Leita í fréttum mbl.is

Sunnudagur til sælu II. hluti.

Já, eins og ég sagði í fyrri færslu , þá var mjög gaman hjá okkur hjónunum. En ýmislegt gerðist hér heima á meðan við vorum í burtu. Mæðgurnar Breiðfjörð voru sem sagt að passa. Og ég get alveg sagt ykkur það að ef þær mæðgur eru góðar í einhverju, sérstaklega sú eldri , þá er það í því að sofna. Þær eða hún getur sofnað hvar sem er bara ef það fer þokkalega vel um hana. Ég leit á símann hjá mér svona um ellefuleytið um kvöldið og sá þá að það hafði verið reynt tvisvar að hringja í mig að heiman. Ok, ef tvisvar þá þarf eitthvað að tala við mig svo ég hringdi  til baka en rétti eiginmanninum símann, oft betra að hann  tali þegar svona stendur á. Kemur hann svo hlægjandi til baka og segir að þau hafi bara ætlað að láta  okkur að þau væru bæði vakandi en mæðgurnar báðar sofnaðar. En allt í góðu samt. Svo líður og bíður og aftur kl. 01.30 þá sé ég að aftur hafði verið hringt og þegar ég hringi til baka þá er það gaurinn sem svarar og segir að þær allar séu sofnaðar og hann einn vakandi. Og svo kom: En hvenær ætlið þið eiginlega að koma heim? Við sömdum um það að hann myndi fara inn í rúm með símann og ef ég væri ekki komin heim fyrir kl. 02.00 þá mætti hann hringja aftur. En við vorum svo komin heim korteri seinna. Þá lá þessi elska steinsofandi í öllum fötunum með símann í hendinni.  Búið var að útbúa flatsæng í sofunni og þar lágu valkyrjan og frú Breiðfjörð en ungfrú Breiðfjörð í sófanum. Unglingurinn var ekki heima. Var að passa í fyrsta sinn hjá ókunnugri konu svona langt frameftir. Ég átti alveg eins von á að þurfa að sækja hana. Það var svo hrikalega kalt úti og eflaust margir að bíða eftir leigubíl. En sem betur fer þá reddaðist það og ég slapp við að fara út í kuldann. Eins og þið getið ímyndað ykkur var ég ekki alveg að nenna því. En svo rumska ég við það að hún kemur heim og þá snéri ég mér á hina hliðina. Takið eftir , ég er sem sagt að upplifa það í fyrsta skipti að barnið mitt er að koma heim seinna en ég. Ég  hrekk svo upp stuttu seinna  við að eitthvað lendir í hausnum á mér og það var sárt. Ég stökk upp og leit upp í gluggann og situr þá ekki Kisa þar og ég átta mig á því að hún hefur hrint einhverju niður. Lít niður á gólf og haldiði að myndin af henni ömmu minni Önnu Guðrúnu liggi ekki þar. Og sko, hún var í ramma. Þess vegna var þetta sárt.

Dagurinn í dag hefur farið mest í rólegheit.  Við hjónakornin vorum hálfþreytt þarna um hádegisbilið. Ákváðum að leggja okkur og gáfum unglingnum leyfi til leiks í eldhúsinu. Hún hefur svo gaman af að baka og í dag bauð hún upp á brauðbollur með sesamfræjum og osti. Ljúffengar. Þau ætla öll að hafa með sér bollur í nesti á morgun. Eiginmaðurinn ætlaði að vera í fríi þennan túr en var beðinn að fara svo hann fór í dag. Nú sagðist hann vera að fara í frí út á sjó. Ég held að þetta hafi verið sneið á mig. Ég er nefninlega búin að þræla honum út þessa daga en ég hélt að hann yrði heima næstu viku og gæti þá slappað af. En ég er nú samt fegin að við erum búin að breyta. Og mér tókst meira að segja að henda helling. Það er algjörlega óskiljanlegt hvað maður geymir margt sem maður hefði átt að vera búin að henda fyrir löngu. Við skruppum í sveitina seinni partinn. Var búin að lofa að sækja reiðhjólin í geymslu. Á meðan þau sóttu hjólin sín fór ég í kaffi til familien Brekkulæk. Þar hitti ég fyrst pólverjana sem lentu í slysinu í Öxnadalnum. Kom í ljós að þetta voru engir pólverjar heldur var þetta hann Egill frændi minn og bloggvinur og Ellý kona hans sem lentu í þessum hremmingum. Ellý var sú sem hafði slasast mest og var hún að útskrifast af sjúkrahúsinu í dag og var ja svona hálf eitthvað eiginlega bara slösuð. Við vorum svo heppin að vera boðið í  sunnudagslambasteikina og mikið var það gott. Unglingurinn var alveg til í að gera þetta að hefð.

Er nú er dagur að kvöldi kominn og allt að komast í ró. Stór dagur hjá börnunum á morgun. Allur skólinn eða allavega nemendurnir í Hlíðarfjall með skíði og skauta ja kannski frekar sleða.

Nóg í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Andrés Sveinsson

Athugasemdir já athugasemdir

Svo er mál með vexti að ég sá nokkrar stafsetningarvillur í þessum texta hjá þér, þ. e. frekar ofarlega en í aað skipti sem ég sá villu vantaði heilt orð inní.

Egill Andrés Sveinsson, 6.4.2008 kl. 23:39

2 Smámynd: Anna Guðný

Ja hérna hef verið orðin eitthvað syfjuð. Verð að tékka á þessu. Hvernig er heilsan á frúnni?

Anna Guðný , 6.4.2008 kl. 23:49

3 Smámynd: Anna Guðný

Betra svona?

Anna Guðný , 6.4.2008 kl. 23:55

4 Smámynd: Egill Andrés Sveinsson

" Kemur hann svo hlægjandi til baka og segir að þau hafi bara ætlað að láta  okkur að þau væru bæði vakandi en mæðgurnar báðar sofnaðar. En allt í góðu samt." finnst vanta eitt orð þarna og setninginn myndi hljóma betur svona " Kemur hann svo hlægjandi til baka og segir að þau hafi bara ætlað að láta vita okkur að þau væru bæði vakandi en mæðgurnar báðar sofnaðar. En allt í góðu samt."

Egill Andrés Sveinsson, 7.4.2008 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband