Leita í fréttum mbl.is

Fúlar á móti

Má til með að setja inn nokkur orð um þessa sýningu, þar sem við mæðgur fórum að sjá hana í kvöld. Ég var búin að heyra eitthvað af henni og aðalatriðið var að hún væri bráðfyndin. Þess vegna fórum við, til að hlægja. Og við hlógum, heilmikið. Þær eru snillingar þessar konur: Helga Braga, Edda Björgvins. og Björk Jakobs.

 Þarft þú á hlátri að halda í líf þitt? Ég veit að það eru margir. Jafnvel enn fleiri núna en venjulega. Það er þessi sýning málið. Konur: Ég mæli með að þið komið lítið sem ekkert málaðar, allavega með tárheldar snyrtivörur. Og takið með ykkur bréf til að þurrka tárin. Smile

Ég þekkti fullt af fólki þarna í kvöld. Kom mér á óvart hvað það voru margir af Svalbarðsströndinni en svo kom í ljós að þarna var heilt kvenfélag á ferðinni. Svo var hópferð úr Bárðardal og hitti ég þar frændfólk.

Nú skora ég á þá sem hafa ekki séð sýninguna en langar að fara á bráðskemmtilega sýningu og fá að hlægja, þá endilega skellið ykkur.

 

96E5CC7F9986

Þarna eru þær skvísurnar.

Góða nótt og ljúfa drauma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já þær eru frábærar

Jónína Dúadóttir, 18.4.2009 kl. 06:49

2 Smámynd: Bailey

Langar að sjá þessa sýningu.  Hef hlustað á Eddu halda fyrirlestur í skólanum hjá dóttur minni og grét af hlátri þar.  Svona sýning er þá örugglega alger krampahlátur

Bailey, 18.4.2009 kl. 11:30

3 Smámynd: Erna

Þetta er frábær sýning ég hló mikið  Í hléi sagði dóttir mín við mig....Þetta passar eiginlega allt við þig   og ég.... vissi að hún sagði satt !!!! 

Góða helgi Anna mín

Erna, 18.4.2009 kl. 11:38

4 Smámynd: Sifjan

Við Brynja erum að fara í kvöld með hópi af frábæru fólki... foreldrum hetjanna... en Hetjurnar er félag langveikra barna á Norðurlandi :=)

Bara gaman... 

Sifjan, 18.4.2009 kl. 12:24

5 Smámynd: Anna Guðný

Ásgerður,  þið Finnur farið bara saman og bjóðið eiginmanninum mínum að koma með ykkur. Þetta er meiriháttar sýning.

Sif: Góða skemmtun, þú átt ekki eftir að verða fyrir vonbrigðum

Auður: Bara skella sér norður.

Erna: Mín hafði nú meiri áhyggjur af því hvort ég myndi hlægja svo hátt að ég yrði henni til skammar.

Hafið það gott elskurnar.

Anna Guðný , 18.4.2009 kl. 20:50

6 Smámynd: JEG

Það er alltaf gaman að fara í leikhús ......maður hefur bara ekki tíma í slíkt og bráðum varla efin á .....fékk sjókk þegar ég sá miðaverðið á Sannleikann úffff...... sæll.

knús og kveðja 

JEG, 19.4.2009 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband