27.3.2009 | 23:52
Ein jákvæð í lok dags.
Grímsvötn í áttunda sæti, kemur okkur svo sem ekki á óvart. Eða hvað? Kemur það kannski okkur almenna borgaranum á óvart? Erum við eitthvað að gleyma náttúruundrunum í kringum okkur? Þeir sem lásu bloggið mitt sl. sumar komust að því að ég hafði aldrei komið í Dimmuborgir eða Laufás síðan börnin mín fæddust.Og samt er svo stutt fyrir okkur að keyra í Mývatnssveitina að þetta er hinn ágætasti sunnudagsbíltúr. Ég er ekki nema hálftíma út í Laufás og samt hafði ég aldrei farið með börnin á vinnudagana þar sem eru að boðstólum annað slagið allt sumarið. Hvernig er með tónleikana sem eru haldnir í virkjunum, ja allavega hér norðanlands í júní? Er ekki málið að muna eftir þeim núna, í júní, ekki í ágúst eins og síðasta sumar.
En á sama tíma og við höfðum keyrt alltof lítið hérna í svona eins dags ferðalags fjarlægð, þá erum við búin að fara kringinn i kringum landið einu sinni og nokkur skipti í góðærisferðir til útlanda.
Við ákváðum í haust að fara ekki í utanlandsferð nú í sumar (mikið varð ég fegin þegar kreppan skall á) og kaupa heldur alvöru Trampolín. Nógu stórt til að unglingurinn geti skemmt sér. Valkirkjan ætlar að keppa á ólympíuleikunum seinna meir í æfingum á Trampolíni, svo ekki seinna vænna er að fjárfesta í einu slíku, svo hún geti farið að æfa sig.
Annars hafa það flestir hér eins ágætt og þeir vilja.
Vona að eins sé með ykkur
Grímsvötn á lista merkilegustu eldfjalla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad
Athugasemdir
Fer ekki í utanlandsferðir nema ég þurfi... fór í fyrra til Gautaborgar til að vera viðstödd þegar dóttir mín útskrifaðist sem félagsráðgjafi Fer í hálendisferðir af því að ég virkilega þarf þess... alveg nauðsynleg uppfærsla fyrir sál og líkama... en bara á sumrin
Jónína Dúadóttir, 28.3.2009 kl. 07:22
Fer ekki í utanlandsferðir nema ég þurfi...
Verð að viðurkenna að þetta er í fyrsta sinn sem ég sé einhvern segja þetta og meina það.
Ég hef nefninlega aldrei verið pínd til að fara til útlanda, það hefur sko alltaf verið af fúsum og frjálsum vilja sem ég hef farið.
Hef aldrei farið í hálendisferð, er óstjórnlega bílhrædd utan alvöru vega. Spurning hvort ég breytist eitthvað í ellinni.
Hafðu það gott, hugsum til þín í dag
Anna Guðný , 28.3.2009 kl. 13:37
Það er skammarlegt hvað við höfum ferðast lítið um Ísland, segi það sama og Jónína, dauðfegin að "hafa afsökun" að fara ekki erlendis í sumar. Vonandi getum við fjölskyldan séð meira af Íslandi, þó innanlands ferðalög og eldsneyti kosti nú sitt líka.
Auður Proppé, 28.3.2009 kl. 15:58
Grímsvötnin eru ókei, en hvers vegna minnist enginn á Fjaðrárgljúfur?
Baldur Hermannsson, 28.3.2009 kl. 22:39
Baldur: Það er góð spurning, ég hef aldrei heyrt um þetta gljúfur.Þú kannski segir okkur hvar það er.
Auður: Auðvitað komast ekki allir í ferðalag, hvort sem það er innanlands eða utanlands en allavega sem komast leggi svolítið meiri áherslu á landið okkar
Anna Guðný , 29.3.2009 kl. 00:34
Ja hérna, ég fer til úttlanda ef ég get og hef gaman af, en ég á eftir að ferðast um vestfirði og það er næst á skrá. Ég hef einu sinni komið í Laufás á svona vinnudag, og svona 3 í Mívarnssveit. Var að tala um síðustu 9 ár. Og svo gifti ég mig í Laufási 2000, ekki má gleyma því.
Knús til þín.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 29.3.2009 kl. 01:32
Ollana, það er eitt af undrum hversdagsins hve fáir Íslendingar kannast við Fjaðrárgljúfur. Þetta er einn af fallegustu reitum landsins. Þú verður að fara þangað í sumar. 15 mínútna akstur frá Kirkjubæjarklaustri - í vestur og síðan norður.
Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 07:43
Já, ég er sammála því að við þurfum að leggja meiri áherslu á landið okkar og þá fegurð sem við eigum hér.
Auður Proppé, 29.3.2009 kl. 08:19
Ég vildi að ég ætti svona val, trampólín eða utanlandsferð. Þar sem mig langar ekkert í trampólín yrði utanlansferð fyrir valinu hjá mér
Eigðu góðan dag Anna mín og takk fyrir síðast
Erna, 29.3.2009 kl. 10:12
Dúna: Takk fyrir innlitið. Ég ætla einmitt að taka mig á með Laufás. Fór einn dag í fyrra og var mjög gaman. Svo ætla ég í Laxárdalsvirkjun á tónleikana ef ég bara man.
Baldur: Ég hef einu sinni farið hringinn með fjölskylduna. Man ekki alveg allt þarna fyrir austan sem þýðir að ég á eftir að koma aftur. Set þá Fjarðárgljúfur á listann: Verð að sjá.
Auður mín: Takk fyrir fallegt bréf. Kallar á minnst vesen að hafa þetta svona. Ætlaði inn á síðuna þína og senda kveðju en komst ekki inn. Hafðu það gott elskan.
Já Erna mín, við höfum val hérna í næstu götu. Þú kemur þá bara á mitt Trampolín ef þú færð löngun.
Anna Guðný , 29.3.2009 kl. 10:39
Skrýtið, þú hefðir átt að komast strax inn, en sé að þú ert komin inn núna svo það er gott. Takk fyrir innlitið hjá mér og hlý orð.
Auður Proppé, 29.3.2009 kl. 11:14
bara kíkja inn...bestu kveðjur
TARA, 29.3.2009 kl. 22:56
Ég á trampólín en langar út í sól og sumar.
egvania, 29.3.2009 kl. 23:10
Auður: Allt í góðu vina.
Tara: Takk fyrir innlitið
Ásgerður mín. Þetta kemur allt.
Anna Guðný , 30.3.2009 kl. 07:57
Ja hérna Anna Guðný mín, nú er bara að drífa sig, og svo er hægt að koma í kaffi á Húsavík þetta er bara flottur hringur.
Og þið öll landið okkar er svo fallegt að maður tekur andköf í hvert skipti sem maður ekur um það, alltaf sér maður eitthvað nýtt.
Ég elska Ísland, en þó hef ég oft farið erlendis.
Ljós til þín elskan
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.3.2009 kl. 09:30
Og svo er hægt að koma í kaffi á Húsavík, það er víst.
Takk fyrir helgina Milla min
Anna Guðný , 30.3.2009 kl. 14:14
Mín er ánægjan Anna Guðný mín og sömuleiðis.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.3.2009 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.