Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
16.10.2008 | 22:34
Kominn tími á nýtt.
Veit ekki með ykkur en ég var orðin hundleið á að sjá alltaf færsluna um Jarp þegar ég opnaði síðuna mína. Hef bara einfaldlega ekki gefið mér tíma til að skrifa. Hef verið að sinna andlegum hugðarefnum í vikunni. Farið á eitt námskeið hjá Rauða Krossinum. Frábær upprifjun. Veit ekki hvort ég hef minnst á það að ég starfa sem sjálfboðaliði þar og hef gert í nokkur ár.
En þeir sem ekki vita þá er ég heimavinnandi húsmóðir í fullu starfi og Herbalife dreifingaraðili í hlutastarfi. Herbalife vinnan gerir mér mögulegt að vinna að heiman, ég skipulegg vikuna sjálf og get þar að leiðandi leyft mér að taka að mér sjálfboðaliðastörf. Alla mánudagsmorgna svara ég í símann fyrir félagasamtök hér í bæ og sinni mun meira starfi fyrir þau samtök þegar á þarf að halda, eins og núna um helgina. Enda verður mjög gaman hjá okkur þá. Búin að fá að vera með í skipulaginu og fæ svo að hitta allt fólkið þessa þrjá daga.
En áfram með Rauða Krossinn. Það er alveg ótrúlega gefandi að starfa þar. Ég er mest í þeirri deild sem kallast heimsóknarvinir. Það þýðir að ég tók að mér aðila út í bæ, heimsæki hana einu sinni í viku, klukkutíma í senn. Sit og spjalla, fer út að ganga eða með hana í búðina, bara það sem hentar hverju sinni. En flestir held ég fara bara í heimsókn og halda fólkinu selskap í þennan tíma. Auðvitað eru mjög margir sem sinna þessu án þess að gera það í nafni einhverra félagasamtaka og það er bara frábært. Hugsiði ykkur bara hvernig það væri ef allir svona þokkalega venjulegt fólk tæki að sér að heimsækja manneskju sem liði illa, væri einmana, væri veik, ætti erfitt með gang eða hvað sem er einu sinni í viku, klukkutíma í senn? Vá ég get alveg séð fyrir mér hvað myndi gerast.
Námskeiðin sem okkur sjálfboðaliðunum er boðið upp á eru líka mjög fróðleg. Væri gaman að vita hvort einhver sem les þessi skrif hafi farið á sálrænt skyndihjálparnámskeið. Ég fór á eitt svoleiðis í fyrra og fékk svo upprifjun núna í vikunni. Það er mjög gott að læra aðeins um hvað gerist þegar fólk lendir í svona hremmingum eins og eru að ganga yfir landann þessa dagana. Og hremmingar eru það, alveg sama hvort við höfum kallað það yfir okkur eða ekki. Þetta námskeið fékk mig líka til að líta orðið kreppa allt öðrum augum. Þetta krepputal fór í taugarnar á mér áður en ekki lengur. Kreppa þarf ekki endilega að þýða það sem hún var hér áður fyrr. Stigsmunurinn er mikill en kreppa má það heita. Kreppa er í raun bara röskun á annars stöðugu ástandi.
En nóg um það. Ég ætlaði alltaf að setja inn mynd sem ég tók af unglingnum og bekkjarsystrum hennar. Þær eru nefninlega í hljómsveit sem Siggi kafteinn stjórnar. Ég skrapp í heimsókn einn daginn og smellti þessum myndum af.
Unglingurinn minn, trommarinn.
Rafmagnsgítarleikarinn og hljómsveitarstjórinn. Bassaleikarinn er í fríi.
Söngkonurnar.
Flottar stelpur, gangi ykkur vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.10.2008 | 20:54
Jarpur að draga í land!!
Fann þetta á vísi.is
Forsætisráðuneyti Gordons Brown hefur sent sendiherra Íslands í Bretlandi bréf þar sem dregið er í land frá digrbarkalegum yfirlýsingum ráðherrans í liðinni viku. Vopnuð lögregla sveimar í kringum sendiráðið vegna hótana.
Það hefur mætt mikið á sendiráðsstarfsmönnum í Lundúnum en í kvöld barst viðurkenning frá Downing-stræti á því að Gordon Brown hefði hlaupið á sig í síðustu viku. Nú er verið að draga í land. Í yfirlýsingunni segir að eignafrystingin sem gerð er á grundvelli hryðjuverkalaga eigi eingöngu við um Landsbankann, ekki um önnur fyrirtæki í eigu Íslendinga í Bretlandi.
Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Íslands í Lundúnum, segir að visslulega sé verið að draga í land. Þá segist hann aldrei hafa lent í öðru eins og þegar holskefla símhringina skall á sendiráðinu og reiðir Bretar helltu úr skálum reiði sinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.10.2008 | 00:12
Læðist um gólf.
Aðeins skýrsla fyrir svefninn. Ég þori varla að anda hérna. Nýbúin að lesa í svefn sex stykki sjö ára prinsessur. Allar verðandi ja, allavega forsetar, ef ekki bara forsætisráherrar.
Ýmislegt búið að ganga á í kvöld. Mjög gaman hjá þeim.
Valkirjan sem sagt með fimm bekkjarsystur í stelpupartýji og allar fengu að gista. Byrjaði með að unglingurinn bauð upp á grænan fordrykk. Þær máluðu sig svo.
Einir foreldrar komu með af því mamman ætlaði að aðstoða við baksturinn en endaði auðvitað með að þau borðuðu með okkur.
Við bökuðum pizzur, hvað annað? Litlar og þær fengu svo að velja hvað átti að vera á þeim. Algjör snilld, ekkert mál með að þessi vill ekki þetta og hinn vill ekki hitt.
Með pizzunum fengu þær svo rauðan drykk.
Þegar leið að svefni tók til andlitshreinsun. Það tók sinn tíma en gekk að lokum.Allar fóru hreinar og fínar í rúmið.
Getiði ímyndað ykkur hvað hægt sé að rökræða langan tíma um hvar ég á að vera og hvar hin á að vera? Það voru sex og sex rúmstæði í boði.Endaði með að þrjár vildu vera á einum stað og tvær á einum.Hm..... Ég lét þessar 3 sem vildu vera á sama leggjast ofan á hvora aðra. Spurði svo hvort þeim þætti þetta gáfulegt. Neeei eiginlega ekki. Ein þeirra færði sig í rúmið og hinar tvær lágu hlið við hlið.
Hér liggja þær tilbúnar að fara að horfa á High School Musical.
Jóhanna, valkirjan, Birgitta, Berlind, Katrín María og Berenika.
Það var miserfitt að sofna. Ég ákvað að lesa fyrir þær og það virkaði sko vel. Meira að segja þessi við áttum jafnvel von á að myndi fara heim stóðst ekki lestöfra mína.
Nú ætla ég að leggjast á bæn og biðja þess að þær allar sofi alla nóttina og ekkert trufli þær.
Annað. Ég sá að það höfðu komið rétt fyrir kl. tólf 59 gestir á síðuna mína í dag. En flettingar væru 540. Er það ekki ótrúlegt? Veit einhver hvað er að gerast þarna? Getur verið að þessir séu allir að lesa að meðaltali 9 færslur á síðunni minni? Hmmmm......
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
10.10.2008 | 23:35
Nytjamarkaður Hjálpræðishersins taka 2.
Ætlaði að vera búin að skella þessum myndum fyrir en gaf mér bara ekki tíma fyrr en núna. Fór aftur seinni partinn í dag. Missti að vísu af tískusýningunni ef fékk tónleika í staðinn.
Þetta kallar maður ánægðan viðskiptavin. Anna Dóra í góðum gír.
Líf og fjör í afgreiðslunni.
Hva, viðgerðarsþjónusta? Einar getur nú ýmislegt.
Dorte, Rannvá og Siggi.
Ég setti inn ósk í færslunni frá því fyrr í dag að ég fengi að heyra þau Rannvá og Sigga taka lagið, og mér varð að ósk minni. Tók smá upp á video sem ég ætla að reyna að setja inn hérna. Mér hefur ekki tekist að setja inn video áður.
Það var aldeilis hægt að gera góða kaup þarna. Ég borgaði 600 krónur fyrir pokann og í honum var hettujakki á unglinginn, flott há stígvél á valkirjuna, flottur leðurjakki sem við ætlum að gefa vini okkar sem er 7 ára og geggjað flott leðurkúrekastígvél á Birnu, 10 ára vinkonu sem var með okkur. Hún er meira að segja búin að ákveða að vera kúreki á öskudaginn.
Þannig að allir fóru sáttir. Fundum þó ekkert á gaurinn.
Hafið það gott um helgina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.10.2008 | 14:01
Standa í lappirnar!
Rétt hjá henni. Flott kona. Gangi ykkur öllum vel.
Eitt sem ég hjó eftir hjá henni. Starfsmenn eiga/áttu margir hverjir hlutabréf í bankanum og voru jafnvel með erlend lán. Hljómar ekki vel. Vonandi tóku þeir ekki erlent lán fyrir hlutabréfunum.
Og annað, bara reið við ríkið en ekki eigendur, bruðluðu þessir eigendur eitthvað minna en hinir?
Bara að spekulera hérna.
![]() |
Bankamenn í tilfinningarússi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.10.2008 | 11:56
Akureyringar og gestir. Nytjamarkaður Hjálpræðishersins opnar í nýju húsnæði í dag.
Má til með að láta ykkur öll vita að Hjálpræðisherinn á Akureyri var að flytja með markaðinn sinn í nýtt húsnæði. Hjalteyrargötu 1 (þar sem Límmiðar Norðurlands voru).
Þau opnuðu kl. 10.00 í morgun og strax þá byrjaði fólk að mæta á svæðið, enda hægt að gera kjarakaup.
Undibúningur
Kíkt í heimsókn
Skoða, skoða.
Vantar þig blússu?
Vá flottur sjónvarpsskápur. Var það ekki svona skápur sem frúnnar voru að kaupa í Míru á þvílíkar pening. Sá að þessi kostaði 10.000. Gjafverð.
Og svo allt smádótið,fullt af því.
Svo er það kaffihornið.
Ég náði mynd af þeim nokkrum sem voru að máta í skódeildinni, en því miður var myndin svo upplýst að ég set hana ekki inn.
Þetta er svona það helsta sem var að gerast í morgun. Eftir hádegi verður boðið upp á tónlist. Gleymdi bara að spyrja nánar út í það. Hér með panta ég að Rannvá taki lagið. Ekki verra ef Siggi væri með henni.
Það verður opið í dag til kl. 18.00 held ég. Breyti því á eftir ef þarf.
Ég kíki svo inn þar eftir hádegi með börnin og næ fleiri myndum þá.
Eigiði góðan dag í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.10.2008 | 08:22
Er þetta gott mál?
![]() |
Vilja kaupa Glitni í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2008 | 08:20
Leggjum í gullleiðangur.
Það væri nú alveg eftir öllu öðru, að forsætisráðherra Bretland viti ekki af öllu gullinu okkar.
Spurning hvort við viljum geyma það þarna áfram.
![]() |
Gull Íslendinga í Bretlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2008 | 23:00
Stjörnuspáin í dag.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.10.2008 | 20:41
Er þetta líka okkar?
![]() |
Hrun á Wall Street |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
-
alberta
-
amsa
-
anitabjork
-
annambragadottir
-
arniarna
-
atvinnulaus
-
dagny65
-
baldher
-
bestalitla
-
binnag
-
daggardropinn
-
drum
-
duna54
-
egillsv
-
godinn
-
gunnurr
-
frost
-
heidathord
-
himmalingur
-
hk
-
ingabaldurs
-
jakobk
-
jeg
-
jodua
-
jokapje
-
jonaa
-
juljul
-
kafteinninn
-
krummasnill
-
landsveit
-
lauola
-
ljosmyndarinn
-
maggatrausta
-
magnolie
-
neytendatalsmadur
-
mammann
-
osland
-
rannug
-
ringarinn
-
roslin
-
sifjan
-
58
-
snjokall
-
strumpurinn
-
tara
-
topplistinn
-
ziggi
-
zeriaph
-
vala
-
vogin
-
jona-maria
-
kolbrunj
-
gattin
-
gledibankinn
-
robertb
-
bjarnijonsson
-
ernadua
-
curvychic
-
gillimann
-
minos
-
hordurj
-
naflaskodun
-
joklamus
-
vallyskulad