Leita í fréttum mbl.is

Hinn gullni meðalvegur!

Hinn gullni meðalvegur gildir  í þessu eins og svo mörgu öðru. Auðvitað er það engum hollt að vinna of mikið, hvorki henni/honum  sjálfri/sjálfum né fjölskyldunni. En það að hafa enga vinnu, að vera atvinnulaus hlýtur að hafa slæm áhrif líka. Þá er líka svo áríðandi að hafa eitthvað fyrir stafni, eitthvað til að vakna til á morgnana. Ég er ekki þunglynd en ég veit samt að ég væri í vondum málum með svefn ef ég þyrfti ekki að fara á fætur með börnunum á morgnana.

Svo er það líka að þið sem viljið fylgjast með, það er bara ekki "inn" að vinna of mikið í dag. Það er aftur á móti "inn" að eyða gæðatíma með fjölskyldunni.

 

Góða nótt


mbl.is Langir vinnudagar geta haft slæm áhrif á andlegt heilsufar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er sko rétt hjá þér gæðatíminn með fjölskyldunni er það sem gildir.

Er ekki hittingur á morgunn?
Knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.2.2009 kl. 09:51

2 Smámynd: JEG

Svo satt ! En það eru bara fáir sem eru að eyða tíma í famelýuna finnst mér.Og fólk þarf að vinna til að ná endum saman því flestir eru búnir að sprengja sig á greiðslum og afborgunum vegna góðærisins.  Nú svo finnst mér vera inni að vera á bótum .....skil ekki hvernig sumir komast upp með slíkt og svo þeir sem vilja vinna en geta ekki þeim er refsað fyrir það sem letingjarinr gera ....s.s. eru á bótum en geta vel unnið og vinna jafnvel svart.  Vildi gjarnan hafa meiri tíma og fjármagn til að þvælast meira með famelýunni en lífið er endalaus vinna. 

haha málið er að það er gott að sofa.  Þekki það.  knús mín kæra og kannski maður reyni að komast í frí til AK í sumar bara og hitta fólk sem maður þekkir þarna.....svo er fjölgun í famelýuni í maí   Svo maður þarf nú að kíkja á það.

Skemmtið ykkur vel á hittinginum. 

JEG, 27.2.2009 kl. 10:19

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Mitt í allri þessar "Kreppu" þá er eitt sem undrar mig og það er að búðir á Íslandi eru enn opnar á sunnudögum í stóru verslanamiðstöðunum.
Ég sæi gjarnan að þær lokuðu. Það mundi spara mikið auk þess sem það væri lærdómsríkt fyrir margar fjölskyldur að eyða deginum úti í göngu eða annarri útivist í stað þess að dingla um "mollin" á sunnudögum

Kær kveðja norður

Guðrún Þorleifs, 27.2.2009 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband