..

Svala Òl.. (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 16:27

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hefði sko viljað vera með í þessu, þetta myndar frábæra stemningu
þú kemur á næsta ári með bás á Mærudaga.
æðislegar myndir
Knús knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.8.2008 kl. 19:19

6 Smámynd: Helga skjol

Frábært að vera að selja kleinur þessa helgi og alveg frábærar myndir, hlakka til að sjá vonandi fleiri

Góða helgarrest mín kæra

Helga skjol, 3.8.2008 kl. 21:53

7 Smámynd: Bryndís Guðmundsdóttir  (Binna)

Gaman að sjá mynd af sér á blogginu...

Þakka þér kærlega fyrir helgina Anna mín. Hlakka til að fá þig aftur , þetta var svo gaman.

KISS KISS

Bryndís Guðmundsdóttir (Binna), 4.8.2008 kl. 00:18

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Panta kleinur næst þegar ég fer norður. Þessi hátíð var ykkur til mikils sóma.  

Sigurður Þorsteinsson, 4.8.2008 kl. 21:25

9 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Þetta var bara skemmtileg helgi.

ótrúlega margt skemmtilegt um að vera í bænum og flugeldasýngin í gærkvöld rosa flott.

Það er alltaf gaman að koma til Akureyrar

Knús inn í nýja viku

Anna Margrét Bragadóttir, 4.8.2008 kl. 23:16

10 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Mig langar í kleinu og nýjan bol eftir þessa lesningu .  Litli prinsinn þinn er alger dúlla.

Hafðu það gott.

Elísabet Sigurðardóttir, 4.8.2008 kl. 23:55

11 Smámynd: Anna Guðný

Takk öll fyrir heimsókina. Ég er búin að vera að brasa við að setja inn myndir frá helginni. Ætlaði að gera myndablogg en ég kem svo fáum myndum inn í hverja, þannig að það verður bara eitt albúm tileiknað helginni.

Frú Unnur María: Hvað var eiginlega í þessu sem þú varst að borða þegar ég hitti þig í gærkveldi. Þú upplýstist svo að ég get ekki notað myndina. Alltaf gaman að hitta þig.

Jóna: Ég er enn að hugsa hvað heimurinn er lítill. Hafðu það gott í sveitinni.

 Jóna: Takk fyrir innlitið. Ég mun örugglega gera það. Næst er það fiskidagurinn.

Svala: Það er svo gaman að vera til hérna. Hafðu það alltaf gott í Noregi.

Milla mín: Kannski geri ég það bara. Veistu að ég keypti einn kleinupoka á Mærudögum og börnin vildu þær ekki.

Helga min: Það þarf að finna sér eitthvað til að vera með.

Binna: Það var rosalega gaman og alveg frábært að fá þetta tækifæri. Hafiði það gott í bústaðnum og komið aftur endurnærð.

Sigurður: Takk fyrir hrósið, við gerðum okkar besta. Og ég er sátt við allt sem ég gerði og allir í kringum mig. Ekki spurning, er að fara á Dalvík á morgun og byrja að baka fyrir fiskidaginn.

Anna Margrét: Varstu hérna?? Þú hefur ekkert séð mig þegar þú gekkst í gegnum bæinn? En gott að þú skemmtir þér vel. Þessar flugeldasýningar verða nú alltaf flottari á hverju ári. Þetta var í fyrsta skipti sem ég sá svona blævæng. Svaka flott. Velkomin að ári.

Anna Guðný , 4.8.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband