Leita í fréttum mbl.is

Mig dreymdi draum.

Ekki ég að vísu sjálf en stelpuna mína dreymdi draum um daginn sem margir eru búnir að vera að pæla í. Nú er málið á þessu heimili að stundum er einfaldlega ekki tími til að borða hafragrautinn á morgnana. Það eru allir að segja frá draumunum sínum. Þetta eru heilu sögurnar, sérstaklega hjá gaurnum. En í þetta skipti var það valkirjan.

Persónur í draumnum eru: Hún sjálf, stóra systir, stóri bróðir, Hákon og Birgitta eða Berglind, hún mundi ekki hvor. En þau þrjú eru bekkjarsystkin hennar.

Davíð Oddson er dáinn, en samt var hann með í draumnum. Hann dó svona 198og eitthvað. Hákon var með það á hreinu en mundi ekki alveg hvaða ár. Þau voru stödd fyrir utan stofugluggann hjá Davíð og voru að kíkja á gluggann. Davíð var þar inni og hann var rosalega reiður. Hann var svo reiður að augun voru rauð. Og líka í hundinum. Hann var líka með rauð augu. Hundurinn var lítill, minni en Arabia okkar. Svo lítill að ekkert mál var fyrir hana, 7.ára,  að halda á henni. Þau stóðu þarna  saman fyrir utan gluggann og horfðu inn. Þegar Davíð sá þau og varð reiður, kom hann svo út og ætlaði að ná þeim. Þau flýðu í gegnum garðinn og yfir smá hól og földu sig hinu megin. Davíð sleppti reiða hundinum sem kom að leita að þeim. Hann fann þau og kom til þeirra og þau náðu honum og héldu fast svo hann næði ekki að bíta þau og klóra. 

 

Það eru ekki allir draumar barnanna svona skýrir en nú ætla ég að grafa upp upptökutækið mitt. Þessu verður að fara að halda til haga.

Það er sem sagt mikið fjör á næturnar á þessu heimili líka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Hér á bæ man enginn draumana sína nema ég.  Annars vaknar Jónas af og til við það að það er eitthvað dýr að hrella hann nú eða bara stóri bróðir.....! humm.....

Knús og klemm úr Hrútósveitó. 

JEG, 26.11.2008 kl. 23:43

2 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 27.11.2008 kl. 06:32

3 identicon

Sæl Anna Guðný.

Takk fyrir síðast á bókasafninu, ég gleymdi alveg að segja þér að ég held að þessi draumur þýði að Davíð er ekki dauður úr öllum æðum enn og á eftir að berjast með kafti og klóm. Ég tek það fram að ég er ekki Davíð manneskja.

kv Heiða V

Heiða V (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband