4.1.2009 | 02:17
En við bjartsýnu?
Við vorum ekki mörg spurð. Þó ég geri mér alveg grein fyrir því að ástandið eigi eftir að vera mjög erfitt fyrir marga á þessu ári,þá kalla ég það ekki svartsýni, heldur finnst mér ég bara vera raunsæ. Það ástand sem verður næstu mánuði er bara uppskera á því sem hefur verið sáð síðustu mánuði. Og það vita flestir hvað það er. En svo er spurningin hverju erum við að sá núna? Ég trúi því að við , fólkið í landinu höfum mun meira um sáninguna þessa dagana að segja en við höfðum fyrir nokkrum mánuðum.
Það verður hver og einn að svara fyrir sig en ég ætla að halda áfram að vera bjartsýn og vona og trúa að ég uppskeri eftir því. Er einhver til í það með mér?
Á einhverju blogginu í dag var ég að lesa um Akureyringa og það af hverju þeir séu ekki svona reiðir eins og félagar þeirra í Reykjavík. Og þá af hverju fólk sé ekki að mæta í mótmælagöngur? Þar fannst mér aðalástæðan sem gefið var upp vera sú að við værum dofin ennþá og ekki búin að fatta alvarleikann. Veit ekki hvort þeir séu með eitthvað virkari fattara þarna í höfuðborginni.
Annars voru örugglega ekkert færri að mótmæla hér í dag heldur en í höfuðborginni ef við miðum við hina frægu höfðatölu. Allavega ef við tökum allt höfuðborgarsvæðið. Var annars nokkuð mómælt á fleiri stöðum sunnan heiða? Og þá er spurningin, af hverju eru ekki fleiri að mótmæla?
Ég er með eina kenningu sem mig langar til að leggja fyrir ykkur. Hún er sú að fólk veit ekkert hvað fylgir með í pakkanum að fara út að mótmæla. Það er svo misjafnt hvað fólk vill. Sumir nefninlega vilja Seðlabankastjórnina út en ekkert endilega ríkistjórnina strax. Sumir vilja ríkistjórnina í burtu en vilja ekki strjórnarandstöðuna inn. Sumir vilja meira að segja endurnýjun í öllum flokkum á alþingi en vilja samt halda Steingrími J. inni sem mér skilst að hafi setið allra manna lengst á þingi. Allavega einn af þeim. Svo vilja sumir bara burt með spillingarliðið og hver á eiginlega að dæma hver sé spilltur og hver ekki? Mál vera smá spilltur en ekki mikið? Má hafa stundað þjóðaríþrótt íslendinga að svíkja undan skatti? Og hvað má þá hafa svikið háa upphæð? Má hafa skilið að borði og sæng og flutt lögheimilið heim til mömmu eða Siggu frænku og búið samt áfram með makanum? Hver ætlar að sitja í dómarasætinu með hamarinn?
Svo er önnur spurning. Sú er af hverju hefur fækkað í hópnum? Ég er líka með kenningu þar en bíð með hana til betri tíma.
Hafið það gott öllsömul
Íslendingar aldrei verið svartsýnni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad
Athugasemdir
Magnaður pistill hjá þér Anna Guðný og ég er þér sammála. Eigðu góðan dag vinkona, hjá mér er bara letilíf í gangi
Erna, 4.1.2009 kl. 13:39
Þú orðar hér frábærlega margt sem ég hef verið að velta fyrir mér. Flottur pistill - Takk!
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 12:51
já góð hugleiðing Anna og takk fyrir kaffið og síldina , búin að vera í kvöldmat tvo daga í röð með gómsætu rúgbrauði undir. Eg hef vissa kenningu um þessi mótmæli, hef farið á fundina og staðið á torgi, gott mál. Við ræðum þetta næst þegar við hittumst.
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 14:27
Góður pistill hjá þér góann mín. Ljós til þín Ljúfust..
Sigríður B Svavarsdóttir, 5.1.2009 kl. 21:47
Takk fyrir athugasemdirnar stelpur.
Hafið það sem allra best
Anna Guðný , 6.1.2009 kl. 08:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.