23.1.2009 | 11:10
Föstudagur til fjár!
Hm.. ekki málið hér.Frekar til eyðslu hér í dag en það er auðvitað fjárfesting til framtíðar.
Allt í gangi hér eins og venjulega.
Yngri börnin í skólanum. Aðalmálið þar þessa dagana er undirbúningur fyrir árshátíð sem verður um næstu helgi. Mér skilst að ég eigi að fjárfesta í englavængjum í dag. Er kannski einhver Ak. sem les þetta og á vængi sem getur lánað okkur? Frekar stór fjárfesing fyrir ekki lengri tíma. Vængir eru sem sagt ekki notaðir mikið hér svona dags daglega.
Unglingurinn liggur í tannlæknastólnum á meðan ég skrifa þessi orð. Verið er að setja á hana spangir. Hún er búin að vera með beisli í tæpt ár minnir mig og hefur staðið sig eins og hetja. Bitið sem átti að rétta sem mest er orðið rétt. Þannig að hún fær 10+.
Eiginmaðurinn var að vakna á Landspítalanum. Svaf að vísu ekki mikið í nótt. Líf og fjör á deildinni. Hann var í skurðaðgerð þar í gær. Allt gekk vel og hnífurinn virkaði vel. Hann kemur heim með flugi í kvöld. Það þýðir að við bjóðum vonandi upp á ný líf á þessu heimili hér eftir, líf án verkja. Mikið hlakka ég til. Strengirnir voru heldur betur farnir að styttast. Verð samt að viðurkenna að ég er ekkert viss um að hann verði skemmtilegur sjúklingur.Hann á nefninlega eftir að vera heima í 6-8 vikur. Talið við mig eftir 4. Nú, eða hann. Við erum vön því að hann sé á sjónum og því er þetta alveg ótrúlega mikil breyting. Og þá af því hann getur svo lítið gert.
Ég fór á fund í Brekkuskóla hér á Ak. í gærkveldi og segi betur frá honum seinna i dag ef ég gef mér tíma. En mikið gerði hann fyrir mig. Ég náði að fylla á bjartsýnistankinn. Það var eitthvað farið að minnka í honum. Aðallega er það vegna þess að ýmislegt sem gengur hefur á í þjóðfélaginu síðustu daga hefur gert mig sorgmædda. Þeir sem hafa fylgst með blogginu mínu og athugasemdum hjá öðrum vita hvað ég er að tala um. En þarn kom saman, veit ekki hversu margir, kem með tölu í dag. Allir jákvæðir og brosandi tilbúnir í að taka á málum.
Hafið það gott í dag
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad
Athugasemdir
Segiði svo að bloggið virki ekki. Strax búin að fá símtal frá mömmu sem bauð mér englavængið að láni. Takk Hafdís
Anna Guðný , 23.1.2009 kl. 11:46
Ég sendi yfir til þín á vængjum orku og kærleik duglega kona. Batakveðjur til bóndans þíns.
Erna, 23.1.2009 kl. 11:59
Takk fyrir það Erna. Það hefur þá það sem sveif hér í gegnum íbúðina hjá mér áðan.
Hafðu það gott í dag ljúfan
Anna Guðný , 23.1.2009 kl. 12:02
Bleeessuð Anna það hlaut að vera að húsbóndinn væri í aðgerð hef ekki séð hann í endurhæfingu. Vonandi fær hann góðann bata. Ég hef enga trú á þvi að hann verði erviður sjúklingur, þá verður þú að nota aðferðina hanns Saxa læknis bara að sprauta honum. Eigðu góða helgi með þínu fólki.
Bögga (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 12:26
Bögga mín: Áttu sprautu?
Takk fyrir ráðleggingarnar
Hafðu það sjálf gott um helgina
Bið að heilsa frúnni
Anna Guðný , 23.1.2009 kl. 14:14
Stutt en yfirgripsmikla færsla hjá þér, vonandi eiginmaðurinn jafna sér fljótt eftir aðgerð og mun geta stríða þér eftir nokkra daga.
Snúðu neikvæðum hugsunum í jákvæðar og sjáðu hvernig það breytir deginum -
Renata, 23.1.2009 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.