Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Sumarið búið??

Já ætli það ekki. Enda allt í góðu með það. Það kemur sumar eftir þetta sumar.

Eins og kom fram hjá mér um daginn þá á ég tvö ágústbörn. Í gær tókum við okkur til, tvær mömmur í bekk valkirjunnar og héldum afmælisveislu í Kjarnaskógi. Vorum búnar að fylgjast með veðurspá og hún var frábær. Og það sem meira er, hún gekk eftir.

 

Sjáiði bara hvað það er flott aðstaða.

P9050046

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Setið og etið.

 

 

P9050055

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flottar afmælisstelpur.

 

P9050006

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ok mig langar í svona.

 

Mikið gaman hvað foreldrar voru duglegir að koma með börnunum og sátu jafnvel allann tímann.

Enda er það svolítið sérstakt með þennan bekk hvað foreldrar þekkjast mikið.  Flest börnin búin að vera saman síðan í leikskóla og ég held að þeim nýju hafi gengið vel að aðlagast hópnum. Kynjamisrétti í gangi að vísu, bara einn strákur.

Sáum ótrúlega sjón þegar við vorum að leggja af stað heim aftur.

Hvað haldiði að hafi setið upp í tré, ef ekki....

P9050071

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hæna!!!!  Hallóóó, hvað er hæna að gera í Kjarnaskógi?

Væri gaman að heyra skýringuna á því.

Takk fyrir komuna börn og foreldrar.

 


Síðustu vikur.

Ég er að upplifa svipað og á sama tíma á síðasta ári. Svo margt sem þarf að gera að mér dugar ekki sólarhringurinn til þess. Haustverkin að byrja. Mæta á þennan fund þarna og annan fund annar staðar. Eins gott að ég á ekki fleiri börn.

Aðeins búin að kíkja í berjamó. Í fyrsta skiptið sem ég fer bara hér vestan meginn í firðinum en ekki austan. Fór í Glerárdalinn og fékk leiðsögn svona í fyrsta skiptið. Enda veit ég alls ekki hvar ég hefði endað annars.

P8190007

Fór svo seinna í Krossanesborgir og það var líka í fyrsta skiptið sem ég fór þangað.

P8230043

Valkirjan duglega með fötuna sína.

WinkÞegar mætt var í skólann um daginn þurfti ég að sitja allar skólasetningarnar því ég er að byrja þetta árið með börn á öllum deildum og verð það næstu þrjú árin, eða þar til unglingurinn úrskrifast.

P8220018

Komin í 2.bekk. Stundarskráin skoðuð.

P8220022

5.bekkingar á tali.

 

Unglingurinn  komin á unglingastigið.

P8220023

 

Yndislegt veður dag eftir dag.

P8240001

 

Stutt í allt, meira að segja leggja stóru skemmtiferðaskipin rétt við húsið mitt.

P8240005

 

Svona er rifsberjarunninn minn flottur.

 

P8240011

 

Nú er ég mætt á Akureyrarvöku. Fór í bæinn fljótlega upp úr hádeginu, gekk um svæðið og skoðaði hvað væri í boði fyrir gesti og gangandi.

 

Það er í fyrsta skipti sem ég sé svona líf í þessu porti.

P8300015

Var rétt að byrja þegar ég kom.

 

P8300017

Markaðsstemmning á torginu.

P8300018

Áslaug var auðvitað mætt á svæðið til að skemmta sér.

 P8300019

Andinn nærður.

 

P8300021

Siggi kapteinn.

P8300020

Haldiði að ég hafi ekki mætt Unni Maríu bloggvinkonu minni á göngu með strákana sína.

P8300023

Svo kannast ég eitthvað við þessar.

P8300053

Það var margt í boði í bænum þennan dag og í Amaro húsinu var t.d. Sunna spákona að störfum.

 

P8300052

Wally trúður að störfum. Hann er sko með húmör að mínu skapi.

P8300048

Hér sést að fylgst er með af áhuga.

 

P8300055

Hér eru dömurnar komnar á tískusýningu í miðbænum. Tónlistin sem spiluð var með var af Mamma Mia diskinum, svo þær stóðu kyrrar mikið spenntar allann tímann.

P8300059

Einn og einn að fylgjast með.

 

P8300066

Stelpurnar í Amaro húsinu í pásu.

P8300068

Hér er hún Jóhanna Vala safnstjóri Ástarsafnsins á Akureyri að lesa yfir okkur. Náði ekki betri mynd af henni. Hún er nú óvenju hátt uppi þarna.

 

Þegar við gengum í bæinn aftur mætti þessi sjón okkur.

Rosalega flott, en jesús minn, er þeim ekki kalt?

Rómó.is

P8300070

P8300071

 

P8300073

Eins og þið hafið kannski fylgst með í fréttum , þá hafa tvær andanefjur svamlað um hér á pollinum í nokkrar vikur. Á sunnudagskvöldinu gerðum við tilraun til að kíkja á þær. Nenntum þó ekki að bíða lengi, heldur skelltum okkur yfir fjörðinn. Lögðum þar á túrhestabílastæði og gengum niður í átt að sjólbúðunum. Hefði verið gaman að fara niður í fjöru en veit ekki hvort sé fært. Smellti þessari af þeim þar.

 

P8310081

Berglind, gaurinn og valkirkjan.

 

P8310082

Séð yfir til Akureyrar.

:etta er að verða gott í bili.

Hafið það gott um helgina. Það ætla ég að gera.

 

Sjáumst á bloggkaffi á Akureyri á morgun, þið sem getið.

 

 


Var fjör í þínu brúðkaupi?

Sá þetta myndband á síðunni hjá Brynju vinkonu minni. Algjör snilld. Hvar er næsta brúðkaup?

Skemmtiði ykkur vel.


Zodiac merki.

Hvernig stjörnuspeki  er það? Eða hefur það kannski ekkert með stjörnurnar að gera? Veit það einhver?

Ég fékk áðan fjölpóst frá Milla og hann sendi þetta sérstaklega á fólk sem hefur lítið að gera. Bíddu, er ekki í lagi? Mig sem vantar svona tvo tíma í viðbót flesta daga, bara til að gera allt sem mig langar til. En þetta er sem sagt lýsing á stjörnumerkjunum út frá þessari zodiac fræði(eða hvað það er kallað)

Hér kemur sem sagt lýsingin á nautinu:

 

TAURUS - The Tramp


Aggressive.  Loves being in long relationships. 

 Likes to give a good fight for what they want.  

Extremely outgoing.   Loves to help people in times of need.  

Good kisser. 

 Good personality.  Stubborn.  A caring person.  One of a kind. 

 Not one to mess with.  Are the most attractive people on earth!  

 Fifteen years of bad luc k if you do not forward.


Er bara ánægð með flest af þessu.

Vill einhver vita um sig?

Hafið þið það gott


Litla ofurkrútt!

Og hún er frænka eiginmannsins og barnanna þá líka.


Bloggarar á kaffihús á Akureyri!!!

Þá er komið að því. Bloggarar á Akureyri, í nágrenni Akureyrar og þið sem eigið leið um. Við ætlum að gera okkur glaðan dag og hittast á kaffihúsi næstkomandi laugardag.

Staður og stund:

Kaffi Karolína, Listagilinu

Laugardagur 6. sept. kl. 16.00.

Gott væri að þú tækir góða skapið með þér.

Vonum að sem flestir mæti og eigi skemmtilega stund með okkur

Þið sem lesið, endilega setja þetta inn á síðuna hjá ykkur og/eða látið sem flesta vita af, sem áhuga kynnu að hafa.

Takk takk

 


« Fyrri síða

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 201287

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband