Leita í fréttum mbl.is

Gleðileg jól.

Kom hér inn í morgunsárið. Setti inn langan texta og nokkrar myndir. Henti svo öllu út óvart. Gleymdi að skrifa fyrirsögn. Ákvað að byrja á henni núna.

Annars fór morguninn í það sama og hjá flestum fjölskyldum. Yngri börnin sátu yfir barnaefni, unglingurinn svaf. Eiginmaðurinn var út í bæ að kaupa það sem gleymdist í gær og mamma sat í tölvunni, að leika sér auðvitað. Huggulegir aðfangadagsmorgnar á íslenskum heimilum í dag.Wink

Annars hafa síðustu dagar farið í undirbúning eins og hjá flestum. Vorum líka dugleg að fara á Glerártorg og fara á kaffihús og svona.

Valkirjan var að kaupa jólagjöf handa vinkonu sinni og ég var búin að gefa henni upp upphæð sem gjöfin mætti kosta. Fannst henni eitthvað erfitt að finna gjöf innan þeirra marka og sagði: Mamma, af hverju er allt svo dýrt fyrir börn?

Er búin að hitta alveg ótrúlegan fjölda fólks, eins og venjulega. Margar bloggvini. T.d. Sif hef ég auðvitað hitt í skólanum, sem og Dísu. Binna býr í næsta hús, svo ég hitti hana oft, Unna Mæja er alltaf á kaffihúsi eins og ég, Díana er komin á steypirinn, kannski bara búin. Dodda sér ég auðvitað þegar ég fer á Amtið, sem er nokkuð oft þessa dagana. Ég stóð og hlustaði á tónlist á Torginu eitt kvöldið og þá var pikkað í öxlina á mér og þar var komin Dúna frá Kópaskeri í menningarreisu ok innkaupaferð en keypti víst lítið, það er víst allt orðið svo dýrt. Egil frænda sé ég jú með vissu millibili, ekki frá því að ég hafi séð Júlla Júl. á hlaupum einn daginn, var svo heppin að fara með kapteininum og co. á FSA og fékk að syngja með. Kolla kíkti á mig eitt kvöldið, Ringarinn á hlaupum þessa daga, eins og flestir verslunarmenn,  Bögga var á Torginu í gær en ég missti af henni, Helgu Skjól hitti ég í röðinni í Nettó, við Strumpurinn vorum með vandræði í Nettó, eða vorum við í vandræðum? Jú, það var víst svoleiðis. Siggu vog hitti ég líka á förnum vegi, hk sá ég í þungum þönkum í bókadeildinni og svo er ég auðvitað búin að hitta Margréti í Norðurporti. Að síðustu fór ég að hlusta á hana Jónu okkar lesa upp úr bókinni sinni þegar hún kom. Þannig að þið sjáið að það er nú nokkur fjöldi af bloggvinum sem ég er búin að hitta núna í desember.

Ein frænka mín og hennar maður tóku upp á því að flytja núna bara korter í jól. Ekki alveg tíminn sem fólk velur sér. En svo getur þetta hittst á. Þau eru svona dæmigerð fjölskylda í dag: Börnin mín, börnin þín og börnin okkar. Ekki allt í fleirtölu samt. En þau eiga eina 13. mánaða og það er ekki alveg aldurinn sem hjálpar mest í flutningum svo við tókum hana  tvo daga.

PC220003

Litli krúttmoli.

 

PC220005

Hvernig er veðurútlit um hátíðina?

 

PC220008

Svona myndi aðfangadagur líta út.

 

PC220009

Hér er jóladagur.

 

PC220010

Og svo annar dagur jóla, hvernig líst þér á?

 

Það verður ekki alltaf mikið úr verki í þrifunum.

PC220011

Er alveg að ná þér.

 

PC220012

Náði þér.

 

Svona er nú lífið á þessu heimili. Allt í rólegheitum, svona oftast allavega. En ef það er einhver sem undrast á því að húsmóirin geti bara verið að dúlla sér í tölvunni á þessum tíma dags á þessum degi, þá er það vegna þess að eiginmaðurinn sér um jólasteikina.

Ég held bara að hún sé að verða til.

 

Gleðileg jól,  bloggvinir mínir og öll þið hin sem hafið verið dulega að lesa bloggið mitt. Megi þið eiga ljúfa jólahátíð og gott næsta ár.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Gleðileg jól og takk fyrir hlýhug í minn garð. Hafið það sem best. Sjáumst.

Hulda Margrét Traustadóttir, 24.12.2008 kl. 21:23

2 identicon

Bestu jólaóskir til þín Anna mín, njóttu þeirra, knús kv/petrea

ph (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 22:52

3 Smámynd: Tiger

Gleðilega jólahátíð Guðný Anna. Megi ljós og friður fylgja þér og öllum þínum um framtíðina - knús og kram í þitt hús!

Tiger, 24.12.2008 kl. 23:03

4 identicon

Gleðileg jól og farsælt komandi ár hafðu það gott um jólin og á nýju ári

Hættþþ (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 00:01

5 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

Jóla knús

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 25.12.2008 kl. 15:51

6 Smámynd: JEG

Gleðileg jól mín kæra.  Vona að allir séu að njóta hátíðarinnar á þínu heimili.  Knús og kveðja úr sveitinni. 

JEG, 25.12.2008 kl. 17:49

7 identicon

Ég átti stelpu 12. des :) saga á bakvið það allt saman

En gleðilega hátið elskan mín og knús á allt liðið þitt og þig.

Díana (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 18:48

8 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Kvitt, kvitt, þótt ég hálfskammist mín fyrir að vera vakandi og komin nótt. Æ ég sný sólarhringnum við um leið og færi gefst. Við erum ein heima gömlu "hjónin" fósturdóttirin fór til mömmu sinnar um jólin, ég svaf til hádegis í morgun, ætli ég sofi til eitt á morgun. Ég er sko B manneskja. Á aðfangadag sá maðurinn um eldamennskuna og ég var í tölvu eða annað álíka gáfulegt.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 26.12.2008 kl. 03:18

9 Smámynd: Renata

Gleðilegt jól og hafðu það gott í fadmi fjölskyldunar, takk fyrir það liðna á árinu og sjáumst hressar á nýja ári :)

Renata, 26.12.2008 kl. 12:00

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gleðilega jólahátíð Anna Guðný og megi friður og gleði ríkja hjá þér og þínum um jól og áramót, sem alltaf.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.12.2008 kl. 09:49

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

p.s. dýrlegur litli krúttmolinn!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.12.2008 kl. 09:51

12 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Jólakveðja frá Alsbúanum

Guðrún Þorleifs, 27.12.2008 kl. 23:59

13 Smámynd: Líney

Gleðilega jólarest

Líney, 28.12.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband