14.4.2008 | 14:28
Íslendingar - útlendingar.
Hef oft ætlað að skrifa um þessi mál en ekki farið af stað fyrr. Það er svo mikið um fordóma í gangi. Og málið er að fordómar þurfa ekki endilega að vera neikvæðir. Fordómar eru jú eitthvað sem við t.d. dæmum um án þess að hafa athugað málið sjálf, bara heyrt af einhverjum sem þekkir einhvern sem þekkir einhvern o.s.frv. (Mín reynsla er sú að sá/sú sem haft er eftir veit minnst í alvöru).Og svo eftir að hafa kynnst einhverju eða einhverjum kannski smakkað réttinn og fundist hann vondur. En svo eftir að betur var athugað þá var bara kokkurinn lélegur.
En þarf það endilega að vera rétt mat? Nú erum við búin að setja þjóðir í svona flokka getur maður sagt eftir því hver reynsla okkar og tilfinning er fyrir þeim aðilum sem við höfum kynnst frá því landi. Ef við tökum bara þjóðverja þá eru örugglega flestir með þá tilfinningu fyrir þjóðverjum að þeir séu svona harðir, hörkulegir. En dettur einhverjum í hug að allir þjóðverjar séu hörkulegir? Og ég verð að viðurkenna að þó að mér finnist svíar alveg frábærir upp til hópa þá finnst mér þessi dæmigerði svíi svolítið líta á sig og sína þjóð sem svona föðurímynd norðurlandanna svona svipað og mér finnst Bandaríkin líta á sig gagnvart restinni af heiminum, allavega þessum vestræna. Nú er þetta bara tilfinning hjá mér og kannski algjört bull. Nú hef ég t.d. unnið með og umgengist útlendinga, bæði hér á landi og erlendis af og til frá því ég var 15 ára.
Í Svíþjóð fyrir 28 árum (jesús minn, hvað er ég eiginlega gömul ef ég er farin að vitna í eitthvað sem gerðist fyrir svona mörgum árum?) en allavega þá var ég að vinna með þessum sem kallaðir voru asyrianir minnir mig sem var þá samnefnari yfir Sýrland. Líbanon og jafnvel fleiri, man ekki. Þetta voru allt frábærir menn að vinna með, hjálpsamir og allt það. En ég gat ekki fundið að þeir bæru neina virðingu fyrir mér sem konu. Nú var ég í sambúð með svía og þeim fannst það bara aukaatriði. Hugsa þeir allir svona? Nei , alveg örugglega ekki. Einu sinni var okkur boðið i mat til fjölskyldu frá Sýrlandi minnir mig og það gerðist ekki aftur. Ég hef grun um að ég hafi ekki haft góð áhrif á systurnar í fjölskyldunni. Þeim fannst Ísland minna frekar á eitthvað annað sólkerfi heldur en land stutt frá. Allt væri svo frjálst þar.
Eftir að ég kom heim fór ég aftur að vinna með fólki frá öllum heiminum. Var svo heppin að vera að vinna á stað sem fjöldinn allur af úlendingum kom og fékk vinnu tímabundið og safnaði smá pening og fékk gott að borða í nokkurn tíma og hélt svo áfram ferðalaginu. Einnig hef ég farið á vertíðir og kynnst ýmsu fólki þar.Hef líka sótt námskeið og fundi erlendis um nokkurra ára skeið fyrir mörgum árum og kynntist þar allt annarri tegund af fólki en ég kynntist i vinnunni. Var einnig að vinna með útlendingum hér á Akureyri fyrir mörgun árum. Ég hef unnið með hópum frá Ástralíu, Nýja-Sjálandi,Tælandi , Filipseyjum og svo einstaklingum frá nánast öllum heiminum. Ég hef ekki unnið mikið með fólki frá Austur-Evrópu þjóðum, var einfaldlega komin heim að ala upp börnin þegar það fólk byrjaði að koma hingað til lands. En þekki þó nokkra aðila og á eina vinkonu frá Serbíu. Fínasta manneskja.Ég er búin í kollinum að mynda mér skoðanir á þessum þjóðum eftir reynslu minni af því fólki sem ég hef kynnst. En er mín skoðun rétt? Ég veit t.d. alveg hvað skoðun Kanaríbúar höfðu á Íslandi þegar flestir íslendingar sem heimsóttu þá voru meira og minna blindfullir allan tímann. Og voru þá allir íslendingar meira og minna blindfullir? Held bara ekki.
En hvað eigum við að gera í dag? Það sem mér finnst vanta eru skýrar upplýsingar um það hvað við megum gera og hvað ekki. Ég skil alveg að í þessu eins og öllu öðru þá verðum við að taka allan pakkann. Við getum ekki bara valið það góða úr þessum samingum sem við höfum gert og skilið það sem við viljum ekki eftir. En það eru svo margar spurningar sem okkur venjulegu fólki langar að fá svör við. Eins og með glæpamenn, af hverju getum við bannað mótorhjólagaurunum að koma til landsins og sent þá til baka en svo getum við ekki rekið glæpamenn úr landi? Fólk almennt skilur það bara ekki.
Ég er alveg á því að við eigum að staldra við núna og einfaldlega skoða hvert við erum komin og hvert við ætlum næst. Kannski skoða það áður en við leggjum að stað en ekki bara vakna þegar allt er komið í óefni. Það er nefninlega ekki komið i óefni ennþá en er á góðri leið.
Ætli þetta sé ekki orðið gott í bili.
En bara svo þið vitið af því þá nenni ég ekki að fá einhvern dónaskap eða orðbragð. Það er alveg hægt að segja skoðanir sínar á kurteisan hátt. Ef ég nenni ekki að horfa á það , hendi ég því út.
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad
Athugasemdir
Góðan dag ljufan, mikið rett.
Knus á þig
Kristín Gunnarsdóttir, 15.4.2008 kl. 06:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.