Leita í fréttum mbl.is

Erlenda frétt dagsins.

mynd
Sofðu unga ástin mín....

Óli Tynes skrifar:

Heilbrigðisyfirvöld í Noregi kanna nú mál hjóna sem kærðu ljósmóður fyrir að banna konunni í blóta þegar hún var að fæða barn sitt. Að sögn konunnar kvaldist hún svo á vissum tíma í fæðinguinni að það hrökk upp úr henni eitt blótsyrði.

Norska blaðið Aftenposten segir að ljósmóðirin hafi reiðst því mjög. Hún hafi sagt við konuna að hún ætti skilið að eiga erfiða fæðingu fyrir að ákalla djöfulinn.

Hún þrýsti á hjónin um að biðja bænir þar sem með því væri hannski hægt að bæta fyrir blótsyrðið.

Hjónin segja að þeim hafi brugðið mjög við þessa framkomu, en þau hafi bitið það í sig þar sem þau hafi fundist þau vera undir miklum þrýstingi og hrædd um barnið sitt.

Eftir fæðinguna ákváðu þau hinsvegar að kæra framkomu ljósmóðurinar.

Einnig fyrir að þeim fannst hún ekki hafa sinnt sjúkraskrá konunnar sem skyldi, hvorki fyrir né eftir fæðingu.

Viðkomandi ljósmóðir kaus að tjá sig ekki þegar fjölmiðlar leituðu til hennar vegna kærunnar.

 Vitna hér í grein á Vísi í dag.

Þetta er sú ótrúlegasta frétt sem ég hef séð svo lengi ég man. Veit að þetta er örugglega einstakt dæmi en mér er sama.

Stelpur, muna það hér eftir að vera búnar að æfa jákvæða uppbyggjandi ræðu til að flytja á einmitt þessum sekúndum þegar þér finnst líkaminn algjörlega vera að rifna í sundur.

Hafið það gott


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Þetta var stórfrétt hér í konungsríkinu í dag. Mikið gert úr því á TV2 og sérstakur umræðuþáttur, "Kastljós" um málið eftir fréttirnar. Sitt sýndist hverjum. En víst er að blótsyðri eru verr séð í Noregi en á Íslandi. 

Dunni, 2.2.2009 kl. 21:30

2 Smámynd: Anna Guðný

Dunni: Ertu að meina það að fólki finnist virkilega að konan eigi bara að getað passað sig á hvað hún segir í hita leiksins? Tókst eitthvað eftir því hvort í þeim hópi hafi verið konur sem höfðu upplifað fæðingu, hvað þá erfiða.

Þetta minnir mig á sögu sem mér var sögð um daginn  af bónda í Svarfaðardal. Þetta á nú að hafa gerst fyrir margt löngu.  Konan á bænum var komin 8 mánuði á leið og sver eftir því . Bóndinn var að reka hana út á engjar eða eitthvert svæði lengra frá bænum og var hún eitthvað treg til . Sagði hann þá: Þú ert nú andskotinn ekki ólétt í höndunum.

Ætla rétt að vona að þessi bóndi (hans vegna) sé kominn undir græna torfu.

Anna Guðný , 2.2.2009 kl. 21:41

3 identicon

Anna mín ég er þér sammála það er vonandi kominn stór og þungur steinn ofaná legstaðinn hjá bóndanum í Svarfaðardal.Afhverju er sumir karlmenn svona dónalegir við konurnar sínar þegar þær eru með barni þetta er þeirra barn líka, ég heyrði einusinni í ungum manni sem var að koma með konuna sína úr mæðraskoðun og keyrði bílinn að hurðinni hjá heilsugæslunni þá sagði hann og leit glottandi á blessaða konuna æi klaufi var ég kem á jeppanum það er ekki búið að setja upp lyftarann þarna var á ferð mjög ófrísk kona hún vippað sér inn í jeppann og sagði með miklumm þjósti vonandi þarftu ekki að skammast þín meira fyrir mig. Ég vorkendi henni og táraðist.

Bögga (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 201520

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband