Leita í fréttum mbl.is

Myndablogg á föstudegi.

Það hefur myndast þrýstingur á mig að fara nú að setja inn myndir. Það hljóti eitthvað að vera að ske hjá mér þessa dagana. Og jú, það er rétt.

Allt er að komast á rétt ról eftir jólafrí. Byrjuð að heimsækja andana, búin að fara á einn fund í foreldrafélagi skólans, símatímar að byrja eftir helgi og svona mætti lengi telja. Eins og það er nú gaman að fara í frí, þá er líka gott þegar rútínan byrjar aftur. Strumpastrætó hefur hafið keyrslu. Búið að keyra nokkrar ferðir í dans.

Árshátíð í skólanum framundan og börnin koma heim með það sem þau eiga að vera með. Má þar nefna Rauðhettu og sögumann.

Eins og ég skrifaði síðast var mikið húllumhæ hér á þrettándanum. Um 40 manns runnu hér í gegn í mat. Gekk það allt eins og best verður á kosið. Það er að breytast gestahópurinn. Ný kynslóð kominn. Ekkert smá gaman. Þó það sé eitthvað í að ég verði amma, þá er ég orðin margföld afasystir.

P1060019

Hér eru tveir frændur mínir tilbúnir í slaginn. Ótrúlega flott þessi gleraugu.

P1060023

Vá, sjá öll ljósin.   Mamma aðeins með augun á þessu þarna.

 

P1060026

Afmælisbarnið með krúttmolann okkar.

P1060037

Frænkur í Sing star og frændur fylgjast með, svona allavega með öðru auga.

Á föstudagskvöldinun skelltum við okkur á þrettándagleði Þórs. Íþróttafélagið gat boðið bæjarbúum upp á hátíðina í ár. Jóhannes í Bónus bauð svo upp á flugeldasýningu í lokin, eins og honum er einum lagið. Frábær skemmtun og fullt af fólki.

 P1090039

Falleg systkin taka sporið.

 

P1090044

Ekki voru allir gestir jafnfallegir.

 

Fór út á götu með vélina einn daginn og náði þessum.

P1110046

 

P1110048

 

P1110051

Rólegt og huggulegt hverfi. Veðurhamurinn nær svo lítið inn  til okkar.

Eins og þeir sem hafa lesið blogg hennar Möggu Trausta bloggvinkonu minnar, þá vitið þið

að hún stóð fyrir opnun Norðurports, markaðs sem var settur upp hér fyrir jól. Nú er hún flutt með aðstöðuna og ég er búin að heimsækja hana tvisvar á nýja staðnum. Hún er að flytja með aðstöðuna niður í Laufásgötu sem er þar sem Sjóbúðin var, þeir sem þekkja það. Líst vel á þetta húsnæði og verður gaman að vera með henni í þessu. Ég er ákveðin í að vera með bæði Herbalife kynningar og svo ætlum við að vera með ýmislegt notað til sölu.

P1110059

Margrét og Solla sveittar við að ná efsta laginu.

 

P1150067

Við Snezana kíktum svo í heimsókn í gær til að sjá hvernig gengi. Allt á fullu og verður opnað um mánaðarmótin. Þið sem viljið vera með bás getið samband við Margréti á staðnum eftir helgi.

Annað sem ég gerði í gær og það var að kíkja upp í KA heimili og sjá hvernig nýja verkefnið þar fer af stað. Þið sem ekki vitið um hvað ræðir er að ýmsir aðilar hér í bæ hafa tekið sig saman og bjóða upp á ókeypis heilsurækt fyrir alla.

Þetta er alveg ótrúlega flott framtak. Ýmislegt verður í boði fyrir fullorðna og börn. Opin hús er t.d. fyrir börn tvo daga í viku 1 1/2 tíma í senn seinni partinn, þar sem krakkar geta komið og leikið sér.

Fyrir konur er boðið upp á Jóga tvisvar í viku, leikfimi tvisvar í viku og dans einu sinni í viku. Barnapössun á staðnum. Skíðaganga, Stafaganga, skokkhópar, Krulla og bolta eitthvað. Opið hús í KA heimilinu alla virka daga eftir hádegi. Hádegisverðarfundur á föstudögum, sem ég ætla að kíkja á á eftir. Þarf ég að taka fram að þetta er allt ókeypis.

Um að gera fyrir alla að drífa sig af stað. Það þarf ekki einu sinni að panta, bara mæta á staðinn.

Vá hvað þetta er flott.

Kíki með myndavélina á eftir og set þá inn eitthvað.

Hafið það gott í bili.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Jeminn eini hvað það er mikið um að vera hjá þér kona.  Og ekkert smá umstanga í kringum þennan skóla.  Ekki er svona hér.  Og strumpastrætó er búinn að standa í vetur þar sem hann eyðir svo miklu og notar maður fólksbílinn eins og unnt er.  Kveðja úr sveitinni mín kæra. 

JEG, 16.1.2009 kl. 10:14

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Flottir krakkar  Og takk fyrir myndirnar og heimsóknirnar, þetta á eftir að verða fínt !  Hlakka mikið til þegar allt verður orðið klárt og komið líf í húsið.

Hulda Margrét Traustadóttir, 16.1.2009 kl. 10:42

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Já og flott framtakið í KA heimilinu, kannski maður gefi sér tíma í að kíkja þangað þegar allt verður orðið klárt !

Hulda Margrét Traustadóttir, 16.1.2009 kl. 10:44

4 Smámynd: Renata

ég hef svo gaman að kíkja á bloggið hjá þér og sjá Akureyri í snjógalla, fallegur bær ..

og ekki spillir að myndir af frænkum og frændum þínum fylgðu með. Knús frá Reykjavík!

Renata, 16.1.2009 kl. 12:32

5 Smámynd: Daggardropinn

mikið býrðu í fallegu hverfi! ég er föst í steinsteypu klumpi hérna í Reykjavík, ægilega móderne og hrottalega óyndislegt, líður stundum eins og ég búi í Tjernobyl!

eigðu góðan dag

Daggardropinn, 16.1.2009 kl. 13:15

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það er mikið um að vera fyrir norðan. Gaman að sjá myndir það vekur upp gamlar minningar að sjá vetrarmyndirnar og myndir frá Þrettánadagleði. Mér sýnist Norðurport verða mjög skemmtilegt og kósý.

Flott framtak í KA heimilinu.

Hverjir koma að því?

Vilborg Traustadóttir, 16.1.2009 kl. 13:25

7 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Takk fyrir frábæra myndasýningu.  Ljós til þín Ljúfust mín

Sigríður B Svavarsdóttir, 16.1.2009 kl. 17:21

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Mikið um að vera hjá þér mín kæra. Þetta hljómar allt svo spennandi og skemmtilegt. Yrði ég svona mikill orkubolti ef ég flytti norður?

Jóna Á. Gísladóttir, 17.1.2009 kl. 13:12

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Já og myndirnar... frábærar myndir.

Snjórinn alltaf svo fallegur í þessum búning.

Jóna Á. Gísladóttir, 17.1.2009 kl. 13:13

10 identicon

heyrðu gæti nokkuð verið að ein stelpan þarna með bróðir sýnum á mynd (mynd nr. 5 talið að ofan held ég) heiti Ástrós eða eh ???

held að ég viti hver þetta er 

Hættþþ (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 15:12

11 Smámynd: Anna Guðný

Jú, Eva, þetta er Ástrós Harpa vinkona mín. Eru þið saman í íþróttum?

Anna Guðný , 18.1.2009 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband