Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Sumargaman!

Þó það sé nú ekki beint sumarlegt verðurfarslega hér á Akureyri í augnablikinu þá er nú ýmislegt sem við gerum okkur til skemmtunar.Og sitthvað sem bæjarfélagið býður börnum upp á í sumar fyrir ekki svo mikið pening.

Í síðustu viku var gaurinn á námskeiði sem heitir Sumarlestur.

Alltaf kemur betur og betur í ljós að þau börn sem ná fljótt og vel tökum á lestri standa mun betur að vígi í öllu námi en önnur börn. Með því að hvetja barnið ykkar til að taka þátt í Sumarlestri stuðlið þið að því að það hætti ekki að lesa í sumar og haldi þeirri lestrarfærni sem það öðlaðist í vetur.

Þetta segja aðstandendur námskeiðsins. En auðvitað gerðu þau miklu meira. Heimsóttu fleiri söfn, fengu að gera bát og sigla honum og fl. og fl.

En í dag voru gaurinn og valkirjan að byrja í nýju.

Byggja kofa.

Þetta er mánaðarprógramm, þrír tímar í senn alla virka daga.Fullt af krökkum eða réttara sagt fullt af strákum. Mér skilst að mín sé eina stelpan í hópnum. Henni leist ekkert á það til að byrja með en svo reddaðist það þegar hún vissi að þau mættu taka kofana með heim.

Meiningin er að þau byggi tvo kofa saman. Þannig að þau klári einn og taki svo annan ef tími vinnst til.

Mér líst mjög vel á aðstoðarmennina sem þau fá.

P6300004

Óðinn og Eggert. Kofabyggingarsérfræðingar.

 

 Stoltir smiðir.

P6300002

Afrakstur dagsins. Hornin komin.

Ég set svo inn hérna myndir og þá getiði fylgst með þegar mynd kemur á byginnguna.

Þar til næst


Hið besta mál.

En ætla þó að vona að ekki þurfi að koma til þess hér á landi að það þurfi að fara fyrir þingið. Við þekkjum það hér á þessu heimili hvað það getur verið sárt að vera ekki boðið í 8.ára afmæli. Boðskortin voru borin út á skólalóðinni án þess að kennararnir vissu af því og ekki hikað við að ganga fram hjá tveim á meðan tveim nýju strákunum (sem voru búnir að vera í viku) var boðið. Þetta var sárt.Ég hringdi í mömmuna og það svar kom að honum hafi verið lofað að ráða hverjum væri boðið og hann valdi að bjóða þeim sem hann léki mest við. Einmitt lék mest við alla nema tvo.

Hverngi dettur foreldrum eiginlega í hug að lofa krökkunum að gera  þetta?

Við erum að vísu mjög heppin hér að bæði yngri börnin eiga afmæli í ágúst og þá er alveg tilvalið að halda grillveislu í Kjarnaskógi. Í skóginum er nefninlega tilbúin grill fyrir almenning. Bara að koma með kolin og matinn. Og það höfum við gert. Öllum bekknum boðið. Og í þessu tilfelli með 8. ára afmælið. Hann mætti og hefur boðið mínum síðan. Auðvitað koma ekki allir og ekki allir bjóða okkur en það er þeirra vandamál. En ég held að okkur líði best með þetta svona. Hugsa fyrst og fremst um börnin og hvað er best fyrir þau.

 

Aðeins að breytast með unglinginn þó. Hefur verið gistipartý þar í nokkur ár. Allar stelpur í bekknum koma og flestar gista. 2-3 strákum boðið. En nú í fyrsta skipti var henni ekki boðið í afmælið á neðri hæðinni svo ég býst við hún geri það þá ekki næst. Og allt í góðu, þá verður hún orðin 14. Það verða  þá bara stelpur.

Eigið góðan sunnudag.


mbl.is Barnaafmæli veldur uppnámi í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumar, sumar, sumar og sól, eða þannig.

Alltaf nóg um að vera hjá fjölskyldunni.

 

P6180017

Skruppum í sveitina einn daginn. Ekki er nú heyskapurinn mikill lengur, en þarf þó að ná nógu til að fæða þessar skepnur sem eftir eru. En sjáiði bara útsýnið. Ekkert smá flott.

P6180005

Eiginmaðurinn alltaf í vinnunni.

 

P6180037

 

Eðalvagninn okkar rennur í hlað.

 

Vikan hefur meira og minna farið í þetta tannvesen mitt sem byrjaði um síðust helgi. Börnin hafa gengið nokkuð sjálfala.Svona inn á milli allavega. Sem betur fer hefur unglingurinn bjargað því sem bjargað verður þegar verst er. Dagarnir hafa skiptst niður í þrjú tímabil. 1. Mér líður þokkalega og næ þá að henda í 1-2 þvottavélar, skipt í uppþvottavélinni og jafvel náð að þrífa eitthvað. 2. Er orðin mjög pirruð af einkennilegum verkjum í munni og veit ekkert hvar verkurinn er, hvaðan hann kom eða hvert hann er að fara. Því það leiðir um allt. Þá gefst ég upp og tek verkjalyf. 3.  Ég sef. Því það gerir ég mjög fljótlega eftir að ég tek verkjalyfið. Og samt er ég komin á mjög lítinn skammt núna miðað við fyrst. Ég fór til míns tannlæknis á föstudag og hann setti einhvern óþverra í sárið. Það á víst að hjálpa til við sótthreinsun og svoleiðis. En þvílíkt bragð maður. Unglingurinn sagði að lyktið út úr mér væri sambland af stafasúpu og aloe djús. Hvernig sem svoleiðis lykt er svoBlush Auðvitað líður mér mun betur er fyrstu dagana en mikið er ég að verða þreytt á þessu.

Í dag stóð hverfisnefndin í hverfinu okkar fyrir hátíð.

 

P6280044

Fyrstu gestirnir að koma. Heimir að hita upp fyrir sönginn.

 

P6280050

Mér finnst rigningin góð.

P6280051

Systur og granni ská á móti.

P6280052

Og sólin kom.

P6280056

Eyrarpúkar.

P6280058

Höfuð, herðar, hné og tær.

P6280060

Óskasteinar.

P6280061

Flottur Ingólfsson.

P6280069

Hm... Hafdís? Já trúlega. Jóhanna er á bak við.

P6280070

Félagar á leið heim.Gaurinn og granni úr þarnæsta.

Eru nú orðnar fleiri myndir en til stóð. Vonandi kemur það ekki að sök.

Seinnipartinn var svo farið í afmæli. Lítil vinkona orðin 1.árs. Borðið svignaði í tertum og fínheitum á við meðal fermingarveislu. Takk fyrir okkur Guðrún og Valdi. Og litla Rebekka Rut, til hamingju með afmælið. Birgitta Ösp, stóra systir. Heppin að eiga systur sem er bara eins árs og getur ekki tekið upp pakkana sjálf. Smile

Góður dagur í dag.

Á von á öðrum eins á morgun

 


Tilkomumikið!

Ótrúlega flott að sjá og alltaf gaman að heyra og sjá þegar landanum gengur vel, hvort sem það er hér heima eða í útlandinu. Verst að það fréttist að einhverjir amerískir fjölmiðlamenn eignuðu dönum hann. En það tökum við auðvitað ekki mál. Við viljum eiga okkar menn, sérstaklega þegar vel gengur. Wink
mbl.is Fossar falla í Austurá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líst vel á þetta!

Er búin að bíða spennt eftir ákvörðun. Og verða ð viðurkenna að mér líst mjög vel á Margréti Blöndal í þetta hlutverk. Nú bíð ég spennt áfram , í þetta skiptið eftir dagskránni.
mbl.is Margrét Blöndal stýrir verslunarmannahelginni á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk fyrir að láta mig vita!

Nú get ég setið spennt og fylgst með öllu ferlinu. Wink Ætli það sé hægt að sækja um svona sms þjónustu?  Að þau láti mig vita hvort hafið gengið hjá þeim síðustu nótt.  Svona eins og úrslit boltaleikja. Haldiði að það sé nú munur að geta eytt svartasta skammdeginu í haust í þetta.Smile  Mér á ekki eftir að leiðast. Svo hef ég allt næsta ár í spennu um hvort kynið það hjá verður hjá þeim. ( Ef hitt gengur þ.e.a.s.)  Spurning um að stofna klúbb.Undecided
mbl.is Nýtt Jackson-barn á leiðinni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tannpína!!!

Ömurleg helgi að baki. Tannpína dauðans. Byrjaði seinipart föstudags. Af hverju á föstudegi? Af hverju þann eina dag vikunnar sem er lokað næstu tvo daga á tannlæknastofum? Ekki að fatta það. Var svona að versna á föstudagskvöldinu og tók sterkar verkjatöflur fyrir svefninn. Svaf þokkalega en vaknaði við verki. Það var ekki gaman. Gafst upp um hádegi á laugardag og hringdi á vaktlækni og bað um eitthvað nógu sterkt til að halda mér á fótum og geðheilsunni í þokkalegu ástandi fram á mánudag.  Var komin yfir ráðlagðan dagskammt á laugardagskvöld , sitjandi á rúmstokknum, réri í gráðið, haldandi um bágtið í sjálfsvorkunnarkasti. Ekki gott mál. Kl. þrjú um nóttina gafst ég upp og hringdi í eiginmanninn út á sjó. Varð að tala við einhvern sem vorkenndi mér. Og hann gerði það sem betur fer. En sagði líka: Taktu meira, þú verður að geta sofið. Jú , vissi ég það en var samt hálfhrædd um að vakna kannski ekki aftur ef ég tæki of mikið. En eins og góðri eiginkonu sæmir þá hlýddi ég.Wink Svaf fram á morgun  með hárlubba valkirjunnar í andlitinu. Hún hafði nefninlega horft á "hryllilega" mynd um kvöldið og dreymdi vitleysingana aftur og aftur.

Um leið og fyrsti dópskammtur sunnudags byrjaði að virka settist ég upp í rúminu með símaskránna til að leita að tannlækni á vakt. Bara svo þið vitið það, þá er enginn tannlæknir á vakt á Akureyri um helgar. Byrjaði á að senda mínum sms en fékk ekkert svar. Annað hvort vildi hann sofa út eða hann er í fríi. Spyr hann næst þegar ég hitti hann. Síðan hringdi ég í þau þjónustunúmer utan opnunartíma og neyðarnúmer sem gefin eru upp. Alltaf talhólf.

Tillaga. Tannlæknar á Akureyri taki sig saman og setji upp neyðarvakt. Trúlega nóg að vera bara með deyfiefni og töngSmile

En loksins svaraði einn og mikið var ég ánægð. Var farin að halda að þetta væru samantekin ráð hjá þeim að láta mig þjást fram á mánudag. En ég heyrði strax að hann var á keyrslu. Og ég hugsa strax. Neiiii!!!!  ég trúi þessu ekki en þá segist hann geta gefið mér upp nafn á tannlækni sem er að vinna hjá honum og mér sé velkomið að hafa samband. Ég hefði getað kysst hann hefði hann ekki verið svona langt í burtu. En allavega, ég hringi og mér er sagt að koma kl. 12 á hádegi. Ég treysti mér ekki til að keyra svo ég hringdi í Guggu frænku og bað hana að koma og skutla mér. Er ekki viss um að ég hefði verið til fyrirmyndar í umferðinni. Of margir þríhyrningar.Wink

En ég var sem sagt komin í stólinn upp úr tólf og eyddi þar næsta 1 1/2 klukkutímanum. Og hann boraði og boraði og boraði og boraði enn meira. Ekkert vann á þessu stálpinna. Hafiðið vitað það betra, ég var með stálpinna í tönninni. Man ekkert hvenær var gert við þessa tönn, trúlega þegar ég var unglingur. En þetta var sem sagt þess tíma aðferð við að ganga frá tönn sem þurfti að rótardrepa. En þetta varð líka til þess að hann þurfti að draga hana út í dag. Alveg ótrúlegt hvað ég sofnaði oft í stólnum. Vaknaði við hrotur í eitt skiptið. Var ánægð þegar ég komst að því að það voru mínar, ekki hans. En þetta kalla ég meðmæli með tannlækni.

Seinnipartur dagsins hefur nú ekki verið eins góður og ég bjóst við. Náði þó að borða þessa indælis lambasteik með börninum í kvöld sem við unglingurinn elduðum í sameiningu.

Fer að sofa með þá von í huga að morgundagurinn verði betri. Hann getur allavega ekki orðið verri.

Gleðilega vinnuviku gott fólk.


Hundar og útisamkomur.

Nú fæ ég örugglega hundaeigendur í röðum yfir mig ásakandi mig um að vera hundarasisti, á móti hundum, vond við hunda o.s.frv.

Nú veit ég að Akureyri er ekkert öðruvísi bær en aðrir að því .leyti að  mjög margir eiga hunda og sumir fleiri en einn. Hundarnir eru auðvitað misjafnlega stórir. Allt frá litlu töskudýrunum og upp í stærð á við kálf.

Ég efast ekki um að flest allir þessir hundar séu sauðmeinlausir við réttar aðstæður. Og tek það fram að ég er alls ekki að setja út á hunda, heldur kannski frekar eigendur þeirra. Hvernig dettur fólki í hug að það sé á einhvern hátt jákvætt fyrir hund að vera leiddur inn í  hóp jafnvel hundruð eða þúsunda manna á t.d. 17. júní? Finnst hundaeigendum það virkilega vera ákjósanlegar aðstæður fyrir hundana? Gerir fólk sér grein fyrir því að millistórir og stærri hundar eru með kjaftinn í höfuðstærð barna? Þeirra barna sem eru komin úr kerrunum en með minnst "vit" á að takast á við umhverfið.  Þarf ekki annað en að einhver misstigi sig og stigi óvart á fót hundsins og hvað gerir hundurinn  þá?  Tilfinningin sú sama og hjá okkur, óbærilegur sársauki í smástund. Við mannfólkið , sem betur fer, getum yfirleitt stillt okkur um að hjóla í næsta mann. En hundurinn hefur það ekki. Hann verður bara hræddur, finnur til og verður reiður. Og bregst við því, strax! Ég hef orðið vitni að svoleiðis.

Ég var að lesa blogg áðan hjá manni sem fór á 17.júní hátíð í Garðinum minnir mig að hann hafi skrifað og þar var urmull af hundum, af öllum stærðum og gerðum. En svo sá hann skilti við útganginn þar sem stóð að hundar væru bannaðir. Grin

Ég hefði gaman af því að vita hversu margir hundar hafi verið á gangi í miðbæ Akureyrar í gær. Og á meðan ég man, sá Lúkas ekki en held hann hafi það bara gott heima hjá sér.

Og þessir sem ég sá voru misstórir, allt upp í Scheffer og grænlenskir sleðahundar. Veit ég vel, þeir eru fallegir en passa þeir virkilega í miðbæinn á 17.júní?

Af hverju viljum við bíða eftir að eitthvað gerist? Getum við ekki bara skilið þá eftir heima á svona  dögum?

Hvað finnst ykkur?

Góða nótt og dreymi ykkur vel


Hvað er??????

Nýyrði sem ég sá fyrst eftir uppgöngu ísbjörns nr. 2.

Spurning dagsins er því:

 Hvað er kaffihúsanáttúruverndarsinni?

Endilega komið með ykkar hugmyndir

 


Að kvöldi 17.júní.

Þetta er búið að vera nokkuð merkilegur dagur.Vöknuðum um níuleytið og í tilefni dagsins fóru ég og þau yngri í bað(gerum það svona á tyllidögum).Wink Vorum því löngu til í slaginn þegar klukkan nálgaðist 13.00 og dagskráin átti að byrja í Lystigarðinum.Við lögðum bílnum  hjá Menntaskólanum og löbbuðum þaðan.  Nú er börnin mín orðin svo stór og ég hugsaði mér að nú væri fyrsta skipti sem ég þyrfti ekki að hafa nokkrar áhyggjur af því að einhver týndist. En vitið menn. Þegar skrúðgangan byrjaði voru þau öll týnd.Ég hringdi í unglinginn og þá var hún búin að týna þeim líka og hún var sú eina af þeim með gemsa. Jæja við ákváðum að ég myndi bíða og hún færi fram fyrir og leitaði þar. Hún kom aftur og engin börn. Ég ákvað því að stytta mér leið og þar fann ég þau. Valkirjan alveg miður sín að vera  búin að týna mömmu. Við sprettum svo úr spori og náðum  að fylgja þeim síðustu. Það var ekkert gaman svo við ákváðum að stytta okkur leið og fórum niður kirkjutröppurnar. Það var frábær hugmynd.

Þarna erum við alveg á ná þeim.

P6170009

Enduðum svo inn í bæ í miðju fjörinu. Fullt af fólki og skemmtiatriði á sviði. Skátatívolíið á sínum stað með allskonar þrautum og hoppuköstulum. Mjög gaman fyrir krakkana. Fórum á kaffihús og fengum borð út við gluggann svo við gátum horft úr á lífið.

Þarna skoða þau auglýsingu í Eymundsson.

P6170011

 Hittum fullt af fólki sem við þekkjum. Hálfur bekkur valkirjunnar var þarna svo hún hafði nóg að gera. Hittum nokkra sem voru með okkur á Tenerife um daginn. Skrýtið að sjá þau á heimavelli. Krúttlegt að sjá Valkirjuna og Helgu Maríu knúsast. Þær voru svo ánægðar að sjá hvor aðra.

Ég labbaði svo upp í Menntaskóla eftir bílnum og smellti þá þessum rétt á meðan ég kastaði mæðinni í brekkunni.

 P6170014

 

P6170012

Eins og venjulega var borðað úti á þessum degi. Og urðu Hlöllabátar fyrir valinu. Gaurinn gæti lifað á þeim. Finnst þeir alveg æðislegir.

Alveg frábært hvað það er löng pása á milli dagsskrár að deginum og svo að kveldi. Það gefur þreyttum foreldrum tækifæri til að fara heim og slaka á og kíkja á fréttir og svona. Fékk svo símtal utan að sjó með fréttum að ísbirninum. Að hann eða réttara sagt hún væri dauð. Gott að engin slys urðu á fólki þar. Vonandi  erum við, fólkið í landinu búin að læra hvernig við eigum  að bregðast við svona löguðu, bara ekkert að vera að koma nálægt. Og svo er það stjórnvalda að setja upp einhverskonar plan yfir það sem snýr að þeim.

 Dagskráin í kvöld var alveg frábær. Sigríður Klingenberg var soltið spes en því áttum við nú von á. En hún var fín og höfðaði sýndist mér ágætlega til barnanna. Gunni og Felix eru nú alveg sér á báti. Eins og maður er búinn að horfa mikið á þá í gegnum tíðina. Á Stundina okkar, á videospólur og á flestum hátíðum hér norðan heiða.Svo söng unglingurinn meira að segja inn á eitt lag með Felix um árið. Marko Polo. Þar voru þau á deildinni hennar með.En aftur með hversu frábærir þeir eru.  Held að það sé best að orða þetta bara svona þó svo að ég drekki ekki. Þeir eru svona eins og gott rauðvín, verða bara betri með aldrinum. Krakkarnir þekkja þau öll. Eru svo fáir skemmtikraftar sem svo stór aldurshópur þekkir. Mér sýndist þeim öllum finnast þeir frábærir. Við mömmurnar stóðum svo á hliðarlínunni og fylgdust með.

Hvanndalsbræður stigu á stokk og skemmtu sér og öðrum eins og þeirra er vona og vísa. Bara flottir.

P6170021

Kvöldið endaði svo á þeim hátíðlega viðburði þegar nýstúdentar ganga  í bæinn. Alltaf jafnflott að sjá.

Börnin eru svo sofnuð núna með bros á vör. Mamman þó nokkrum þúsundköllunum fátækari eftir daginn en þá höfum við bara fisk oftar í matinn.

Góðar stundir

 

 


Næsta síða »

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband