Leita í fréttum mbl.is

Hvaða tími væri betri?

Hörður minn, þú kannski lætur okkur vita hvaða tími hentar ykkur best ef þarf að koma með tilkynningar.

Hrædd um að hann hafi aðeins hlaupið á sig núna. En það er einmitt svo auðvelt þegar einhver kemur rjúkandi með mikrafón, treður upp í andlitið og vill fá svar núna.


mbl.is Hænuskref í rétta átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Anna

Það getur nú varla verið allt í einu núna að hlaupa á sig, bara af því að það er Hörður Torfasson! Ég hef nú ekki verið að balanda mér í umræður hér á blogginu en get nú ekki orða bundist en verð að segja að hann sé fífl!

Þráinn Lárusson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 15:00

2 identicon

Ég vil nú ekki segja að Hörður sé fífl. En menn skulu nú gæta orða sinna.

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 15:17

3 Smámynd: Anna Guðný

Ég fatta ekki alveg hvað var að gerast hjá mér. Ég sá bara fyrsta svarið hans en ekki alla fréttina. Var tilbúin að afsaka það í æðibunuganginu sem hefur eflaust verið þarna en jesús minn, fór maðurinn yfir strikið? Já og það heldur betur. Það er eins og fólk þurfi alltaf að hugsa á öðrum endanum. En ekki hægt að slaka aðeins á og vera hógvær. Maðurinn er veikur og farnist honum vel en við erum samt ekki hætt að mótmæla. Er svona erfitt að vera kurteis? Er fólk alveg búið að gleyma hverju því var kennt? Ætla rétt að vona ekki, það eiga nefninlega  eftir að koma fleiri kynslóðir og ef við kennum börnunum okkar þetta, þá hafa þau engann áhuga á að hjálpa okkur í ellinni.

Anna Guðný , 23.1.2009 kl. 15:24

4 identicon

Vá hvað menn eru miskunar lausir svona seigir maður ekki.

Bögga (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:22

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þráin er nú ágætur sjálfur, en samt dálítið fíflalegt hjá honum sjálfum að kalla HT fífl.Því verða Þráin og aðrir fylgjendur Geirs hins vegar að svara fyrst þeir ætlast til tillitsemi og samúðar með veikindum hans, hví þurfti þá að tilkynna veikindin á þessum harðpólitíska vettvangi, á fundi hjá flokknum og í ´beinni útsendingu?

Það gerði formaður S þó ekki!

Menn ættu nú aðeins að stilla vandlætingar´gírinn, nema menn sjái auðvitað kærkomna útleið núna um stundarsakir úr eigin klípu með því að klekkja á Herði garminum!

Geir á að sja´lfsögðu alla samúð skilda vegna veikindanna, en ekki meiri en allir aðrir sem veikjast á svipaðan hátt, svo er hann aldeilis ekkert farin enn og á góða von um að ná sér aftur að fullu!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.1.2009 kl. 17:14

6 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir innlitið Magnús:

Ekki ætla ég að afsaka Þráinn, hann stendur alveg fyrir þeim sjálfur.

Mér finnst nú orðið hálffyndið ef fólk er farið að ætla mig sjálfstæðismann bara ef því að ég vil að fólk tali af kurteisi. En allir geta misst sig og það hét ég nefninlega að Hörður hefði gert og var alveg til í að afsaka það. En þú missir þig ekki um margar setningar. Hann er í mjög ábyrgu hlutverki núna, nánast jafnábyrgt og þingmenn. Og þá þarf maður bara að passa hvaða orð maður notar yfir hlutina.

Anna Guðný , 23.1.2009 kl. 17:29

7 Smámynd: Anna Guðný

Fyrirgefiði átti að vera: afsaka orð Þráins

Anna Guðný , 23.1.2009 kl. 17:30

8 identicon

Meint ókurteisi Harðar felst væntanlega í því að ásaka Geir um að nota veikindi sín í pólitískum tilgangi.

Það verður að viðurkennast að tímasetningin á þessari greiningu er heppileg fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Mótmælaaldan risin svo hátt að ríkisstjórnin neyðist annað hvort til að boða til kosninga eða gera það ekki og boða þannig til óeirða.

Eins hræðilegt og krabbamein annars er, má segja að það hafi bjargað Geir úr slæmri klípu.  Hann boðar til kosninga, en án þess þó að viðurkenna að mótmælin hafi skilað árangri. 

Er virkilega svo dónalegt að benda á það?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 18:25

9 Smámynd: Anna Guðný

Hvað er hann að draga veikindi sín fram í dagsljósið núna?“ sagði Hörður Torfason

Hörður undrast að Geir hafi dregið veikindin fram í dagsljósið á þessum tímapunkti. „Það er til dálítið sem heitir einkalíf og svo er stjórnmálalíf. Það er tvennt ólíkt.“

Væri gaman ef maður heyrði þessa upptöku, því að mín tilfinning var að þetta færi svolítið í taugarnar á honum. Eins og: Oh, hvaða vesen er á fólki, þarf það endilega að standa í þessu núna og trufla okkur hér. Veit ekki hvort þessi tilfinning  er rétt en svona las ég hana.

Með einkalífið og stjórnmálalífið. Mér skilst að honum beri skylda að tilkynna svona.

Ef þú hefur lesið bloggið mitt áður og athugasemdir hjá öðrum þá hefur þú  séð að mig langar svo til að fólk sýni hvort öðru kurteisi og virðingu. Ég ætla að leyfa mér að gefast ekki upp á fólki og vil halda áfram að trúa á fólk. Mótmælendur er þverskurður af þjóðinni, þeir eru ekki þjóðin. Þeir eru viss prósentufjöldi sem fer út og mótmælir. Þeir mótmæla ekki fyrir þjóðina.þeir geta aldrei gert neitt fyrir mína hönd, nema fá mitt samþykki. Ég viðurkenni mótmælin, en ég mun aldrei viðurkenna ofbeldi í nokkurri mynd. Mér fannst mjög leiðinlegt að heyra af því um daginn að brotið var rúða í verslunni hjá þér, en mér finnst jafn leiðinlegt að heyra að fólki fara niður í bæ til að ráðast að lögreglu með eggjakasti. Það er  í mínum huga bara ömurlegt. Ég get ekki ímyndað hvernig það er að standa og fá þetta yfir, vitandi að það eru myndavélar og myndavélasímar í hundraðatali tilbúnir að smella af ef ég missi. Og þú, sem norn, að viðurkenna þessa aðferð. Ég bara vil ekki trúa því.

Nóg í bili. 

Anna Guðný , 23.1.2009 kl. 21:37

10 Smámynd: Anna Guðný

Fyrirgefðu Eva, takk fyrir komuna

Anna Guðný , 23.1.2009 kl. 21:39

11 identicon

Ég er sammála þér Anna Guðný.  Það er mikilvægt að vera kurteis.  Hörður Torfa þarf líka að vera kurteis. 

Það væri verra ef Geir færi að læðupúkast með veikindi sín.  Ef hann hefur tekið þá ákvörðun að bjóða sig ekki fram til formanns er eðlilegt að segja ástæðuna fyrir því, hver sem hún er.

Júlía Helgadóttir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 22:17

12 identicon

Ég hef aldrei mælt því bót að menn ráðist á lögregluþjóna. Jafnvel þótt margir þeirra séu siðlausir valdbeitingahundar og fantar, sem vinna það ógeðfellda starf að verja valdníðslu og ólög í landinu, réttlætir það ekki að ráðist sé á þá að fyrra bragði. Ég hef andúð á ofbeldi hvort sem er af hálfu ríkisstjórnar, auðvalds, lögreglu eða almennra borgara.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 23:11

13 Smámynd: Anna Guðný

Eva: Þetta er mjög gott að heyra. Takk fyrir þetta svar. En taktu eftir, ég er ekki endilega að meina að mæla því bót, heldur sætta sig við og halda áfram. Fattarðu muninn hjá mér?

Meira svona að kannski ekki gera sjálf, en ef einhver annar gerir, þá sé því bara tekið.  Ég geri mér líka alveg grein fyrir því að það er misjafn sauður í hópi lögreglumanna, eins og annarra hópa. Sem betur fer hef ég ekki þurft að hafa af þeim að segja í langann tíma.

Júlía: Sammála þér þarna, þetta þarf að koma fram.

Hafið það gott stelpur.

Anna Guðný , 23.1.2009 kl. 23:34

14 identicon

'A hvaða tímapunkti átti hann að segja frá veikindum sínum ef ekki núna maðurinn er veikur,og hefði örugglega viljað veikjast á allt öðrum tímapunkti en þessum.

'Eg á ekki orð yfir hvað fólk í þjóðfélaginu lætur út úr sér,að greinast með krabbamein er meira en að segja það,það vita þeir sem greinst hafa með þann hræðilega sjúkdóm,ég efast um að fosetisráðherran okkar hafi komið þeirri hugsun að hvernig hann geti nú best hagnast á pólitískum vettvangi ,vegna geðshræringar og hræðslu við hvað komi til með að bíða hans og fjölsyldunar allrar á næstu vikum og mánuðum

Ummæli Harðar Torfasonar eru í mínum huga skandall og finnst að hann eigi að skammast sín niður í tær og upp aftur,hann á biðjast afsökunar á ummælum sínu og segja svo af sér sem rödd fólksins.

Hörður Torfason er ekki mín rödd lengur í þessum mótmælum svo mikið er víst.

Anna (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 00:01

15 identicon

Anna Guðný, hvað áttu við með að ofbeldinu sé 'bara tekið'? Viltu að fólk leggi niður aðgerðir ef einni fyllibyttu dettur í hug að kasta grjóti?

Aðgerðasinnar, einkum anarkistar, hafa margir verið í sjálfboðastarfi stóran hluta dags við skyndihjálp eftir lögregluofbeldi. Það vorum við sem komum í veg fyrir að fólk færi með logandi kyndla inn á Hótel Borg á gamlársdag, það var okkar fólk sem talaði um fyrir drukknu fólki sem ætlaði að fara fram með ofbeldi þrjú síðustu kvöld, og það voru aðgerðasinnar sem stóðu gegn grjótkasti í lögreglu á miðvikudagskvöldið og voru reyndar búnir að ná tökum á ástandinu þegar þessir vopnuðu valdníðsludrullusokkar, beittu táragasi. 

Þú ættir að éta fordóma þína ofan í þig. Aðgerðasinnar beita borgaralegri óhlýðni markvisst og bera enga virðingu fyrir reglum um það hvar eða hvernig megi mótmæla en ég þekki engan sem fer fram með ofbeldi gagnvart lögreglumönnum. Ég þekki hinsvegar fjölmarga sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu valdníðsluhundanna og eiga enga möguleika á að ná fram réttlæti.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 02:01

16 Smámynd: Anna Guðný

Nafna: Takk fyrir innlitið. Ég held að það hljoti að vera búið að vera ofboðslega mikið álag á Herði Torfa. Hann er með fullt af óánægu fólki í kringum sig. Sumir vilja harðari aðgerðir, aðrir mildari, Sumir vilja börn á svið, aðrir ekki. Hann er alveg örugglega að gera sitt besta en álagið er gífurlegt á honum. Hann er nefninlega líka eins og allir hinir, bara mannlegur.

Sko, mér sýnist á öllu á við lítum mjög mismunandi augum á ofbeldi. Ég var langt frá því að vera að tala um drukkið fólk í leit að fjöri. Ég veit ósköp vel að það eru ekki mótmælendur og dettur ekki í hug að segja að þeir séu með ykkur þarna.

Ég er að tala um mótmælendur sjálfa.

það var okkar fólk sem talaði um fyrir drukknu fólki sem ætlaði að fara fram með ofbeldi þrjú síðustu kvöld,  

Þetta veit ég og er ekki að tala um þetta fólk.

Það vorum við sem komum í veg fyrir að fólk færi með logandi kyndla inn á Hótel Borg á gamlársdag,

Var ekki búin að heyra þetta en trúi þessu mætavel.

Mér fannst hins ofbeldi að ráðast inn og ætla að stöðva útsendingu og troðast fram hjá og hrinda frá fólk sem var þar í vinnunni. 

Ég kalla það líka ofbeldi að henda eggjum þó að þau meiði ekki.

Ég hafna því algjörlega að það séu fordómar að vera á annarri skoðun en þú, það eru einfaldlega bara ólíkar skoðanir. 

Ég hafna því einnig algjörlega að þín skoðun sé sú eina rétta og því megum við hin hafa okkar.

Takk fyrir innlitið.

Anna Guðný , 24.1.2009 kl. 11:32

17 Smámynd: Anna Guðný

Fyrirgefðu Eva, gelymdi að setja nafnið þitt fyrir framan sko

Þar er ég farin að tala til þín

Anna Guðný , 24.1.2009 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband