Leita í fréttum mbl.is

Ferðalag dagur 1.

Ákvað að skrifa aðeins hér. Veit svo sem ekkert hvað ég verð dugleg í því í ferðinni. Erum í Borganesi. Ætlum að gista hér. 'Eg sit hér yfir börninum og það er að slökkna á því fyrsta eftir dvd áhorf. Vakna snemma í fyrramálið, ég og unglingurinn fyrir sjö. Erum að fara til augnlæknis í Kópavoginn. Fáum sem betur fer far með hr. Bek og þau hin geta sofið lengur.  Við mæðgur förum í Smáralindina og skoðum gleraugu og dúllum okkur eitthvað. Það er óvenjulegt að við getum eytt saman tíma einar. Kíkjum á snyrtivörur og svoleiðis. Svo er brennt inn í Innri- Njarðvík en þar er meiningin að sofa seinni nóttina. Svo erum við bara alveg tilbúin í slaginn. Hittum trúlega ferðafélagana bara í fríhöfninni.

Er að klára hérna smá verkefni sem þarf að skila á morgun. Þökk sé tölvum og því að margt sé hægt að gera nánast hvar sem er, svo lengi sem þú hefur tölvutengingu. Það gekk vel suður í dag. Lögðum af stað eftir hádegi í sól og blíðu. Ekta sólbaðs- og sundveðri en ekki eins gott að ferðast. Svona er þetta, aldrei er maður ánægður. Eitt sá ég á leiðinni sem ég er mikið búin að hugsa um. Gæti verið það nýjasta í skuldahala í dag. Ég kunni ekki við að taka mynd. En þetta var sem sagt húsbíll, svona 6-7 milljón króna virði og hann var með í eftirdrægi fjórhjól trúlega um milljón, fest á vagn. Ætli þetta sé málið í dag? Hver veit.

Jæja , nóg í bili. Best að fara bloghringinn fyrir svefn. Hann lengist og lengist (þ.e. hringurinn) og tekur nokkurn tíma að heilsa upp á alla.

Hafið það gott í blíðunni

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Þú hefðir átt að smella mynd af herlegheitunum. Ég sá á Hellu um daginn, þá svakalegustu hestakerru sem ég hef nokkurn tímann séð. Lengdin á henni var svakaleg og það er víst smá íbúð fremt í kerrunni, þetta er eiginlega ekki kerra þetta er lengra en þessi stóru hjólhýsi sem voru til einhver tímann en er orðið eitthvað mina af núna.

Linda litla, 26.5.2008 kl. 08:22

2 identicon

Góða ferð og eg bið að heilsa öllum sætu strákunum og körlunum líka á Tenerife. Njóttu vel að slappa af þarna .!!!!

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 17:02

3 identicon

senda sms á síminn.is þegar þið verðið á netinu eða msn ;).. we need to talk!!   skemmtið ykkur vel ástir..

adios y que te divirtas

oddfridur skula (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 20:29

4 Smámynd: Renata

Góða ferð og hafið það gott á Tenerife

Renata, 28.5.2008 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 201520

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband