Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Stór helgi í Norðurporti.

Aldeilis mikið um að vera hér á Akureyri um helgina. Ég elska svona helgar þegar allt er á fullu.

Við í Norðurporti ætlum að starta  helginni með stæl.

Tailenskt kvöld.

 Stelpurnar sem hafa verið niðurfrá eru búnar að standa í eldamennsku frá því í gær.  Frétti af þeim í dag í Bakkahlíðinni, þær voru einar 10 á kafi í pottunum. Ég fór með þeim að versla svo ég veit hvaða kræsingum við megum eiga von  á. Enda stóðum við fyrir Taílensku þjóðarkvöldi, Útlendingafélag Eyjafjarðar, á meðan það var og hét. Ég er sko ekki búin að gleyma hvað margt af þessu smakkaði frábærlega.

Nánar um þetta á: www.nordurport.is

 

Svo verður auðvitað markaðurinn opinn. Ég ætla að aðstoða við matinn þannig að unglingurinn verður í básnum okkar. Þar verðum við með notuðu fötin, var einmitt að fá meira í kvöld af notuðum fötum. Svo var ég að byrja með um síðusta helgi boli,  venjulega frá Fruit of the Loom. Þeir sem þekkja merkið vita hvað bolirnir eru góðir, háskólaboli, poloboli og svo lady fit spes fyrir þessar með mitti. Ullarsokkar og vettlinga. Postulínsdúkkurnar eru farnar að týna tölunni. Tvær seldust strax um síðustu helgi og mikið búið að spyrja um þær.  Baby  born fötin sem hún Harpa mín er með. Valkirjan mín lánaði henni dúkkurnar sína sem model. Harpa ætlar einmitt að leysa mig af á laugardag og sunnudag.

Svo er það bókin til styrktar byggingar mótorhjólasafnsins hér á Akureyri.

Veit ekki hversu margir vita um þessa framkvæmd.

En þú getur séð nánar um það á: www.motorhjolasafn.is

En í Norðurporti ljái ég þessu framtaki aðstoð mína  og er að selja bókina

Þá riðu hetjur um héröð - 100 ára saga mótorhjólsinns á Íslandi.

Endilega kíkið á bókina hjá mér eða inn á heimasíðuna hjá þeim köppum á mótorhjólasafninu.

Ýmislegt annað í boði hjá mér. Sjón er sögu ríkari.

 

Sjáumst um helgina.

 

 


Með þeim skemmtilegri.

Þetta kallar maður að láta koma sér skemmtilega á óvart. Aumingja konan þegar þegar þetta uppgötvaðist.

 

Annars er ég í vandræðum með að finna jákvæðar fréttir þessa dagana. Þær einhverneigin týnast í öllu kaðrakinu.

 

Hafið það gott.

 


mbl.is Óskað eftir neyðaraðstoð vegna hláturkasts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli og brandari

Fleiri spakmæli

 

Kjaftakindur og rógberar leggja eld að öllum húsum sem þau koma í.

                                                                       Ókunnur höfundur

 

 

Einn gamall á léttum nótum.

Framsýni.

  Sumargestur í borg við Miðjarðarhafið spurði hótelstjórann:

  -Er loftið hérna heilnæmt?

  - Hvort það er! Það er svo heilnæmt að hér deyr ekki nema einn maður á dag.

  Þá varð gesturinn áhyggjufullur á svipinn, og spurði:

  - Veistu, hvort hann sé dáinn, þessi sem deyr í dag?

  


Nokkur orð um kjaftasögur.

Mér áskotnaðist bókarkorn hér einn daginn. Hún er ekki stór að ummáli eða þykk en ansi mikla visku ber hún í formi spakmæla um kjaftasögur.

Ætla ég að setja eitt hér inn.

 

Rógurinn er að því leyti frábrugðinn annarri rangsleitni, að sá sem kemur honum af stað á þess aldrei kost að bæra fyrir það tjón sem hann hefur valdið.


Úff, hvar stend ég eiginlega?

Ég sem sagt ólst upp með 7 bræðrum og á enga systur. Þetta er þá skýringin á því hvað ég fékk oft að heyra að ég þyrfti að tala um allt. Þeir hefðu betur hlustað meira á mig.Wink  Þá væru þeir kannski allir svo jákvæðir og hamingjusamir í dag. Þá meina ég meira en þeir eru.Best að bulla ekki meira, þeir gætu frétt af þessum skrifum.

Góða nótt


mbl.is Systur skapa gleði en bræður kvíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband