2.11.2009 | 09:32
Alveg að fara í gang.
Góðan dag hér á fallegum degi á Akureyri. 4 gráður í - í morgun. Veturinn aðeins að minna á sig. Annars er óskaplegt myrkur þessa dagana. Vorum að koma heim hér á laugardagskvöldið, ég og börnin og fannst okkur hann ansi svartur.
Lítið hef ég bloggað nú síðustu mánuði. Eins og svo margir er ég föst á Fésinu. Þar hef ég fundið fólk, gamla vini og kunningja út um allan heim. Er virkilega gaman að endurnýja kunningsskapinn. Var t.d. að tala við hana Heiðu frá Dalvík í gærkveldi. Hún býr í bandaríkjunum og hefur búið í yfir 15 ár minnir mig. Hún var að koma því í verk að fá sé skype og því gátum við spjallað eins lengi og við vildum án þess að hugsa um kostnað. Þvílíkur munur.
Ég tók upp á því í haust að skella mér í skóla. Byrjaði í VMA. Tek til að byrja með 6 einingar eða tvær námsgreinar. Íslenska og stærðfræði varð fyrir valinu. Mikið var nú skrýtið að setjast á skólabekk aftur eftir 30 ár. Ég byrjaði í 102 í báðum greinum en komst svo að því að stærðfræðin var of erfið fyrir mig og færði mig í 193. Það voru góð skipti. Ég hef nægan tíma og er því best að ná grunninum eins vel og ég get. Er ég búin að komast að því að það að fara í stærðfræði 193 er það gáfulegasta sem ég hef gert lengi. Alveg sama þó ég fari ekki áfram þá á þessi önn eftir að nýtast mér mikið í sambandi við heimanám hjá börnunum. Ég gat aldrei aðstoðað elstu mín eftir að hún fór í 7. bekk. Núna aftur á móti er ég búin að læra smávegis um flest það sem kennt er í grunnskólanum og er því mun betur undirbúin til að aðstoða strákinn þegar hann fer svo í 7. á næsta ári. Mín ráðlegging er sú að allir þið foreldrar sem hafið tök á og langar til að efla sjálfstraustið í sambandi við stærðfræðina og viljið getað aðstoðað börnin ykkar við heimanámið endilega takið eina önn í framhaldsskóla. 193 er léttasta námið og það dugar langa leið.
Það er búið að vera virkilega skemmtilegt að glíma við íslenskuna. Ég kveið fyrir því að lesa heila bók og þurfa svo að taka krossapróf upp á einar 40 spurningar minnir mig. En það fór vel . Við erum svo búin að læra heilmikið í ritgerðarskrifum t.d. taka viðtöl og breyta þeim í ritgerð. Þetta er eitthvað sem hentar mér vel. Svo þegar kemur að t.d. ljóðagreiningu þá fer í verra. Mér finnst það ægilegt torf. Er þó aðeins farin að skilja þetta en svo á eftir að koma í ljós hvernig mér gengur á prófi.
Krakkarnir sem eru með mér í tíma eru flest 16. ára og gætu því verið börnin mín miðað við aldur. Ég var smá stressuð fyrst en svo hefur held ég bara gengið mjög vel. Það er þó bara að hafa áhrif í íslenskunni þar sem við vinnum ekkert í hópvinnu í stærðfræðinni. Þetta eru auðvitað allt meira og minna frábærir krakkar. Þó er þarna einn sem ég væri til í að hann fattaði að heimurinn snúist ekki um hann einan. Tengingarnar við suma krakkana eru skemmtilegar. T.d. er ein stóra systir bekkjarbróðis sonar míns. Önnur er svo dóttir gamallar skólasystur minnar.
Ég gæti sagt margar skemmtilegar sögur af náminu en ætli ég láti það ekki bíða betrri tíma. Nema jú að ég er mjög ánægð með báða kennarana sem ég fékk. Ekki það að þau eru örugglega öll mjög góð en auðvitað er misjafnt hvað passar hverjum.
Læt þetta dug í bili. Er svo stolt af því að hafa drifið mig af stað aftur í skrifin. Er alveg viss um að bloggskrifin hér síðasta ár er búið að hjálpa mér mikið í íslenskunni.
Hafið það gott í dag og aðra daga.
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad
Athugasemdir
Þú ert bara dugleg kæra mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.11.2009 kl. 10:07
Gaman að fá góðan pistil, þú átt endilega að skrifa sem oftast. Nám er skemmtilegt, ég fór fyrir nokkrum árum en varð að hætta því ég þoldi ekka þessa föstu setu í tímum. Notarðu ekki púkann þegar þú skrifar hér inn? ég skrifa mjög góða íslensku en nota samt stundum púkann, ég er svo pössunarsöm á málfarið mitt, finnst það skipta miklu máli. Kær kveðja í norðrið fagra.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.11.2009 kl. 13:20
Takk fyrir innlitið stelpur. Vonandi hefur þú átt góðan dag Milla mín.
Ásdís: Nei, ég hef ekki notað púkann einfaldlega vegna þess að ég hef ekki lært það . Það er nú ekki flóknara
Anna Guðný , 2.11.2009 kl. 18:30
Frábært að heyra... en í sambandi við stærðfræðina... ég er stúdent (kláraði stúdentinn í 2007) og tók nokkra stærðfræði áfanga, en OMG ég kann EKKERT.. get ekki einu sinni hjálpað Brynju !!!
Sifjan, 2.11.2009 kl. 19:26
Í alvöru? Bara það sem ég er búin að læra núna hefur hækkað sjálfstraustið mitt um 500 stig. Agla Rún er að hjálpa mér núna. Ég ætla svo að taka 293 eftir áramót og svo hugsa ég að ég bíði í eitt ár og taki svo 102 á sömu önn og hún. Verður örugglega gott að hafa einhvern með sér. Ég er samt búin að lofa að vera í annarri stofu en hún.
Anna Guðný , 2.11.2009 kl. 19:52
Flott hjá þér að fara í skóla !!!
Jónína Dúadóttir, 3.11.2009 kl. 07:52
Anna, frábært að drífa sig í nám, það opnar alltaf á eitthvað að þurfa að einbeita sér.... ég kláraði nú 102 um árið og segi eins og Sifjan ég kann EKKERT í stærðfræði, það er nú líklegast af því að mér fannst hún frekar leiðinleg og er með fiskaheila s.s. man lítið.... En til hamingju með þetta held að þú endir kannski á því að verða rithöfundur, hver veit.
Herdís Alberta Jónsdóttir, 4.11.2009 kl. 08:52
Anna, til hamingju með þessa ákvörðun um skólagönguna.
Það er ekki bara að þú munir geta fylgt barninu þínu betur eftir í náminu, heldur er þetta svo gaman.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 09:35
Dísa og Sif: Ég er ekki að tala um stærðfræði 102. Ég verð ekki til umræðu um það námssefni fyrr en eftir 2-3 ár. Ég er nú bara í 193 og hef það fínt þar.
Sigrún og Ninna: takk fyrir innlitið
Anna Guðný , 4.11.2009 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.