Leita í fréttum mbl.is

Býð fram aðstoð mína, eru fleiri til?

Eru einhverjir skógarbændur hér í nágrenni Eyjafjarðar í þessum vandræðum?  Ég væri sko alveg til í að mæta í nokkra klukkutíma og aðstoða við þetta þarfaverk. Eru fleiri með?
mbl.is Milljón trjáplöntur á haugana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er Eurovision lag?

Er búin að hlusta á öll lögin núna og líka síðast. Ekki sammála öðrum kjósendum hvaða lög á að senda út. Af hverju skildi það vera?  Jú, held að, að hluta til sér það sé vegna þess að ég reyni að hlusta bara á lögin en fjöldinn sem kýs, kýs persónur. Annað hvort höfunda eða flytjendur. Getur það verið?

Hvað segið þið?

Eins og mér fannst lagið hennar Erlu Gígju fallegt, finnst mér það ekkert hafa að gera í Eurovision.

Eigiði góða helgarrest.


mbl.is Lögin sem komust áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Moggabloggarar á Akureyri á kaffihús

Sunnudaginn kl. 16.00 á Kaffi Karolínu.

Sjáumst þá


Myndablogg á föstudegi.

Það hefur myndast þrýstingur á mig að fara nú að setja inn myndir. Það hljóti eitthvað að vera að ske hjá mér þessa dagana. Og jú, það er rétt.

Allt er að komast á rétt ról eftir jólafrí. Byrjuð að heimsækja andana, búin að fara á einn fund í foreldrafélagi skólans, símatímar að byrja eftir helgi og svona mætti lengi telja. Eins og það er nú gaman að fara í frí, þá er líka gott þegar rútínan byrjar aftur. Strumpastrætó hefur hafið keyrslu. Búið að keyra nokkrar ferðir í dans.

Árshátíð í skólanum framundan og börnin koma heim með það sem þau eiga að vera með. Má þar nefna Rauðhettu og sögumann.

Eins og ég skrifaði síðast var mikið húllumhæ hér á þrettándanum. Um 40 manns runnu hér í gegn í mat. Gekk það allt eins og best verður á kosið. Það er að breytast gestahópurinn. Ný kynslóð kominn. Ekkert smá gaman. Þó það sé eitthvað í að ég verði amma, þá er ég orðin margföld afasystir.

P1060019

Hér eru tveir frændur mínir tilbúnir í slaginn. Ótrúlega flott þessi gleraugu.

P1060023

Vá, sjá öll ljósin.   Mamma aðeins með augun á þessu þarna.

 

P1060026

Afmælisbarnið með krúttmolann okkar.

P1060037

Frænkur í Sing star og frændur fylgjast með, svona allavega með öðru auga.

Á föstudagskvöldinun skelltum við okkur á þrettándagleði Þórs. Íþróttafélagið gat boðið bæjarbúum upp á hátíðina í ár. Jóhannes í Bónus bauð svo upp á flugeldasýningu í lokin, eins og honum er einum lagið. Frábær skemmtun og fullt af fólki.

 P1090039

Falleg systkin taka sporið.

 

P1090044

Ekki voru allir gestir jafnfallegir.

 

Fór út á götu með vélina einn daginn og náði þessum.

P1110046

 

P1110048

 

P1110051

Rólegt og huggulegt hverfi. Veðurhamurinn nær svo lítið inn  til okkar.

Eins og þeir sem hafa lesið blogg hennar Möggu Trausta bloggvinkonu minnar, þá vitið þið

að hún stóð fyrir opnun Norðurports, markaðs sem var settur upp hér fyrir jól. Nú er hún flutt með aðstöðuna og ég er búin að heimsækja hana tvisvar á nýja staðnum. Hún er að flytja með aðstöðuna niður í Laufásgötu sem er þar sem Sjóbúðin var, þeir sem þekkja það. Líst vel á þetta húsnæði og verður gaman að vera með henni í þessu. Ég er ákveðin í að vera með bæði Herbalife kynningar og svo ætlum við að vera með ýmislegt notað til sölu.

P1110059

Margrét og Solla sveittar við að ná efsta laginu.

 

P1150067

Við Snezana kíktum svo í heimsókn í gær til að sjá hvernig gengi. Allt á fullu og verður opnað um mánaðarmótin. Þið sem viljið vera með bás getið samband við Margréti á staðnum eftir helgi.

Annað sem ég gerði í gær og það var að kíkja upp í KA heimili og sjá hvernig nýja verkefnið þar fer af stað. Þið sem ekki vitið um hvað ræðir er að ýmsir aðilar hér í bæ hafa tekið sig saman og bjóða upp á ókeypis heilsurækt fyrir alla.

Þetta er alveg ótrúlega flott framtak. Ýmislegt verður í boði fyrir fullorðna og börn. Opin hús er t.d. fyrir börn tvo daga í viku 1 1/2 tíma í senn seinni partinn, þar sem krakkar geta komið og leikið sér.

Fyrir konur er boðið upp á Jóga tvisvar í viku, leikfimi tvisvar í viku og dans einu sinni í viku. Barnapössun á staðnum. Skíðaganga, Stafaganga, skokkhópar, Krulla og bolta eitthvað. Opið hús í KA heimilinu alla virka daga eftir hádegi. Hádegisverðarfundur á föstudögum, sem ég ætla að kíkja á á eftir. Þarf ég að taka fram að þetta er allt ókeypis.

Um að gera fyrir alla að drífa sig af stað. Það þarf ekki einu sinni að panta, bara mæta á staðinn.

Vá hvað þetta er flott.

Kíki með myndavélina á eftir og set þá inn eitthvað.

Hafið það gott í bili.

 

 

 

 


Bloggarar norðan heiða.Þá er komið að því!

Nú ætlum við að hittast aftur, það var svo gaman síðast.

 Kaffihús bloggara.

 

Við höldum okkur við sama stað, með þeim fyrirvara á að okkur verði hleypt inn. Held samt að allir hafi hegðað sér með sóma síðast.Smile Ætlum þó að breyta deginum og hittast núna á sunnudag.

Sem sagt.

Staðsetning: Kaffi Karolína, Rub 23, Listagilinu

Tími: Sunnudagur 18, jan kl. 16.00

Mig minnir að síðasta auglýsing hafi verið miklu orðfleiri en veit svo sem ekki hvað á að skrifa meira.

Hlakka bara til að sjá alla sem hafa tækifæri til að koma.

Góða nótt

 


Vinkona - ekki vinkona!

Nei nei, þetta var aðvörun og kannski vel meint," sagði Sigurbjörg aðspurð hvort hún hafi litið á orð utanríkisráðherra sem hótun. Meiningin hafi ekki verið að setja fram dylgjur og það sjáist vel þegar hlustað sé á ræðuna.

Einmitt málið. Meira að segja ég var búin að fatta að það gæti snúið svona.Ef vinkona mín gefur mér  ráðleggingar á ég þá að hugsa fyrst að hún sé að hóta mér? Nei, held ekki. Eðlilegt væri að hún væri frekar að vara mig við. Annars væri hún varla vinkona mín.

Eflaust hefur mörgum öðrum en mér dottið þetta sama í hug en bara ekki skrifað um það.

En fólk er bara almennt svo tilbúið að trúa því versta.

Endilega látið ykkur dreyma vel í nótt.


Fjölskyldustund á laugardagskvöldi.

Við hjónin settumst  niður með yngri börnunum og horfði á þáttinn. Vorum með þær væntingar að við gætum skemmt okkur í þennan klukkutíma sem þátturinn tók. Gaman ef  allir gætu haldið með einhverju lagi, helst að hvert lag fengi einn áhanganda. Þetta gekk eftir. Skemmtum okkur ágætlega. Við eldri deildin héldum með Heiðu og verð því að viðurkenna að við skíttöpuðum. Smile Gaurinn valdi Edgar nr. 1 og Heiðu nr. 2. En valkirjan var á hreinu með sitt val. Jóhanna Guðrún nr. 1. og Edgar nr. 2. Svo var hún alveg miður sín yfir því að hafa alveg haft rétt fyrir sér og vildi endilega að ég hefði allavega valið annað þeirra. En ég er svo sem ekkert miður mín yfir þessu.Þessum klukkutíma var vel varið kúrandi í sófanum með eitt til tvö börn í fanginu. Svo fannst mér þær stöllur Ragnhildur Steinunn og standa sig með prýði, fannst þær bara virkilega skemmtilegar. Gaman að sjá þessar gömlu klippur.

Ég ætla ekki að dæma þennan þátt eftir menningarlegu gildi eða tæknilega séð. Hef ekki þekkingu til þess.

Ég dæmi þáttinn bara eftir því sem ég upplifði hann fyrir fjölskylduna. Einkunn: 5 af 5 mögulegum.

Hlakka til næsta laugardag.

 

Svo gleymdi ég að minnast á það að við íslendingar verðum að fylgjast með þeirri dönsku líka, því þar er Hera Björk komin í úrslit. Bara gaman.


mbl.is Jóhanna og Edgar komust áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðasti dagur jóla og fyrsti í afmæli.

Þessi tvö tímamót ná saman hér. Frumburðurinn á nefninlega afmæli i dag. Og vá, hún er orðin 14.

PC190123

Til hamingju með daginn. Wizard Hér er skvísan á jólaballi í skólanum um daginn.

Von er á um 40 manns í mat seinni partinn í dag. Búin að þýða mörg kíló af nautakjöti og fiski. Hefð er komin á þessa veislu hjá okkur. Málið er að þegar við giftum okkur fyrir sex árum síðan , þá var brúðkaupið haldin í Ólafsvík. Það voru svo fáir héðan að norðan sem mættu þannig að ákveðið var að bjóða hér heima líka í mat eins og við vorum með þar. Og slá þá saman afmælinu hjá unglingnum. Fyrir þrem árum breytti ég aðeins til að útbjó fiskrétt líka. Það vakti þvílíka lukku og hefur verið síðan. Annars er þetta eins einföld og fljótleg eldamennska og hægt er. Blandað saman og sett í pott (svona nánast Wink) og sama meðlæti með báðum réttum. En gott er það. Annnars nota ég venjulega alltaf þorsk en á hann ekki til svo ýsan verður að duga. Ég finn muninn en flestir aðrir ekki.

Annars gekk þokkalega vel að koma börnum á fætur í morgun fyrsta skóladag eftir frí. Unglingurinn var vöknuð og komin á ról um sexleytið, fór samt seint að sofa. Smá afmælisspenna í gangi. Valkirjan var sofnuð á frábærum tíma í gærkveldi en byrjuð að brasa hér kl. 2 í nótt og sagðist vera búin að sofa út. Náði þó að sofna aftur í morgunsárið. Það var eftir að við tvær vorum búnar að skipta um rúm nokkrum sinnum og Kisa skildi ekkert í því hvað við vorum eiginlega að brasa. Hún vildi nefninlega endilega knúsa mömmu, (sko valkirjan ekki  Kisa,) en hún er svo heitfeng að það er ekki nokkur leið að sofa með hana í fanginum. Gaurinn fékk að horfa á uppáhaldsþáttinn sinn fyrir svefni í gær,Extreme make over Home edition. Pabbi horfði með honum í þetta skiptið. Hann er með hlutverk á morgnana, fylgir einni nágranna stelpu sem er í fyrsta bekk í skólann. Hann er ekkert smá stoltur af þessu verkefni. Finnst skemmtilegra að vera samferða einhverjum og ekki verra að bera ábyrgð.

Eigiði góðan dag.

 


En við bjartsýnu?

Við vorum ekki mörg spurð.  Þó ég geri mér alveg grein fyrir því að ástandið eigi eftir að vera mjög erfitt fyrir marga á þessu ári,þá kalla ég það ekki svartsýni, heldur finnst mér ég bara vera raunsæ. Það ástand sem verður næstu mánuði er bara uppskera á því sem hefur verið sáð síðustu mánuði. Og það vita flestir hvað það er. En svo er spurningin hverju erum við að sá núna?  Ég trúi því að við , fólkið í landinu höfum mun meira um sáninguna þessa dagana að segja en við höfðum fyrir nokkrum mánuðum.

 Það verður hver og einn að svara fyrir sig en ég ætla að halda áfram að vera bjartsýn og vona og trúa að ég uppskeri eftir því. Er einhver til í það með mér?

Á einhverju blogginu í dag var ég að lesa um Akureyringa og það af hverju þeir séu ekki svona reiðir eins og félagar þeirra í Reykjavík. Og þá af hverju fólk sé ekki að mæta í mótmælagöngur? Þar fannst mér aðalástæðan sem gefið var upp vera sú að við værum dofin ennþá og ekki búin að fatta alvarleikann. Veit ekki hvort þeir séu með eitthvað virkari fattara þarna í höfuðborginni.

Annars voru örugglega ekkert færri að mótmæla hér í dag heldur en í höfuðborginni ef við miðum við hina frægu höfðatölu. Allavega ef við tökum allt höfuðborgarsvæðið. Var annars nokkuð mómælt á fleiri stöðum sunnan heiða? Og þá er spurningin, af hverju eru ekki fleiri að mótmæla?

Ég er með eina kenningu sem mig langar til að leggja fyrir ykkur. Hún er sú að fólk veit ekkert hvað fylgir með í pakkanum að fara út að mótmæla. Það er svo misjafnt hvað fólk vill. Sumir nefninlega vilja Seðlabankastjórnina út en ekkert endilega ríkistjórnina strax. Sumir vilja ríkistjórnina í burtu en vilja ekki strjórnarandstöðuna inn. Sumir vilja meira að segja endurnýjun í öllum flokkum á alþingi en vilja samt halda Steingrími J. inni sem mér skilst að hafi setið allra manna lengst á þingi. Allavega einn af þeim. Svo vilja sumir bara burt með spillingarliðið og hver á eiginlega að dæma hver sé spilltur og hver ekki? Mál vera smá spilltur en ekki mikið? Má hafa stundað þjóðaríþrótt íslendinga að svíkja undan skatti? Og hvað má þá hafa svikið háa upphæð? Má hafa skilið að borði og sæng og flutt lögheimilið heim til mömmu eða Siggu frænku og búið samt áfram með makanum? Hver ætlar að sitja í dómarasætinu með hamarinn?

Svo er önnur spurning. Sú er af hverju hefur fækkað í hópnum? Ég er líka með kenningu þar en bíð með hana til betri tíma.

 

Hafið það gott öllsömul


mbl.is Íslendingar aldrei verið svartsýnni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÆÆ, ekki gleyma klútnum

Af hverju var maðurinn ekki með klút, þá hefði hann komist upp með að segja  hvað sem er.Smile
mbl.is Taldi sér ógnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband