6.2.2009 | 20:54
Fjölmiðlar á Akureyri og í Eyjafirði.
Ég fór á hádegisfyrirlesturinn KA heimilinu í dag. Að þessu sinni voru gestir fjölmiðlamenn á Akureyri. Björn Þorláksson sem einhverjir muna eftir frá Stöð 2 heitinni, allavega á Akureyri. Þar kom líka Kristján Kristjánsson frá Vikudegi og Þorvaldur Jónsson frá N4.
Til að byrja með fóru þeir svona yfir stöðuna eins og hún er í dag. Ég var ekki búin að gera mér grein fyrir því hversu mikil fækkun t.d. væri í þessari atvinnugrein.
Á meðan Morgunblaðið var sem stæðst voru 6 starfsmenn á skrifstofunni hér, sumir í hlutastarfi, en samt 6. Það er 1 í dag. Veit ekki hversu hátt starfshlutfallið er. Það var lengi vel starfsmaður hjá DV. Veit ekki til þess að nein starfssemi sé hér lengur. Það var 1. hjá Fréttablaðinu, enginn lengur. Það stóð til að leggja niður svæðisútvarpið. Sem betur fer var það stoppað. En fréttamanni ríkissjónvarpsins er búið að segja upp. Björn Þor. var fréttamaður hjá Stöð 2 en honum var sagt upp á sama tíma og samningi við sjónvarpsstöðina N4 var sagt upp í haust. Hafði sá samningur í raun bjargað því að sjónvarpsstöðin var á réttu róli peningalega en mátti engu muna. Auglýsingatekjur hafa auðvitað hrunið hjá þeim eins og öðrum. N4 sendir ekki út lengur nema skjáauglýsingar og frá bæjarstjórnarfundi.
Þetta eru fjölmiðlarnir en svo þegar var farið að tala um auglýsingabransann þá leit það enn verr út. Það er fullt að fólki í Eyjafirðinum sem er að auglýsa en það eru litlu upphæðirnar, almennt.
Annars erum við meira og minna útibú frá Reykjavík og nágrenni. Stórmál er að fá auglýsingar hér í bæ, heldur þarf að hringja suður og þá jafnvel á einhverja auglýsingastofu. Þú getur nú rétt ímyndað hér hvort einhver Jón eða Gunna í Reykjavík hefur einhvern áhuga á hvort íþróttalið hér norðan heiða stendur eða fellur. Ég myndi líka trúlega líta mér nær í þeirra sporum.
Hvernig líst ykkur á og hvað er til ráða?
Nú er ég ennþá ákveðnari að versla mest við þau fyrirtæki hér sem trúlegast er að peningarnir verði eftir í héraði. Með fullri virðingu fyrir SS þá kaupi ég frekar frá Norðlenska eða Kjarnafæði.
Fljótt á litið er Ljósgjafinn eina raftækjaverslunin hér þar sem peningarnir verða eftir í héraði. Endilega látið vita ef þið vitið um einhverja aðra.
Veit ekki hvort peningurinn fyrir Kea skyrið fer suður strax eða stoppar eitthvað hér en mjólkusamlagið er allavega á staðnum og viljum við halda því í starfssemi.
Matur , fatnaður, leikföng.
Gerum okkar besta til að halda því sem við getum haldið hér heima, nóg fer nú samt.
Svo þurfum við að fá nýja augnlækna, ekki hægt að hálfur bærinn leiti til Reykjavíkur eða í Hamraborgina.
Er virkilega enginn augnlæknir á suðvesturhorninu sem hugsar sér til hreyfings?
Verið hann velkominn.
Annars bara hafið það gott og verið kurteis
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad
Athugasemdir
ja, ljót er staðan,,en ég vissi þetta með útvarpið, því ég varð bálíll þegar þeir ráku Gest Einar,,ég held að það sé ennþá ljósabúð á móti gamla Nettó,,ef svo er þá eru það heimamenn sem eiga hana,, þegar ég fór til augnlæknis á Ak. síðast þá var það ung stulka svo einhver endurnýjun hefur orðið, en líklega ekki nóg,,,Þó svo að ég búi hér austur á landi þá kaupi ég helst allar kjötvörur frá norðurlandi, þe Norðlenska,,KEA og Kjarnaf..og allar mjólkurvörur sem ég get frá KEA.. Hér er heldur ekkert svona svo ég held ekki framhjá neinum framleiðendum hér,,,þetta er sko alls ekki gott mál mín kæra,,en hvað skal til bragðs.? knús á þig
petrea (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 21:10
Góður pistill hjá þér Anna... spurninga hvort ég ætti að fara að snúa mér að einhverju öðru... svona af því að ég er að læra fjölmiðlafræði :=/
Sifjan, 6.2.2009 kl. 22:09
Góður pistill hjá þér Anna en þú gleymir einu, öllu fólkinu sem vinnur hjá aðkomufyrirtækjum, það eru Akureyringar sem hafa sitt lifibrauð af sinni vinnu og borga af henni útsvar hingað. Hlutirnir eru ekki svona einfaldir, fyrirtæki héðan geta ekki bara þjónustað hvert annað, það lifa bara örfáar hræður af því. Það yrði ansi dýrt fyrir sveitarfélagið og stéttarfélögin hérna ef að öll aðkomufyrirtæki lognuðust útaf.
Huld S. Ringsted, 6.2.2009 kl. 23:02
Ég gleymdi engu Huld, var bara ekki komin lengra. Aðalmálið var auðvitað fjölmiðlarnir hér.
Hitt var meira svona auka mitt. Ég talaði líka um Kea skyrið. Svo geri ég mér alveg grein fyrir því að ágóði af ja trúlega öllum fatnaði fer í burtu af svæðinu og við höldum samt áfram að kaupa föt. Ég hef meira að segja getað keypt þrennar buxur á gaurinn minn hérna á Akureyri nýlega. Hann er svo grannur að ég hef ekki fengið neinar sem passa lengi. Hef þurft að leita suður.
Sif: Þú verður frábær fjölmiðlafræðingur, það var einmitt talað um námið ykkar í háskólanum og hversu mikilvægt það væri.Það verður þörf á ykkur öllum þegar þar að kemur, engin spurning.
Takk fyrir innlitið stelpur mínar.
Anna Guðný , 6.2.2009 kl. 23:49
Eigum við þá ekki að kaupa þá vöru sem þú ert að selja Anna? Hvert fara peningarnir fyrir þá sölu, fara þeir ekki þráðbeint til U.S.A ?
Ég hélt að það væri einmitt akkur fyrir okkur að halda sem fjölbreyttastri þjónustu og atvinnustigi á svæðinu burt sé frá því hvort fyrirtækið sé frá Reykjavík, Ísafirði, Hornafirði, U.S.A eða Akureyri.
Ég kalla þetta hrepparíg og því höfum við ekki efni á, öll starfsemi skilur eftir sig fjármagn í bæjarfélaginu sama hver og hvar eigandinn er.
Auðvitað velur maður margt sem framleitt er á svæðinu en við viljum hafa gott og fjölbreitt framboð á vörum og þjónustu ekki satt? Þá spörkum við ekki í þá sem vilja bjóða okkur þjónustu sína á góðu verði.
Þetta er mín skoðun og svona sé ég hlutina.
Hallgrímur Guðmundsson, 7.2.2009 kl. 00:25
Lásuð þið hjónakornin bara annaðhvort orð hjá mér?
Halli, aðalmálið hjá mér fjölmiðlamálið, hefurðu ekkert um það að segja?
versla mest við þau fyrirtæki hér.
Veit ekki hvort peningurinn fyrir Kea skyrið fer suður strax eða stoppar eitthvað hér en mjólkusamlagið er allavega á staðnum og viljum við halda því í starfssemi.
Þarna er komið tilvitnun í aðkomufyrrtæki með heimamenn í starfi.
Ég kalla það ekki hrepparíg að velja heimavöru ef þú ert ánægður með hana. Ég kalla það að styðja heimabyggðina.
Halli: Peningingar sem ég fæ fyrir að selja Herbalife fara að 63% aftur til dreifingaraðila og 27% til fyrirtækisins sem er með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum en starfssemi út um allann heim, þar á meðal í Noregi.
Veit ekki með þig Halli en ég er til í að borga meira fyrir tryggð ef ég fæ jafngóða eða betri vöru.
Ef ég tek bara pylsupakka, einn frá SS og einn frá Kjarnafæði eð KEA. Veistu ef mér finnst pylsurnar jafngóðar, þá vel ég þessar norðlensku. Þú mátt kalla það það sem þú vilt. Ég borða þær bara með bestu lyst.
Það sem ég skrifa hér er eftir minni bestu vitund, kannski veit einhver betur og þá má endilega leiðrétta mig.
Anna Guðný , 7.2.2009 kl. 01:45
Sæl Anna mín var bara að líta inn
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 02:08
Ég tala fyrir sjálfan mig Anna og það er ekki sjálfgefið að ég viti nákvæmlega allt um betri helminginn og hvað hún les sjáðu til....
Ég geri nákvæmlega það sama, ef ég á kost á því þá vel ég vörur sem framleiddar eru hér, við bara framleiðum ekki allt sem við þurfum í eyjafirði og þá verðum við að velja það sem er í boði, þá erum við aftur komin að því sem ég sagði fjölbreitt og gott úrval er það sem við viljum hafa, í það minnsta ég.
Fjölmiðlamálið er ekkert ósvipað annarri þróun, það er flest allt á niðurleið og gríðarlegur samdráttur á öllum sviðum. Við gætum skrifað langar ritgerðir um það, ég hlífi ykkur við ritgerð frá mér um þau mál sem ég tala helst um...
Taktu þetta ekki illa upp við þurfum á öllu að halda hvaðan sem það er, ég nefni hlutina á minn hátt og hljóma stundum brútal en hvað er gaman að sunnudagaskólahjali....
Hallgrímur Guðmundsson, 7.2.2009 kl. 18:10
já vá ég vissi að það væri fækkun á ýmsum stöðum en þegar þetta er sett svona upp þá brá mér takk fyrir. en auðvita reyni ég að versla í heimabyggð það sem er úr héraði.
Alma Jónsdóttir, 7.2.2009 kl. 22:47
Halli: Mér sýnist á öllu að við séum bara nokkuð sammála.
Alma: Það er einmitt málið, mér brá líka þegar ég heyrði þessar tölur svona á einu bretti.
Þegar farið var að segja okkur hvernig auglýsingabransinn liti út, þá brá mér mest þegar ég fattaði að við værum eitt stórt útibú.
Anna Guðný , 7.2.2009 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.