Leita í fréttum mbl.is

Annar í Hvítasunnu!

Það var Gunnukaffi hér hjá mér í gærkveldi.  Auk mín og Gunnu voru Fríða og Sigga Jóna.  Fleiri gátu ekki mætt, enda ákveðið með mjög stuttum fyrirvara og ekki allir heima um helgina. Kíkt var í bolla og þið getið ekki ímyndað hversu bjart og skemmtilegt er framundan hjá mér.  Einhver handayfirlagning var líka framkvæmd og var indæl samkvæmt venju.En mig svo sem grunaði það. Farið frekar seint að sofa.

Sofið vel í morgun og ekkert verið að rífa sig á fætur of snemma. Skelltum okkur í RL búðina í hádeginu og fjárfestum í einnota grilli. Hitti þar Helgu bloggvinkonu og lofaði henni myndum frá ferðinni. Svo var brennt upp í Hlíðarfjall og beint upp í göngukofa.

Þar var kveikt á grillinu strax, börnin auðvitað svöng.

 

P5120004

Við fengum gesti í heimsókn.

 

P5120006

Svangir strákar á tryllitækjum. Háin þrjú, Halldór,Hafþór og Heiðar. Man þó ekki hvor bróðurinn er hvor.

Eins og sannri húsmóðir bauð ég þeim í mat og unglingurinn skellti pylsum á grillið fyrir þá og voru þeir ekkert smá ánægðir.

P5120009

Á meðan þeir kláruðu að borða skrapp ég með börnin mín að máta sætin á tækjunum.

 

P5120012

Valkirjan á bílnum.

 

P5120015

Gaurinn á fjórhjólinu.

 

P5120016

Unglingurinn mátti til með að máta líka.

 

P5120010

Tekið í átt að  skíðahótelinu. Snjórinn hverfur smátt og smátt.

P5120024

En þó nóg eftir til að skíða á.

P5120028

Gaurinn sökk í snjó og gat ekki hugsað sér að fara í stígvélið og var því borinn niður í bíl af unglingnum og ungfrú Breiðfjörð.

 

Sem sagt góður dagur í dag. Eins og flesta daga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna

Alltaf nóg um að vera hjá þér Anna mín

Erna, 12.5.2008 kl. 18:27

2 Smámynd: Helga skjol

Auðsjáanlega frábær dagur hjá ykkur í dag Anna mín.

Knús inní kvöldið

Helga skjol, 12.5.2008 kl. 21:08

3 Smámynd: Linda litla

Það sést á myndunum að þetta hefur verið góður dagur hjá þér.

Linda litla, 15.5.2008 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband