Leita í fréttum mbl.is

Hvað er Eurovision lag?

Er búin að hlusta á öll lögin núna og líka síðast. Ekki sammála öðrum kjósendum hvaða lög á að senda út. Af hverju skildi það vera?  Jú, held að, að hluta til sér það sé vegna þess að ég reyni að hlusta bara á lögin en fjöldinn sem kýs, kýs persónur. Annað hvort höfunda eða flytjendur. Getur það verið?

Hvað segið þið?

Eins og mér fannst lagið hennar Erlu Gígju fallegt, finnst mér það ekkert hafa að gera í Eurovision.

Eigiði góða helgarrest.


mbl.is Lögin sem komust áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Anna Guðný, þú ert örugglega ekki EINA manneskjan sem dæmir eftir lögunum, það eru mun fleiri en þú sem hafa vit á því að dæma þannig. Flytjendurnir hafa vissulega áhrif, enda líklega þeir sömu sem færu út í keppnina með viðkomandi lög. Eflaust heildaráhrifin sem hafa mest að segja um hvernig fólk kýs.

Katrín Linda Óskarsdóttir, 17.1.2009 kl. 22:27

2 Smámynd: Anna Guðný

Nei, auðvitað er ég ekki ein um það. En gerði líka eins og svo margir aðrir sem hugsuðu svoleiðis, sat og hlustaði en hringdi ekki inn.

En þetta er góð fjölskylduskemmtun á laugardagskvöldi.

Mér finnst líka stelpurnar frábærar.

Anna Guðný , 17.1.2009 kl. 22:34

3 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Sammála þér, en égg kaus samt síðast og líka núna.  Falleg lög og ljúfir textar margir hverjir en mér hefur ekki þótt neitt eitt lag sérstaklega grípandi til þessa. Svo fer nú að verða spurning um hvort við eigum yfirleitt að taka þátt í þessari keppni. Hvað finnst þér?

Katrín Linda Óskarsdóttir, 17.1.2009 kl. 22:49

4 Smámynd: Anna Guðný

Það er góð spurning. Mér finnst innlenda keppnin frábært sjónvarpsefni. Það er ekki svo oft sem fjölskyldan getur horft á eitthvað saman án þess að það sé einhver dirty húmör, sem mér finnst persónulega vera nánast alltaf í þessum þáttarröðum eins og Dagvaktin og Næturvaktin. Það þarf ekkert allt að vera eitthvað óskaplega spennandi. Stundum má bara horfa á í rólegheitum.

En svo er spurningin, finnst einhverjum það taka því að leggja alla þessa vinnu í að semja lag fyrir keppni sem verður bara hér á landi? Trúlega ekki.

Hvað segir þú?

Anna Guðný , 17.1.2009 kl. 23:32

5 Smámynd: Frosti Heimisson

Sæl Anna,

Ég er náttúrulega of hlutdrægur eins og þú veist, en mér fannst lögin núna mun slakari en síðast.  Hinsvegar fannst mér sigur kvöldsins vera lagið hans Ingó, en þetta var skólabókardæmi um hvernig á að gera lag sem allir geta "lallað" með og þannig gerir maður lög sem sigra :)  Flott keppni engu að síður og gaman að fylgjast með hvernig þróast.  Ég stend náttúrulega með mínum manni :)

Frosti Heimisson, 18.1.2009 kl. 02:32

6 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Þetta er svona frekar slappt ennþá. Annars er nýr þjóðsöngur komin með laginu sem Páll R. söng, fallegt lag og texti. Ingó var ágætur og lagið grípandi - líka fallegt lagið hennar Erlu en sammála passar ekki í þessa keppni, en lagið á eftir að lifa. Ég veit ekki Anna, hvað er rétta lagið fyrir euro- er þetta ekki spurning um heppni líka ?. Held samt að við eigum eftir að fá meiri spennu í þetta næstu tvo laugardaga....

En alltaf gaman að fylgjast með. Ég er euorovision nörd.

Hulda Margrét Traustadóttir, 18.1.2009 kl. 08:50

7 identicon

Blessuð Anna, lögin í gærkv voru la,la Ingó var góður og Erna gerði vel ég hélt að þau væru sigurvegarar kvöldsins Skagfírðingar hafa heldur betur leigið í simunum að kjósa stelpu skottið sem ekki gat sungið, vonandi verður mér fyrirgefið að hafa þessa skoðun.Eigðu góða helgar rest. kv Bögga

Bögga (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 11:16

8 Smámynd: Anna Guðný

Frosti , ég var búin að gleyma því aftur að þú værir "hlutdrægur" en bara ef ég hefði vitað fyrirfram að pabbi eins bloggvinar míns ætti lag, þá væri það tenging og ég hefði hlustað öðruvísi. Alltaf gaman þegar maður þekkir. Sammála þér með lagið sem Ingó söng. Það verður trúlega sungið á 17. júní hér eftir.

Margrét: Sammála þér skil ekki hvað er verið að senda þessi rólegu lög inn. Vantar meira fjör.

Bögga: Sammála þér með Ernu, engin spuring. Hún átti að fara áfram. Við getum svo sem sjálfum okkur kennt um. Ekki kaus ég. Þetta er bara eins og með lottóið, þú vinnur aldrei ef þú spilar ekki með.

Anna Guðný , 18.1.2009 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband