Leita í fréttum mbl.is

Vill íslenska þjóðin kosningar núna?

Veit að stórt er spurt, veit líka að þeir sem hæðst heyrist í vilja kosningar núna. En vill almenningur kosningar núna? Er meira en helmingur þjóðarinnar til í kosningar núna? Væri gaman að heyra hvort fleiri en ég séu með þá tilfinningu að stór hluti þjóðarinnar vill að þessi ríkisstjórn taki til eftir sig en fái til þess aðstoð þeirra sem þekkja betur. Að kosningar verði ekki fyrr er i haust.

Hvað segiði um það?

Ég frábið mér allan dónaskap hvort sem hann beinist til mín eða annarra og hendi út öllum athugasemdum sem mér finnst fara yfir strikið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Held að eitthvað sé til í þessu hjá þér Anna Guðný.

En því miður hafa stjórnvöld ekki gert neitt ennþá til að taka til og á meðan að þeir láta alla yfirmenn banka og eftirlitskerfis sitja áfram, hvað þá það aðgerðarleysi sem þeir sýna hinum sönnu glæpamönnum, bankastjórunumum er ljóst að þeir njóta einskis trausts.

Eini séns þeirra til að fá starfsfrið er að tilkynna kosningar, t.d. í vor, reka lykilmenn í Seðlabanka og Fjármálaeftirliti og sækja glæpamennina til saka og þjóðnýta allar eigur þeirra.

Meðan þeir gera ekki neitt hættum við að treysta þeim.  Svo einfalt er það og er ástæða þess að mál eru komin eins og nú.  Ef þú nennir máttu lesa síðuna mína, bloggaði meira um málið í gær.

 kv.,

Magnús Þór.

Magnús Þór Jónsson, 21.1.2009 kl. 12:16

2 Smámynd: Offari

Ég get bara svarað fyrir mig. Já ég vill kosningar því ríkisstjórn á trausts getu ekki tekið´ákvarðanir um óvinsælar en nauðsynlegar aðgerðir öðru vísi en að hafa traust þjóðarinnar til þess.

Offari, 21.1.2009 kl. 12:19

3 Smámynd: Sigurbjörg Níelsdóttir

Anna ég held að kosningar væru ekki réttar, hver á að stjórna okkur ef þingliðið hverfur út það þarf prófkjör og svo kosningar.Eigum við ekki að láta þau taka til í sínu ranni og kom svo með góðar fréttir og allt orðið gott.

Sigurbjörg Níelsdóttir, 21.1.2009 kl. 12:26

4 identicon

Sammála síðasta ræðumanni þ.e. Sigrúnu...Ég vil gefa ríkisstjórninni sjens að vinna vinnuna sína og þau þurfa til þess tíma og frið...

Bara mín skoðun...Kv. Ragga

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 12:42

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þegar bankahrunið var tók ég strax þá afstöðu að stjórnin ætti að vinna hörðum höndum og boða jafnfram til kosninga að ári liðnu, þeas í september á þessu ári. Að sumu leyti hefði verið betra að kjósa nú í vor, það myndi hleypa gasi úr æsingamönnum og létta á þingmönnum. Flokkarnir þurfa tíma til að setja fram stefnu sína, finna menn á framboðslista, og þess vegna er sennilega óraunhæft að vænta kosninga fyrr en með haustinu.

Baldur Hermannsson, 21.1.2009 kl. 13:36

6 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Ég vil ekki kosningar strax að minnsta kosti og hef ekki viljað,þetta er samt ekki ríkisstjórn sem ég vil sjá sitja hér um ókomin ár.

Mér finnst ekki rétt að að sóa dýrmætum tíma í kosningar vil að ríkistjórnin fá frið til að vinna að þeim málum sem mest eru aðkallandi fyrir okkur núna og svo má ath með kosningar með haustinu eða eitthvað svoleiðis.

Anna Margrét Bragadóttir, 21.1.2009 kl. 15:45

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég tel nauðsynlegt að moka út núna. Það sem ég mundi vilja væri
þjóðstjórn, það mundu verða ráðnir menn sem væru sérmenntaðir í því sem þeir ættu að taka sér fyrir hendur og þeir mundu ráða fram úr okkar málum. Síðan mætti kjósa eftir svo sem 2 ár.
Við fáum ekki alþjóðasamfélagið til að samþykkja okkur með þessa menn við stjórn.
Kveðja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.1.2009 kl. 16:11

8 Smámynd: Anna Guðný

Vitiði að ég er svo ánægð með öll viðbrögðin hérna. Mér finnst svo miklu skemmtilegra að lesa skrif sem skrifuð eru af kurteisi og virðingu. Mér sýnist samt skoðanirnar koma alveg jafnvel fram.

Magnús Þór: Mér hefur nefninlega heyrst eitthvað vera að gerast þar en það sem vantar enn eru upplýsingar. Get ekki að því gert að mér hefur oftast  fundist sjálfstæðismönnum finnast óþarfi að upplýsa okkur sauðsvartan almúgann um eitt né neitt. Hefur fundist þetta líka hér á Ak. Svona meira eins og klapp á kollinn og: Verið þið nú ekki að eyða orkunni í að hugsa of mikið, það skemmir naglalakkið.Við sjáum um að finna bestu lausnina og framkvæmum. Þið skrifið svo undir. Var ekki JR. í Dallas svona? Takk fyrir heimsóknina.

Ég gæti alveg samþykkt kosningar núna ef ég gæti ímyndað mér að þær færu fram á eðlilegum nótum. Ég get bara ekki séð það. Það er svo mikil reiði í gangi.  Það grasserar svo mikið skítkast í þjóðfélaginu. Það eru allir stimplaðir, hvort sem þeir eiga það skilið eða ekki. Ég veit og trúi að það séu til góðir og gegnir menn í öllum hópum, meira að segja í Sjálfstæðisflokknum. En þessir góðu fá ekki sjens. Hvaða klára manneskja út í bæ heldur þú að sé tilbúin að yfirgefa jafnvel starf til að fara út í þennan skotgrafarhernað?

Eitt sem ég skil alls ekki er að sama fólkið og vill endurnýjun vill VG í stjórn. Er Steingrímur J. ekki búin að sitja manna lengst á þingi?

Aðallega út af þessari ástæðu vil ég bíða með kosningar.

En ég vil að stjórnin núna leiti aðstoðar í að leysa málið og geri það opinberlega. Viðrkenna að þeir viti ekki allt og kunni ekki allt.

Að sumu leyti hefði verið betra að kjósa nú í vor, það myndi hleypa gasi úr æsingamönnum og létta á þingmönnum.

Margt til í þessu Baldur. Gott ef við gætum bara hleypt út á þeim.

Takk fyrir athugasemdirnar öllsömul.

Eigiði gott kvöld

Anna Guðný , 21.1.2009 kl. 19:09

9 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heil og sæl Anna Guðný.

Nei ég vil ekki kosningar nú. Sjálfsagt gæti það verið þegar hausta tekur. Hins vegar teldi ég nauðsynlegt að gefa nokkrum einstaklingum frí, þó ekki væri nema til þess að ná einhverri þjóðarsátt. Þá held ég nýr formaður Framsóknarflokksins hafi mikið til síns máls, að virkja sérfræðinga okkar mun betur en gert hefur verið. Hef trú á því að talsverð endurnýjun verði í stjórn flokkanna fram að kosningum. Endurnýjun er nauðsyn.

Sigurður Þorsteinsson, 21.1.2009 kl. 23:14

10 Smámynd: Anna Guðný

fái til þess aðstoð þeirra sem þekkja betur

Virkja sérfræðingana mun betur.

Sigurður: You took the words right out of my mouth.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 21.1.2009 kl. 23:23

11 Smámynd: Anna Guðný

Díana: Hverja aðra helst? Hefurður einhverja hugmynd? Hver fæst til sem er hæfur?

Anna Guðný , 22.1.2009 kl. 01:00

12 Smámynd: Anna Guðný

En þjóðin hefur engan til að kjósa núna. Ég og trúlega enginn annar myndi vera tilbúinn í kjörklefann núna. Hvað þá?

Anna Guðný , 22.1.2009 kl. 08:14

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þeir hafa komið öllu á kaldann klakann og eigi gert neitt í því að rétta við.
þá segir það síg sjálft að nýtt blóð verður að koma inn og við treystum ekki þessum gömlu til þess.
Þjóðstjórn þarf að koma og svo kosningar síðar, allavega mitt mat.
Ljós í daginn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.1.2009 kl. 08:25

14 Smámynd: Anna Guðný

Ég þarf að skoða betur þetta með þjóðstjórn. Einhver með hugmynd hvar ég fær lýsingar á svoleiðis fyrirbrigði?

Anna Guðný , 22.1.2009 kl. 08:43

15 Smámynd: Anna Guðný

Díana: Mér skilst á fréttum að ef verði kosin í dag, verði það VG Samfylking og Framsókn. Samfylking hvað? Var að heyra á Reykvísku SF fólki í gær að þeir hafi lítið verið með síðustu ár. Treysti þeim ekki fyrir horn og ekki VG heldur. Veit ekki með Framsókn en þeir eru þeir einu sem hafa verið að breyta einhverju hjá sér. Svo er spurning hvernig það fari.

Anna Guðný , 22.1.2009 kl. 08:52

16 Smámynd: Anna Guðný

Vil taka fram að ég er ekki að tala um að ég treysti Framsókn. En þeir eru nú samt þeir einu sem hafa breytt einhverju alvöru í forystunni og það er staðreynd. Svo er spurningin hvort þeir batni eitthvað við það.

Hefur VG aldrei verið í stjórn? Man ekki sem VG en sama fólkið. Steingrímur J. var ráðherra.  Ástæðan fyrir því að ég treysti þeim ekki er að mér finnst þeir ekki koma með nein svör um hvað þeir vilja gera eftir að þeir eru kominir í stjorn. Steingrímur J. sagði í gær í Kastljósi að hann myndi ekki samþykkja lánið frá AÞG vegna þess að hann vill ekki leggja komandi kynslóðir í skuldir. Gott og vel, en hvað þá? Engin svör. Við vitum ekkert hvað þau vilja. Ég vil ekki fá stjórn sem segir ekkert til um fyrirfram hvað þeim finnst að eigi að gera heldur vill bara láta það koma okkur á óvart. SF vill bara fara strax í viðræður við ESB. Eins og það sé eina lausnin. Ég er ekki jafn viss.

Úff, stundum vildi ég bara vera svona eins flokks manneskja og hafa bara kosið alltaf sama og þurfa ekki að fara í svona marga hringi. En það er bara smástund, svo er ég tilbúin aftur.

Hafið það gott

Anna Guðný , 22.1.2009 kl. 15:06

17 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Þjóðstjórn með ábyrgum aðilum, þeim sem ekki hafa verið að vasast mikið í þjóðmálunum fram að þessu og svo kosningar í vor. Það vil ég  Ef ég mætti ráða

Hulda Margrét Traustadóttir, 22.1.2009 kl. 20:16

18 Smámynd: Anna Guðný

Ok er bara ekki klár hvernig þjóðstjórn virkar. En það þýðir nýtt fólk og ég er alltaf hikandi við að nýtt fólk taki við  hálf unnu verki. Kannski í lagi, veit þó hvort við eigum að taka sjensinn.

Þeir sem hafa ekki verið að vasast í Þjóðmálunum fram að  þessu.

Sjaldan  verið talið gott að skipta alveg út og fá alveg nýtt fólk. Af hverju á það að virka í þessu  en ekki annars? Hvers eiga þeir að gjalda sem hafa staðið sig vel, bara henda þeim út? Ég t.d. hef engan áhuga á að kjósa SF en ég vil Jóhönnu Sig. áfram á þingi.

Ég vildi að við mættum öll ráða, það væri ljúft.

Ég gæti hugsað mér að þess vegna allir þingmenn í kjöri en við gætum valið persónur en þyrftum ekki að velja allan hópinn.

Anna Guðný , 22.1.2009 kl. 22:07

19 Smámynd: Anna Guðný

Ef Steingrímur var í stjórn fyrir 30 árum þá ætti hann nú frekar á fara á safn en í ríkisstjórn.

Helgin var þokkaleg takk.

Anna Guðný , 26.1.2009 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband