Leita í fréttum mbl.is

Verð að viðurkenna

að ég fékk nettan sting þegar ég heyrði þessa frétt fyrst. Það hljómar alls ekki vel að hafa dottið ofan í sprungu. Þá rifjast upp fyrir mér þegar gamall vinur minn féll ofan í sprungu en fannst aldrei aftur. Sem betur fer  í þessu tilfelli þá náðist strákurinn upp. Og þetta leiðir hugann að björgunarsveitunum okkar. Ég held að ansi oft þá gerum við okkur ekki grein fyrir því hversu heppin við erum að hafa þessar sveitir. Það er ekkert (sem ég hef heyrt um) sem þeir eru ekki tilbúnir til að fara og gera til að bjarga fólki í neyð. Ég viðurkenni að það var ansi oft sem ég undraðist og jafnvel hneykslaðist á því hvað sumu fólki datt í hug að gera, margar sögur höfum við heyrt af rjúpnaskyttum sem okkur finnst hafa hegðað sér kæruleysislega. Aldrei hef ég þó heyrt björgunarsveitarmann hneykslast, alltaf eru  þeir tilbúnir. Nokkrir þeirr hafa meira að segja komið hér inn á bloggsíðurnar og róað niður neikvæða umræðu.

Mér líður vel vitandi af þessu sveitum reiðubúnum  ef ég þarf einhverntímann á þeim að halda.

Hafið það gott í dag

Er farin í Norðurport í básinn minn. Var að fá í sölu flott handklæði. á frábæru verði líka. Endilega kíkiði.


mbl.is Dreng bjargað úr jökulsprungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Já, mesta mildi að hann hafi bjargast!

Jóhanna Pálmadóttir, 28.6.2009 kl. 12:27

2 Smámynd: GunniS

afsakið, en hvað er fólk að þvælast á slóðum þar sem himindjúpar sprungur eru ? 

en með rjúpnaskytturnar,. ég fór að ganni einu sinni á námsekið hjá björgunarsveitunum til handa rjúpnaskyttum, sem er fyrir mér kurteisleg leið til að hneikslast á þeim.  og alveg ótrúlegt að menn sem þvælast á fjöll eins og rjúpnaskyttur kunni ekki einu sinni á áttavita áður en þeir fara af stað.

GunniS, 28.6.2009 kl. 14:17

3 Smámynd: Anna Guðný

Eftir því sem við höfum heyrt þá eru velflestir sem fara á fjöll, hvort sem það eru rjúpnaskyttur, göngufólk eða jeppa/sleðafólk mjög vel undirbúin undir þeir ferðir. En eins og allstaðar, þá eru undatekningar. Og það eru auðvitað þeir sem eyðileggja fyrir hinum., því miður.

Anna Guðný , 28.6.2009 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband