Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Myndablogg á mörkum vors og sumars.

Sumarið er á leiðinni til okkar eins og allra hinna. Ég er svo montin af brúnkunni minni.  Hef aldrei verið svona fljót að ná lit áður. Þökk sé Tenerife á síðasta ári.

Maí mánuður er uppfullur að uppákomum tengdum skólanum. Sl. fimmtudag tóku  5. bekkingar og fjölskyldur þeirra sig til og fórum við til Hríseyjar.

DSCF1599

Systkinin um borð í ferjunni.

 

DSCF1603

Keyrt um eyjuna.

 

DSCF1621

Búskapur.

 

DSCF1651

Fyrir þá sem halda að ísskeið hafi verið fundin upp fyrir nokkrum árum.

 

DSCF1653

Krakkarnir fengu að máta sig við gömul skólaborð.

 

DSCF1657

Hver þekkir söguna um Þorstein sem veiddi í soðið af bakkanum og notaði til þess þennan flugdreka og þess rúllu?

 

DSCF1658

Þarna fórum við að borða í hádeginu.

 

DSCF1660

Helluland þar sem Dísa og Jón foreldrar í bekknum eiga sumarhús. Þarna fengum við að halda til á milli atriða.

 

DSCF1661

Dísa, húsmóðirnin á heimilinu með kaffi í krús. Logi brasmundur kominn í feitt.

 

DSCF1673

Stutt á Hríseyjarhátíð.

 

DSCF1677

Takið eftir, þessi er gangfær.

 

DSCF1682

Beðið eftir matnum.

 

DSCF1684

Góður er sopinn.

 

DSCF1687

Alltaf gaman í sundi.

 

DSCF1698

Hrísey kvödd

 

DSCF1708

Horft með andtakt á Jhonny dangerously

Þar með lauk þessum skemmtilega degi. Takk fyrir okkur öll og þó sérstaklega bloggvinkona mín Dísa, húsmóðir í Hrísey. Gott er að eiga góða að.

Hafið það gott um helgina.

 

 


Nú verður fróðlegt að fylgjast með!

Hver skildi fá stöðuna? Fær sá stöðuna sem nefnin mælir með, eða einhver annar? Ef það verður einhver annar þá mæli ég með að hætt verði að skipa í þessar nefndir og það verði bara geðþóttaákvörðun ráðherra hverju sinni hver sé valin/n. Vel á minnst, hver velur í þessar nefndir?

 


mbl.is Stefán hæfastur til að gegna starfi rektors
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjasta æðið?

Ekki í fyrsta skipti sem maður heyrir af svona í gegnum tíðina. Man samt ekki eftir að hafa séð tilmæli frá landlækni áður. En hef heyrt af læknum sem ekki hafa viljað gera blóðrannsókn áður en sjúklingurinn byrjar á einhverju prógrammi eða í meðferð sem er óhefðbundin.

Svo er spurning hvort fyrirtæki getur farið fram á það að fólk fari í blóðrannsókn án þess að hafa samið við einhvern sem getur gert rannsóknina.

Mér finnst alveg sjálfsagt að hægt sé að fá þessa rannsókn en finndist sanngjarnt að maður borgaði eitthvað gjald ef þetta væri "bara að gamni" en ekki vegna rannsóknar hjá lækninum. Málið er að þetta á eftir að aukast til muna á næstunni. Nú er fólk nefninlega að uppgötva að það var ekki Jónína Ben sem "fattaði upp á" þessum meðferðum í Póllandi, heldur voru þær til staðar og á fleiri stöðum en hún fer á. Nú fer fólk að flykkjast þangað á sjálf síns vegum, sem er auðvitað frábært. Það gerir líka miklu fleirum mögulegt að komast, svona fjárhagslega.


mbl.is Neita ber beiðnum um blóðprufur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnihlutinn áberandi.

Það hefur farið nokkuð mikið fyrir þessum 10 % síðustu vikur. En svona er þetta. Mér finnst það nú alveg ótrúlegt að fólk skuli ekki láta það eftir sér og horfa á lagið, bara svona til að halda með okkar fólki. Ég t.d. hef engan áhuga á fótbolta en ég gæti alveg horft með öðru á landsleik í sjónvarpi, ef einhver minnir mig á. Ég gæti alveg hugsað mér að fara á landsleik ef ég væri stödd í Rvík sama dag. En að ég fari að sitja yfir öllum leikjum, það er af og frá.

Hafið það gott í dag.


mbl.is 83% þjóðarinnar fylgdust með Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggarahittingur norðan heiða.

Hvernig er eiginlega með þetta fólk, fær það aldrei nóg af hvert öðru? Nei, það virðist ekki vera.

Meiningin var að halda grillpartý á Laugum hjá henni Dóru 6. júní. Það er ekki hægt þá helgi, því við sjómannskonurnar komumst að því að þetta væri sjómannadagshelgin. Og ef ég ætti að velja á milli þess að fara út að borða með eiginmanninum eða í grill á Laugum, já þið vitið hvað ég myndi velja.

Því partýji ætlum við því að fresta þangað til tveim vikum seinna eða 20. júní. Dóra, verður snjórinn ekki örugglega farinn þá? Wink Segi svona.

Það er ekki nokkur leið að við getum sleppt því að hittast í millitíðinni svo að meiningin er að koma saman um næstu helgi eða laugardaginn 16. maí.

Sami staður eða Kaffi Karolína í Listagilinu.

Verðum þó með þetta aðeins fyrr svo Eurovision aðdáendur hafi nægan tíma til að undibúa kvöldið

og byrjum því kl. 15.00

Nýjir þáttakendur velkomnir.

Hlakka til að sjá ykkur


Myndablogg

Sælt veri fólkið.

Ætlaði að setja inn myndir frá því í dag en komst svo að því að ég átti fullt af myndum sem ég gleymdi að setja inn um daginn. Set þær núna en hinar seinna.

P4140011

Svona hefur Kisa  það gott eftir að hundurinn hvarf af heimilinu.

 

Eins og ég hef minnst á áður þá sömdum við hjónin við börnin sl. haust um að ekki yrði farið í utanlandsferð þetta árið, heldur myndum við fjárfesta í stóru trampólíni.

Það var keypt nú um daginn og eiginmaðurinn fenginn til að setja það saman.

P4190016

Svona fékk pabbi góðar móttökur þegar hann kom heim af sjónum. Auðvitað vildi Arabia vera með.

 

En svo var hann sendur út í vinnu.

P4200017

Vá, hvað þetta er stórt.

 

P4200018

Tinna og Arabia að heilsast.

 

P4200019

Stína (ná)granni að heilsa uppá.

 

 

 

P4200023

Gaurinn og Arabia að taka nokkur spor.

 

P4200028

Kisa að kíkja á kassann.

 

P4200029

Þokkalega ánægð, systkinin.

 

P4210035

Bekkjarfélagar unglingsins.

 

P4210039

 

Er nokkuð gaman?

 


Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband