Leita í fréttum mbl.is

Flensusaga

Ég hef ekki skrifað mikið hér síðustu vikur. Ástæðan er sú að ég náði mér í inflúensu. Og þá meina ég ekki þessa sem flestir voru að fá, heldur þessa alvöru sem skellti manni flötum. Það er sko stór munur þar á. Eitt að því sem fylgdi þessari flensu var að ég missti allt lyktarskyn. En hvernig ég komst að því að ég fyndi enga lykt var ja svona.

Málið var að eiginmaðurinn tók að sér að passa hund hérna í nokkra daga. Já einmitt, það voru tveir hundar á heimilinu í nokkra daga. þær eru miklar vinkonur svo það er allt í lagi. Málið er að gestahundurinn hún Rispa fékk í magann. Það er alveg með ólíkindum hvað stór hundur getur "skitið" mikið. Hún hélt engu greyjið þó verið væri að fara með hana í tíma og ótíma út. Voru því að finnast hlussur hér og þar um íbúðina eftir nóttina.

Eina nóttina þarf ég á klósettið og skreiðist fram hálfmeðvitundarlaus. Sé ég þá að hún hefur gert þarfir sínar á baðgólfið. Bæði 1 og 2. Ég hef enga heilsu til að hreinsa þetta upp en set þó handklæði yfir hlandið svo að börnin fari nú ekki að ganga í þessu og blotni hálfsofandi að morgni. Hugsa þó með mér að af því að það sé engin lykt þá hljóti hún nú að vera orðin skárri í maganum hundgreyjið og þetta sé að verða orðið gott. Fer ég svo bara að að sofa aftur.

Vakna ég svo aftur við skrýtin hljóð. Hvað er eiginlega í gangi, er einhver orðin veikur? En þá heyri ég bölv líka. Þvílík andskotans pest er af þér hundur. Er það þá blessaður eiginmaðurinn að hreinsa baðherbergisgólfið og það var svo lyktið að hann kúgaðist út í eitt. Sick

Það var sem sagt ekki lyktarlaust, ég bara fann enga lykt. Þarna þakkaði ég fyrir það.

Skrýtið samt hvað það hittist á að hún var orðin góð akkúrat þegar eigendurnir komu heim.Wink

 

Eigiði góðan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æææ... vonandi er þér batnað

Jónína Dúadóttir, 19.3.2009 kl. 09:19

2 Smámynd: JEG

Ó mæ bara.  Veistu að þó ég sé kvefuð þá finn ég alltaf þessa lykt sem hundar og kéttir meika.  Ég bara þoli hana ekki.  Enda fær kallinn að díla við hundinn ef hann slysar inni.  Ég sé lyktina hehehehe.....

En  vona að heilsa þín sé á batavegi því það er ömurlegt að vera veikur.....kvefið laumaðist hér inn en þó bara í mig og vona ég að restin sleppi því það er ekki gaman að vera með liðið í veikindum heima.

Knús og kveðja 

JEG, 19.3.2009 kl. 10:06

3 Smámynd: Renata

ég gat ekki annað en að skella upp...ekki vegna veikindasögu en vegna kúkasögu :)

Vonandi ertu nokkur hress núna og búin að sigra pestina

Renata, 19.3.2009 kl. 11:23

4 Smámynd: Daggardropinn

þetta hefur verið útplönuð hefndaraðgerð hjá dýrinu! Leitt að heyra að þú sért búin að vera lasin, vona að þetta sé að rjátlast af þér

Daggardropinn, 19.3.2009 kl. 11:30

5 Smámynd: Anna Guðný

Já, alltaf fjör á þessu heimili, meira að segja í flensunni. Get örugglega rifjað upp fleiri atvik þegar tími gefst til.

Takk fyrir kveðjurnar, allar þið. Þetta var bölvuð flensa sem ég fékk og verð örugglega einhvern tíma að ná m ér. En ég finn mun á hverjum degi núna. Er mun betri í dag en í gær. Fór til læknis í gær, þar sem hann sagði mér að ég væri með berkjubólgu upp úr flensunni. Fékk astmapúst með sterum og öllu í fyrsta sinn á ævinni. Strax auðveldara að anda í dag.

Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað eiginmaðurinn var feginn þegar Rispa fór heim aftur en enn fegnari þegar hann komst út á sjó og þarf "bara" að stýra skipi en ekki sjá um þvottinn. Það er ekkert mál fyrir hann að setja í vél og þurrkarann en að þurfa að sjá til þess að það séu alltaf hrein föt til á alla fjölskyldumeðlimi, það er stórmál.

Íris: Er ekki frá því að það sé rétt hjá þér með hefndina. Annars kemur hún alltaf í heimsókn ef hún er hér úti þegar ég er á ferðinni. Síðast í dag kom hún í heimsókn.

Takk fyrir innlitið allar

Anna Guðný , 19.3.2009 kl. 16:55

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku dúllan mín, ertu að ná þér þá meina ég sko alveg þú verður að passa þig elskan.

Hundurinn hefur einnig fengið pestina eða borðað eitthvað sem ekki var gott . Við gamla settið höfum nú lent í svona löguðu.

Knús til þín kæra vina
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.3.2009 kl. 18:13

7 Smámynd: egvania

egvania, 19.3.2009 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband