Leita í fréttum mbl.is

Leti

Er þetta ekki bara leti? Ég meina, þú þarft að standa upp úr sófanum og kveikja á heilasellunum. Þú þarft að hafa fyrir því að tala við barnið þinn um alvarleg mál sem krefjast athygli þinnar. Þú þarft að útskýra eitthvað með orðum sem börnin skilja. Þetta er auðvitað meirháttar mál ef síðustu ár hafa farið í sígó og bjór eftir vinnu.

Spurning hvort sé sama fólkið sem hegðar sér svona og er svo að kvarta?

Hvað heldur þú?


mbl.is Kvartað vegna fötlunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

"Fólk neyðist til að tala við börnin sín um fatlað fólk"Hvernig hefur þetta fólk komist hjá því ? Talar maður ekki við börnin sín um helst allt sem tengist lífinu...

Netfangið mitt er: jodua@isl.is

Jónína Dúadóttir, 1.3.2009 kl. 09:10

2 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Sunnudagar eru til að slaka á.. Njótum þess..

Sigríður B Svavarsdóttir, 1.3.2009 kl. 10:15

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 Leti .. jú!

 Annars allt í gúddí..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.3.2009 kl. 21:36

4 Smámynd: Jónas Abel Mellado

sumt fólk er orðið svo kærulaust með börnin sín að fólk heldur að það fái alla þá fræðslu og þekkingu úr skólastigunum.. virðingu fyrir fólki og mannleg samskipti .. þetta er eitthvað sem fólk lærir í lífinu.. af foreldrum og fyrirmyndum. það er mín skoðun.

en já það er gaman að vita af fólki hér sem maður umgengst annaðslagið í vinnunni  ;) ´

Mbk

Jónas Abel Mellado

frambjóðandi samfylkingarinnar í 3-4sæti  á lista í opnu rafrænu prófkjöri sem fer fram daganna 5-7 mars. allir mega taka þátt. ég bið um þinn stuðning! :)

Jónas Abel Mellado, 1.3.2009 kl. 22:11

5 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Þetta er svolítið skrítið,eru börnin okkar ekki frekar ung þegar við þurfum að fræða þau um fötlun,og fræða þau um að við erum ekki öll eins.

Er það ekki okkar að kenna þeim að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum,hvernig er hægt að komast hjá því að fræða þau um daglegt líf,þegar þau eru ung

Hafðu það gott nafna mín

Anna Margrét Bragadóttir, 1.3.2009 kl. 23:55

6 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Er ekki allt í lagi hjá þessu fólki ,hvað ætli sé svona erfitt hjá foreldrum að skíra út fyrir börnum sínum Sko ef barn slasast og missir handlegg hverju ætla þeir að svara þá ,ég á ekki orð 

Ólöf Karlsdóttir, 2.3.2009 kl. 00:43

7 identicon

ja herna er verið að gera grín að okkur. Anna, ég veit ekki hvort þetta sé leti ???   Er þetta ekki bara fákunnátta ???  Svo er þetta nú lýsandi fyrir bandaríkin, gera veður út af því sem er sjálfsagt!!!!

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 08:42

8 Smámynd: egvania

egvania, 10.3.2009 kl. 22:39

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er nú bara ekki í lagi þarna úti eða finnst fólki það eitthvað óþægilegt að tala um þetta bara eins og að tala um kynlíf fólki finnst það  frekar óþægilegt.
Mér finnst reyndar að það ætti að fræða börn strax á leikskólaaldri, sem reyndar ég veit að er gert sumstaðar.
Ljós í helgina þína og þinna
Milla.

Ps er Norðurport opið alla daga?


Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.3.2009 kl. 13:08

10 Smámynd: egvania

Innlit

egvania, 14.3.2009 kl. 00:22

11 Smámynd: Anna Guðný

Veit ekki með blessaða bretana. Mér finnst svolítið eins og þeir hafi lítið þroskast í brennivínsómenningunni síðustu ár. Íslendingar mega eiga það að þeir hafa breyst alveg ótrúlega síðustu  u.þ.b. 20 ár. Eru að höndla utanlandsferðir mun betur en áður, mun minna fyllirý almennt. En það er því miður ekki tilfellið með bretann almennt. Þeir eru enn fullir á barnum langt fram á kvöld, strompreykjandi með börnin með sér. Ok, veit að ég er að alhæfa en því miður hef ég séð alltof mikið af þessu þegar ég fer út. Þetta áttum við íslendingar eftir, að verða vinsælli hótelgestir en einhverjir aðrir.

Unna: Fákunnátta já og svo annað orð sem ég man alls ekki í augnablikinu. Eitthvað svona flatir,renna bara í gegnum lífið og einmitt eins og Jónas segir, treysir á að skólinn sjái um þetta.

Jónas: Vonandi gekk þér vel í prófkjörinu.

Sem betur fer erum við hér  í þessu spjalli og vonandi sem flestir hér á landi duglegir við að útskýra fyrir sínum börnum en hef trú á að það sé ekki tilfellið hjá mörgum öðrum.

Annars takk fyrir komuna öll og hafið það gott

Anna Guðný , 14.3.2009 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband