Leita í fréttum mbl.is

Með ólíkindum ef satt reynist.

Íslenska þjóðin er búin að taka út refsinguna fyrir því að þessir peningar séu ekki til. Ekki nóg með það, heldur er meira að segja mökuleiki á að þetta hafi verið besta ákvörðunin í stöðunni.

Fram hefur komið að 123 breskar sveitarstjórnir áttu yfir 920 milljónir punda, jafnvirði 175 milljarða króna, á reikningum hjá Landsbankanum, Glitni og Kaupþingi.

Sunday Times hefur eftir Paul Carter, formanni bæjarráðs Kent, sem átti nærri 50 milljónir punda á íslenskum bankareikningum

Ástæðan fyrir því að við vorum með svona mikið lausafé inni á bankareikningum var sú, að við seldum mikið af hlutabréfum fyrir 18 mánuðum þegar verið var í hámarki. Við höfum verið gagnrýndir fyrir að leggja féð inn í íslenska banka en nú er útlit fyrir að við hefðum tapað mun meira fé ef við hefðum haldið fénu bundnu í hlutabréfum," segir Carter við blaðið 

Er það bara mér sem finnst eitthvað athugavert við að sveitarstjórnir séu að gambla með peninga sveitungana í erlendum bönkum?

Af hverju skyldu þeir hafa gert það ? Jú, gamla góða græðgin, ekkkert annað. Ég sé lítinn mun á hegðun þessa Paul Kent og íslensku pappírspésana,  eini munurinn eru upphæðir.

Ég reyndi að fylgjast vel með fréttum um það hvort einhverjir breskir fjármálastjórar eða sveitastjórar sveita sem áttu innstæður í íslensku bönkunum væru látnir bera einhverja ábyrgð. Og ég las eina frétt á öllu þessu tímabili þar sem sagt var frá því að einhver sveitarstjóri hefði verið látinn taka pokann sinn. Kannski veit einhver annar meira. Trúlega hafa þeir verið ( eins og margir íslendingar) svo uppteknir af því að kenna öðrum um, íslendingum í þessu tilfelli, því þá þurftu þeir ekki að taka ábyrgð á eigin hegðun.

Ég óskaði þess nett í nokkrar sekúndur eftir að ég las fréttina að við gætum bara neitað að borga því þeir væru búnir að dæma heila þjóð án dóms og laga. Stundum er góð tilfinning að vera bitch, en bara  smástund.

Annars er ég bara góð.

 


mbl.is Óvænt fé í íslenskum banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gaddur

Er barasta alveg sammála en bara í smástund.Kv

gaddur, 19.4.2009 kl. 02:15

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Við getum ekki neitað að borga skuldir okkar og mikilvægt er að komist verði að samkomulagi við Breta um hvernig við fáum að haga greiðslunum yfir langt tímabil.

Hilmar Gunnlaugsson, 19.4.2009 kl. 03:36

3 Smámynd: Anna Guðný

Hilmar: Lastu út úr færslunni minni það að ég vildi ekki að við borguðum? Vona ekki. Staðreyndin er samt sú að búið er að dæma okkur fyrir að gera það  ekki. Svo er þetta auðvitað ekkert öruggt fyrr en það er komið.

Anna Guðný , 19.4.2009 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband