20.5.2008 | 13:05
Verðlag!
Eins og þeir sem hafa lesið bloggið mitt hafa séð þá erum við að fara í sólarlandaferð, við hjónin og börnin þrjú. Nú í morgun kom í ljós að ferðataskan okkar var ónýt eftir síðustu ferð og við höfðum bara ekki tekið eftir því. Eiginmaðurinn ferð því í innkaupaleiðangur að kaupa nýja tösku. Hann hringir eftir stutta stund og segir: Anna , taska, svipuð að stærð og okkar gamla kostar yfir 36 þúsund krónur!!
Verð að viðurkenna að ég var ekki alveg að kaupa að þetta væri bara venjuleg ferðataska af stærri gerðinni. En ákvað nú samt að fara sjálf og sjá t.d. hvað tegund þetta væri eiginlega og fyrir hverja þessar töskur væru.Ekki svo mikið af yfirstéttarfólki hér í bæ. (hélt ég allavega)Svo var þetta "bara bókabúð" en ekki ránýr sérverslun. En ég sá merkið og því ákváðum við að leita betur og sjá hvort við gætum virkilega ekki fundið ódýrari tösku.
Fórum í aðra "bókabúð" og fundum tösku stærri, 140 lítra í stað 122, að vísu á tilboði og hafði lækkað um ca. 5000 krónur.
Kostaði þar að leiðandi um 15.000 í stað tæp 20.000
15.000 þúsund króna munur!!! Er ekki allt í lagi?????
Önnur taskan er Delsey og hin Samsonite. Bæði held ég ágæt vörumerki.
Hvor haldiði nú að hafi veri dýari og hvor ódýari?
Og þið sem þekkið til , hvaða verslanir haldiði að þetta hafi verið?
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad
Athugasemdir
Er það ekki penninn sem er með samsonite...er þá hin verslunin office one?
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 20.5.2008 kl. 13:09
Anna mín... Bara pakka í íþróttatöskur og kaupa svo ferðatösku úti. Krakkarnir verða á sundfötunum allan tímann ;-)
Lindan, 20.5.2008 kl. 13:19
Krumma: Office One er lokuð vegna flutninga á Glerártorg , svo það er ekki þar. Enda held ég að hann Jón hefði haft töskur á góðu verði.
Linda: Börnin eiga öll sínar töskur , þau sjá um sig.
Anna Guðný , 20.5.2008 kl. 13:28
Jaaaa hérna...
Ég er orðin von að kaupa mér ódýru töskur í Rúmfó, enda er engin virðing borin fyrir töskunnar á flugvöllum og hvort hún kostaði 4 þús eða 40 þús - kemur jafn mikið ónýtt á færibandi eftir flugi.
En njóttu ferðarinnar og komdu brún og sæl til baka
Renata, 20.5.2008 kl. 13:29
Renata: Ég set það eiginlega sem skilyrði að ég komist heim úr fyrstu ferðinni. Það tókst ekki með töskunni úr RL búðinni. Þannig að ég bara að ég sleppi þeim. En gott að þú varst heppnari en ég.
Anna Guðný , 20.5.2008 kl. 13:47
ég held auðvitað að ég sleppi þeim.
Anna Guðný , 20.5.2008 kl. 13:48
Eg keypti tösku handa Helga um daginn í Rúmfó sem er mjúk og LÉTT. Hún virðist vera fín og sterk. Og fæst í svörtu og neongrænu man ekki hvort það voru fleiri litir. Annars á maður bara að fara með lítið og skola bara úr því , stundum eru þvottavélar á staðnum. Svo á maður að vefja allt upp þá kemst meira í töskuna og það fer betur með fatnaðinn
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 14:06
Ég var heppinn fór á útsölu hjá Office one og fékk þriggja töskusett á 8000, sem átti að kosta tæpar 15000, mjög fínar og vandaðar töskur.Annars hef ég yfirleitt keypt töskur úti það hefur borgað sig. Ég segi góða ferð við þig og þína Anna min og njótið lífsins á Tenerife Ég fer út á morgun.
Erna, 20.5.2008 kl. 14:58
Kallinn minn keypti 3 tösku sett fyrir 3 árum sem við höfum aldrei notað. Lánuðum eina og það sér nú ekki á henni samt. En það er lítið að marka svona sveitalubba eins og mig sem fer ekkert nema til að versla í matinn hehe.... Skrepp í Rvík af og til en ekki til þess að gista enda er maður ekki lengi á milli.
En ég myndi ekki tíma að versla mér rándýrar töskur eins og farið er með þetta á völlunum. Í þetta eina skipti sem ég hef farið út og btw ekki með nyja tösku en þeim tókst að skemma töskuna mína á vellinum (á heimleiðinni)
En góða ferð og skemmtið ykkur vel.
JEG, 20.5.2008 kl. 17:52
Ég myndi halda að alla vega önnur verslunin hafi verið Eymundsson, þar eru dýrar ferðatöskur.
Ég mæli nú bara með því að þið kaupið ykkur ferðatösku úti, það margborgar sig. Ég gerð það á Spáni í fyrra, fékk mjög góða tösku til að draga, hún var stækkanleg og kostaði 12 evrur. Það er gjafverð.
Hvenær farið þið annars út ??
Linda litla, 20.5.2008 kl. 17:55
Linda: Rétt hjá þér , sú dýra var Eymundsson en hin var A4. Förum til Rvíkur á sunnudag og út á þriðjudag.
Unnur: Ég pant svona neongræna, hljómar vel.
Erna: Ef ég hefði bara athugað þetta fyrir nokkrum dögum , þá hefði ég náð Office One. En þeir voru bara búnir að loka.
JEG: Það er svona með þetta sveitafólk sem kann ekki á borgarmenninguna.. Við erum svo oft í útlöndum, þannig að við erum búin að klára nokkrar á þeim tíma.
Anna Guðný , 20.5.2008 kl. 18:55
Vá svaka verð er þetta á rosalegar fínar töskur sem keyptar voru í ameríku fyrir nokkuð mörgum árum en nenni bara ekki að druslast með þær lengur verða allt of þungar!! En á samt fínar töskur sem eru aðeins minni og þær voru keyptar á írlandi á skítaprís Æ það fylgir nú alltaf svo mikið með manni þegar börnin eru líka með í ferð en mín eru sko með sér tösku takk fyrir fá ekki að róta í minni hehe ....við erum einmitt líka að fara til krít 28 í mánuð þannig að slatti þarf að troðast með
Brynja skordal, 21.5.2008 kl. 00:41
þessi töskuvandamál þekki ég, skrapp til r-víkur um jólin og piltunum á egilsstaðaflugvelli tókst með sóma að eyðileggja tvær töskur.
EN það var ekki þetta sem ég ætlaði að segja : heldur,,,,,góða ferð Anna mín og njóttu dvalarinnar í sólinni. kv petrea
petrea (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.