Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Jákvæð neeeeh. Fyndin já.

Ef þessi fær mann ekki til að brosa út í , ja allavega annað.

 

Verð að viðurkenna að er það er ekki alltaf auðvelt að finna jákvæða frétt hérna, þið kannski sendið á mig nokkra svo ég haf á lager.


mbl.is Heimskasti glæpamaður Pennsylvaníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með þetta!

Svona viljum við að staðið sé að veitingu ríkisborgarréttar. Nr. 1 er að kunna tungumálið.  Skemmtilega fjölbreyttur hópur.


mbl.is Nítján fá ríkisborgararétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað jákvætt

Rann yfir fréttirnar á mbl og fann enga jákvæða sem mér leist á svo hér kemur gamalsdags brandari.

 

 

         Búðarþjónninn í krambúðinni var að taka náttföt upp og setja þau í hillur frammi í búðinni. Bóndi einn stóð og horfði á búðarmanninn eins og naut á nývirki.

- Hvað er nú þetta? spurði hann.

- Þetta eru náttföt.

- Náttföt? hváði bóndinn. Til hvers notar maður þau?

- Til þess að vera í á nóttunni, svaraði búðarmaðurinn. Viltu kaupa eins og ein?

- Hvað ætti ég svo sem að gera við þau, svaraði bóndinn fullur fyrirlitningar, ég fer ekkert á nóttunni, nema í rúmið.

Og þá er best að ég fari sömu leið.


Stórtækir í Ameríkunni!

Þessi er nú að toppa alla pappírspésana okkar samanlagt.

Ekki það að við vissum auðvitað að þetta er ekkert einsdæmi á Íslandi. Það eiga eftir að koma í ljósa pésar í mörgum öðrum löndum.


mbl.is Fer ekki auralaus úr starfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær tímasetning!!

Svona á að gera þetta. Látta fólk aðeins finna fyrir þessu. Get eittmitt ímyndað mér að aðrir í kring hafi verið stressaðri en móirin.En mikið ofboðslega er þetta fallegt barn.

Til hamingju foreldrar.


mbl.is Var ekkert stressuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skiptir um viku.

Ég hef ekki við að skipta um viku, hef ég sagt þennan áður? Vitiði það, ég verð sjötug áður en ég veit af.

Ég man samt ekki hvað ég gerði í vikunni, nema bara sumt. Er þetta aldurinn eða......

Fékk þó að upplifa aldeilis frábæra tvo daga í skólanum hjá börnunum. Það eru haldnir Smiðjudagar einu sinni á ári. Er í tvo daga, fram að hádegi. Þá fá börnin að velja sér stöðvar og læra eitthvað skemmtilegt.

Einhverjir fóru í Kjarnaskóg og grilluðu pylsur, aðrir heimsóttu slökkvistöð, bjuggu til páskaföndur, voru í förðun og snyrtingu, íþróttum, kofasmíði, leikfangagerð, fjöruferð, tilraunastöð, slökun. ljósmyndahópi, stuttmyndagerð o.fl. 

Við, foreldrar fengum sent bréf áður þar sem þeir sem  sáu sér fært voru beðnir að aðstoða. Ég vissi að ég væri ekkert sérstakt að gera þessa tvo daga og bauð ég því fram hjálp mína. Fékk svo sent bréf nokkrum dögum seinna þar sem ég var spurð hvort ég gæti hugsað mér að aðstoða við stuttmyndagerð? Úbbs, ef það er eitthvað sem ég kann ekki þá er það stuttmyndagerð. Ég er ein af þeim sem er með fullt að forritum í tölvunni sem ég kann ekkert á. En maður segi náttúrulega ekki nei, maður kyngir bara, brosir og segir: Já, já, ekkert mál. Ég skal aðstiða við það.

Svo kem ég á svæðið. Veit ekki alveg af hverju, trúlega þó vegna óbilandi bjartsýni kennarans fékk ég einn hóp og átti að fara með hann og gera eitt stykki stuttmynd. Já takk, ég redda því. Auðvitað fengum við smá leiðbeiningar en fórum svo inn í eina stofuna og héldum af stað.

Þvílíkt fjör sem við höfðum þar, Í mínu lið voru fjórir krakkar: Ein prinsessa úr 2.bekk, tveir strákar úr 3. bekk og svo 1. úr 5.bekk. Þau voru svo ólík en öll svo flott. Við byrjuðum á setjast niður og þau völdu sér hvað þau vildu og það voru fyndnar fjölskyldumyndir. Völdu þau sér svo hlutverk og svo var þrammað upp á búningasafn og búningur valinn. Það var misjafnt hversu margar upptökur þurfti við hvert atriði, sum bara einu sinni og önnur oftar. Hver upptaka skoðuð og séð hvað betur mátti fara.

Inn á milli gekk ég svo um skólann og heilsaði upp á börnin. Valkirkjan mín valdi kofasmíðina. Veðursins vegna stoppaði ég minnst hjá henni. Gaurinn minn tók þátt í gerð pappírsfugls. Honum fannst það ekkert smá gaman.

 

P3260002

Þegar börnin í 2. bekk mættu í skólann skildu þau  ekkert í því hvað væri komið i stofuna þeirra. Búið að var raða öllum mögulegum og ómögulegum umbúðum af heimilinu á langt borð og þar átti að fara fram leikfangagerð. 

 

P3260004

Kennir ýmissa grasa.

P3260006

Kennararnir Gígja og Hrafnhildur að undirbúa gerð pappírsfuglsins.

 

Segiði svo að að sé ekki gaman að vera kennari.

P3260013

Rannveig og Ragnheiður Lilja.

 

P3260014

Fleiri kennarar í stuði. Elva , Gígja og Svanhildur.

 

P3260046

Hér er verið að troðafuglinum út úr stofunni.

 

P3260049

Hrafnhildur að snurfusa hana.

 

P3270063

Þarna er búið að mála hana blessaða. Einhver hafði plokkað í vinstra brjóstið á henni og því var ákveðið að.....

 

P3270078

að hún fengi hjarta. Komin kórónu og hálsmen.

Frú Odda.    Og gaurinn minn stendur hjá.

 

Þetta var nú það helsta í  myndum. Annars átti ég náttúrulega að vera að vinna þarna, svo ég gat ekki verið alltaf í myndatökum. Ég gat t.d. ekki tekið myndir af unglingnum, þar sem hún var að læra um umhirðu og snyrtingu húðarinnar annað daginn og umhirðu hárs seinni daginn. Hefði verið gaman að sjá það. Svo er ég ekki með mynd af hópnum mínum, var spurning um að við sendum inn til Jónsa í Fyndnar fjölskyldumyndir eitt atriðið. Við skoðum það.

En mikið voru þetta skemmtilegir dagar. Ég gleymdi frímínútum og meira að segja krakkarnir mundu ekki eftir þeim fyrr en nokkrar mínútur voru liðnar. Svona var gaman hjá okkur.

Þetta er ágætt í bili.


Ein jákvæð í lok dags.

Grímsvötn í áttunda sæti, kemur okkur svo sem ekki á óvart.  Eða hvað?  Kemur það kannski okkur almenna borgaranum á óvart? Erum við eitthvað að gleyma náttúruundrunum í kringum okkur? Þeir sem lásu bloggið mitt sl. sumar komust að því að ég hafði aldrei komið í Dimmuborgir eða Laufás síðan börnin mín fæddust.Og samt er svo stutt fyrir okkur að keyra í Mývatnssveitina að þetta er  hinn ágætasti sunnudagsbíltúr. Ég er ekki nema hálftíma út í Laufás og samt hafði ég aldrei farið með börnin á vinnudagana þar sem eru að boðstólum annað slagið allt sumarið. Hvernig er með tónleikana sem eru haldnir í virkjunum, ja allavega hér norðanlands í júní? Er ekki málið að muna eftir þeim núna, í júní, ekki í ágúst eins og síðasta sumar.

 En á sama tíma og við höfðum keyrt alltof lítið hérna í svona eins dags ferðalags fjarlægð, þá erum við búin að fara kringinn i kringum landið einu sinni og nokkur skipti í góðærisferðir til útlanda.

Við ákváðum í haust að fara ekki í utanlandsferð nú í sumar (mikið varð ég fegin þegar kreppan skall á) og kaupa heldur alvöru Trampolín. Nógu stórt til að unglingurinn geti skemmt sér. Valkirkjan ætlar að keppa á ólympíuleikunum seinna meir í æfingum á Trampolíni, svo ekki seinna vænna er að fjárfesta í einu slíku, svo hún geti farið að æfa sig.

Annars hafa það flestir hér eins ágætt og þeir vilja.

Vona að eins sé með ykkur


mbl.is Grímsvötn á lista merkilegustu eldfjalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er virkilega eitthvað hægkvæmt?

Hef stundum verið að hugsa um það.  Sanngjarnt / ekki sanngjarnt?  Veit að það er ekkert sanngjarnt við það að fólk sem á í raun nóg fyrir sig og sína og getur borgað af lánunum sínum um hver mánaðarmót óháð kreppu, fái niðurfellingu.  Það þarf ekki á þessu að halda. En hvað er sanngjarnt við það að fólk sem hefur ætt áfram í bulli og eytt umfram eignir, tekið lán á lán ofan fyrir einhverju nýju og fínu sem það langar til að eiga?  Þarna erum við kannski að tala um 20% á hvorum enda. Það þýðir að 60% eru eftir. Í hvaða stöðu eru þeir? Og hver ætlar að taka að sér að setja línuna? Segja til um hvoru megin þessi og hinn er? Það getur munað mjög litlu á yfirborðinu en sé stórmál fyrir fjölskylduna. Það þarf að meta hvern og einn fyrir sig. Hvað ætli það kosti, í upphæðum og tíma?

Er til eitthvað sem er sanngjarnt fyrir alla?

Mín tilfinning er sú að það sé alveg sama hvað sé gert, hvaða ákvörðun sé tekin, hún er alltaf ósanngjörn eða óhagkvæm fyrir einhverja.

Hvað finnst þér?


mbl.is Niðurfelling skulda óhagkvæm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blessuð tengdó er jákvætt

Það var erfiðara nú en flesta daga að finna jákvæða frétt. Kannski líka vegna þess að ég hef ekki gefið mér tíma til að lesa yfir allar fréttir dagsins.

Það hlýtur nú samt alltaf að vera jákvætt að vera viðurkennd/ur af tengdapabba.

Ekki satt?

 


mbl.is Fær blessun tengdaföður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sparnaður í kreppunni.

Það hlaut eiginlega að koma að því að framleiddir væru svona skór. Nokkuð stór póstur í heimilibókhaldinu að kaupa skó 1-2 á ári.

Jákvætt


mbl.is Skórnir vaxa með börnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband