Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Hvenær er best?

Þetta gera u.þ.b. 375 þús. ísl.

Þegar ég átti mitt fyrsta barn var ég einstæð. Ég var skrifuð inn 30.desember. Ég vildi endilega bíða með að eignast barnið þangað til eftir áramótin. Var ég þá með velferð barnsins í huga. Það myndi allt vera mun auðveldara fyrir það( svona fyrstu árin) sem elsta barn í hópnum, þó það væri ári yngra, heldur en að vera það yngsta og því minnst þroskaðasta.

Það var ekki fyrr en eftir að ég fór að skoða réttindi mín í sambandi við barnabætur og barnabótaauka sem ég hugsaði með mér að fjárhagslega hefði nú aldeilis verið betra að eignast stelpuna mín fyrir ármót. Ég eignaðist hana 6. jan. sem var 6 dagur í barnabótatímabilinu og þurfti því að bíða fram á næsta ársfjórðung með að fá þær. Ég eignaðist hana 6 dag ársins og þurfti því að bíða í 18. mánuði eftir barnabótaaukanum. Ef ég hefði eignast hana 30. des. eins og ég var skrifuð inn hefði ég fengið barnabætur strax frá og með ármótunum og barnabótaaukann 9 mánuðum seinna eða um haustið sama ár. Er ekki frá því að þetta gæti verið svipuð upphæð og verið er að tala um þarna. Ég hefði sko alveg getað notað þessa peninga þarna á fyrstu mánuðum. Hugsa með úffi til þess tíma. En þegar ég var komin með réttinn eftir 18 mánuðina var ég komin í sambúð með núverandi manninum mínum og missti því réttinn sjálfkrafa aftur. En það var í góðu. Margir aðrir þurft meira á því að halda en ég.

Þannig að auðvitað getur það skipt miklu máli fjárhagslega hvenær þú fæðir barnið þitt en mikið er ég fegin í dag að hafa ekki verið búin að skoða þetta áður en ég eignaðist hana. Í dag er hún 15. að verða 16. og okkur finnst alveg frábært að hafa afmæli á þrettándanum.

En þetta minnir mig á að hún fer að fá æfingaleyfi. Þar kemur annað úff. Wink

 


mbl.is Reyna að fæða fyrir tímann til að fá evrur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byrja aftur

Hef ekki bloggað neitt að ráði svo mánuðum skiptir. Koma þar aðallega tvær ástæður til. Fyrst ber að nefna fésbókina. Ég, eins og svo margir aðrir duttu niður í hana. Allt var svo fljótlegt. Þú sást fólkið á skjánum og gast spurt og svarað nánast í beinni. Auðvitað er það ótrúlega sniðugt. Önnur ástæðan er sú að ég skellti mér í skóla aftur eftir 30 ár í burtu.

Það tók virkilega á að byrja aftur og ég gerði mér eiginlega ekki grein fyrir því fyrr en á öðru ári, eða í haust, hvað það var virkilega erfitt fyrir heilabúið að fara aftur í gang. Ég sá fyrir mér gamlan Farmal kubb sem þurfti að snúa í gang. Hikstaði nokkrum sinnum og þurfti svo að fínstilla áður en í gang komst. Drapst jafnvel á honum einu sinni eða tvisvar áður en hann hékk inni. En ég finn breytinguna, finn að þetta er auðveldara með hverri önninni.

Ég byrjaði á því að taka íslensku og stærðfræði. Í raun gekk mér mjög vel í íslenskunni en var þó í vandræðum með að rifja upp allar þessa reglur sem btw þótti sjálfsagt að allir vissu. Flestir höfðu jú verið í 10 bekk árið áður. Stærðfræðina vissi ég að væri best að taka sem fyrst. Mér gekk alltaf illa í stærðfræði í grunnskóla, skildi hana aldrei. Fannst hún því leiðinleg. Hef því upplifað það með börnunum mínum að geta ekki aðstoðað þau við heimanámið.

Það sem gerðist þarna í stæ 193 hjá Kjartani var að það opnaðist nýr heimur fyrir mér. Ég skildi allt í einu algerbu og almenn brot, svona upp að vissu marki. Ég skildi nógu mikið til að geta hjálpað syni mínum, sem var í 6. bekk þá. Honum fannst nú ekki verra að vita að ég væri að læra þetta á sama tíma og ég væri að kenna honum. Og glotti þegar hann sá kvikna á perunni hjá mér.

Þetta með stærðfræðina fékk mig til að hugsa. Hvað ætli það séu margir foreldrar í sömu stöðu og ég var þá? Fela vankunnáttu sína í fórnarlamba/sjálfsvorkunnar/yfirlýsingaglöðu hlutverki. Aumingja við foreldrar sem getum ekki hjálpað börnunum okkar við heimanámið. Wink

Á seinni önninni í fyrra tók ég svo meiri íslensku. Þar þurfti ég heldur betur að taka á. Ljóðagreining!!!  Í mínum huga er það algjört torf. Kvíði fyrir því þegar þarf að taka hana aftur. Opnaðist þar annar heimur fyrir mér sem ég hef annað hvort alveg gleymt eða ekkert lært um áður og það er Goðafræðin. Uppgötvaði þar helst hvað nöfn á mörgu í kringum okkur tengist goðafræðinni.

Í haust ákvað ég að skipta um gír. Tók þá ensku og sálfræði. Mikið er ég ánægð með að hafa tekið tvo áfanga í íslenskunni áður. Hefði verið hrikalega erfitt að rifja bæði upp allar reglurnar og læra líka nöfnin á ensku í leiðinni. Gekk fínt í báðum áföngum og fékk fínar einkunnir. Átti þó að sumu leyti auðveldara með enskuna. Fannst svo margt rökrétt þar. Gat horft á setningar fyrir framan mig og vitað af hverju þetta átti að vera svona en ekki hinseigin. Vissi kannski ekkert alltaf af hverju en þetta dugði til.

Í sálfræðinni uppgötvaði ég af hverju það skiptir svona miklu máli að vistunartakkinn virki. Eins og þeir sem hafa tekið sal 103 vita þá gengur þá áfangi út á að þekkja stefnurnar og mennina á bak við þær, tilraunirnar og niðurstöðurnar. Ég kannaðist við flest nöfnin, flestar stefnurnar, flestar tilraunirnar og jafnvel flestar niðurstöðurnar líka en að raða því saman... ja við getum orðað það svoleiðis að þá fór að vandast verkið. Vistunartakkinn minn(save) er eitthvað að klikka. Ég skellti mér á námstækninámskeið sem skólinn bauð upp á. Þar lærði ég frábærar aðferðir sem virkilega hjálpuðu mér. Eins og bara það að hafa með sér rissblað í próf. Það reddaði alveg einu enskuprófinu hjá mér. Þar átti ég að vita muninn á orðunum: Rise, raise og arise. Bara það að skrifa niður orðin á blað virkaði til að ég vissi muninn.

Nú eftir áramót tek ég aftur stærðfræði og svo einhverja af sálfræði, uppeldisfræði eða félagsfræði. Sé til hvenær að deginum fögin eru í boði. Vil vera komin heim um hádegi.

Læt þetta duga í bili. Finn að það er góð æfing að setjast niður og leggja heldurnar á lyklaborðið.

Góðar stundir.


Þeir byrja snemma

þarna út með firði. Ég á eina níu ára og er að reyna að sjá fyrir mér föður minn (sem er á níræðisaldri) taka hana með sér á rúntinn og lofa henni að drípa í. Nehh ekki alveg.

 


mbl.is Níu ára ökumaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki sama

hvort það er Jón eða séra Jón. Venjulega þykir  betra að vera séra, en ekki nú. Nú berast fréttirnar um að manngreyjið hafi sofið yfir sig landa á milli bar af því að hann er "séra".

Vandlifað í þessum heimi. Wink


mbl.is Presturinn svaf yfir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugmynd fyrir lögregluna.

Spurning um að fara frekar að vara kindurnar við. Gæti verið að það virkaði betur?Tounge
mbl.is Ekið á 134 kindur frá því í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband