Leita í fréttum mbl.is

Skemmtileg mismæli!

Eftirfarandi eru skemmtileg mismæli sem heyrst hafa á
                   opinberum vettvangi...

Kann einhver þau réttu?

 

 

Það er ekki hundur í hettunni.

Það er ljóst hver ríður rækjum hér.

Þetta er ekki upp í kött á nesi.

Mér er nú ekkert að landbúnaði

 

Þetta eru þau fyrstu, kann einhver þau réttu?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

2. Það er ljóst hver ræður ríkjum hér !

3. Þetta er ekki uppí nös á ketti !

4. Mér er ekkert að vanbúnaði !

Ég er ekki með þetta fyrsta á hreinu.

Skákfélagið Goðinn, 6.5.2008 kl. 22:00

2 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

1. Það er ekki hundrað í hættunni ! (Auðvitað )

Skákfélagið Goðinn, 6.5.2008 kl. 22:15

3 Smámynd: Anna Guðný

Flottur frændi.

Anna Guðný , 6.5.2008 kl. 22:24

4 Smámynd: Erna

Hæ Anna, ég hef alveg rosalega gaman að öllu svona, ég vissi þetta en Hermann varð bara á undan. Ég ætla að segja hér frá að gamni mínu einu kostulegu: Ég og maðurinn minn vorum eitt sinn í göngu og vorum orðin þreytt og móð þá segir minn maður eigum við ekki að setjast aðeins niður og mása mæðinni..Svo einn af mér ég þurfti að skreppa í Hagkaup s.l. sunnudag eftir einhverju smáræði og eitthvað þótti dóttur minni ég lengi í ferðinni og spurði mig þegar ég kom heim var margt í Hagkaup? Nei nei ekkert svo rosalega það voru flestir í FÖTUNUM ,meinti að það var mest að gera í fatadeildunum. Þetta fannst henni leiðinlegt og er óspart búinn að stríða mér á þessu. Kveðja til þín

Erna, 6.5.2008 kl. 22:52

5 Smámynd: Anna Guðný

Mér finnst svo gaman að svona líka. Ég væri alveg til í að hlusta á Bibbu á Brávallagötunni aftur.

Anna Guðný , 6.5.2008 kl. 23:16

6 Smámynd: Linda litla

Það er ljóst hver ríður rækjum hér... ég hreinlega dó úr hlátri

Linda litla, 7.5.2008 kl. 01:08

7 identicon

Þetta er skemmtilegt hjá ykkur.

Freystast til að henda þessum inn.

Þorskar ganga þegjandi í ála.

Kv Björg 

Björg Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband