Leita í fréttum mbl.is

Frá henni Millu minni!

Fannst óþarfi að ég væri að búa til einhvern texta í sambandi við þetta og set því óbreyttan texta Millu bloggvinkonu á Húsavík hér inn.

Gerum okkar, gerum okkar, gerum okkar, gerum okkar besta

og aðeins meira ef það er það sem þarf. 

Fyrir svefninn.

Kæru landsmenn!
Fyrir svefninn að þessu sinni er
styrktarbeiðni til handa Andra Smárasyni!


Andri er 18 ára drengur sonur Smára Kárasonar og
Stefaníu Gylfadóttur í Breiðuvík á Tjörnesi.
Andri hefur í rúmt ár átt í hattrammri baráttu við
krabbamein.
Í dag standa málin þannig að Andri þarf að fara í
mergskiptingu til Svíþjóðar, og svo vel vill til að Sóley
systir hans er hinn rétti merggjafi.
Gert er ráð fyrir því að þau fari út í lok júní.
Ljóst er að þau þurfa að minnsta kosti þrjú að fara úr
fjölskyldunni út, vegna þessa. Búast má við að Andri og
móðir hans þurfi síðan að dvelja úti í 3 mánuði, allt eftir
hvernig meðferðin mun ganga.
Töluverður kostnaður er óhjákvæmilegur, sem fjölskyldan
er illa í stakk búin að mæta.
vegna þess hafa frænkur Andra, þær Sesselja Árnadóttir og
kolbrún Guðmundsdóttir opnað bankareikning til styrktar Andra
og fjölskyldu hans.
Reiknisnúmerið er 1153-15-201049
Kennitala        "   190267-5049.


Gaman að segja frá því að kvenfélagið Aldan á Tjörn stóð
fyrir styrktarkaffi í Sólvangi á sunnudaginn var sem sagt í gær,
og gekk það framar öllum vonum, öll innkoma gekk til Andra.
Söfnunarbaukar voru einnig á borðum.
Svona er þetta úti á landi þar sem allir þekkja alla,
þá er staðið þétt saman, en betur má ef duga skal.

Þess vegna kæru vinir og landsmenn allir, biðla ég til ykkar
styrkið þennan unga dreng, við höfum tekið okkur saman bloggarar
og það hefur verið komið af stað söfnunum fyrir fólk sem á um sárt að binda.
Svo núna er mikil þörf, gefum þessum unga manni, allt hjálpar.
Ég bið góðan guð að blessa Andra og fjölskyldu hans
og mun ég hafa hann í bænum mínum allar götur
.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Já margt smátt gerir eitt stórt.

Knús á þig og eigðu ljúfa nótt essgan.

JEG, 17.6.2008 kl. 00:19

2 Smámynd: Anna Guðný

Já, rétt með þetta marga og smáa. Ég er meira að segja búin að leggja inn smáuphæð, svona til að vera með.Í fyrsta skipti sem ég tek þátt í söfnun hér á blogginu.

Anna Guðný , 17.6.2008 kl. 00:21

3 Smámynd: JEG

Þetta er falleg yfirlitsmynd. Ég þekki nú ekki þennan stað enda ekki nema von ég er nú ekki búin að fara svo víða heldur. En þekki svona nokkra staði.

Annars langar mig að hrósa þér fyrir flottan haus  Mig langar svo að geta meikað flottan haus á mitt blogg. Það sem böggar mig svakalega við öll þessi bloggsvæði er að það er bara ekki neitt val í lúkki og eins að maður geti meikað sitt eigið lúkk.

Knús á þig fyrir nóttina.

JEG, 17.6.2008 kl. 00:40

4 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir hrósið. En því miður á ég ekki að fá það hann Gunnar í Svíþjóð sem er með íslenska topplistann. Ég kann þetta ekki sjálf en hann er algjör snillingur í þessu.Þessi mynd mér er tekin á flugvellinum á Akureyri. Hefur nú trúlega komið þangað .Yfir fjörðinn og aðeins norður í heiðina.

Anna Guðný , 17.6.2008 kl. 01:21

5 Smámynd: JEG

Já hef komið þar í gegn nokkrum sinnum en vá man nú ekki mikið af því sem ég sá. En kannski maður líti betur í kringum sig næst. Þarf að fara á Akureyri fljotlega eða já sko búin að vera á leiðinni (eða við familýjan sko) þangað síðan eftir jól. *hóst* En dóttir kallsins míns býr þar.

Kveðja úr sveitinni.

JEG, 17.6.2008 kl. 01:28

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flott nýja myndin þín, og þetta er í Vaðlaheiðinni.
Anna Guðný takk fyrir þitt framlag bæði á síðu og innleggi,
þú ert yndisleg kæra vinkona.
              Eigðu góðan dag með þínum.
                   Þín Milla                Verðum að fara að hittast.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.6.2008 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband