Leita í fréttum mbl.is

Jákvæðar afleiðingar kreppunar.

Það er ekki allt dauði og djöfull í sambandi við þessa kreppu.

Mig langar til að taka saman góðan lista yfir jákvæðar afleiðingar. Þessi frétt er gott dæmi um jákvæðar afleiðingar. Slæmar aðstæður á höfuðborgarsvæðinu verður til þess að barnafólk leitar út á land eftir húsnæði og leikskólaplássi.Veit auðvitað ekki hverjar aðstæður foreldrana eru en reikna með að allavega annar aðilinn fari út á vinnumarkaðinn. Fyrstu staðirnir sem fólk leitar til eru þeir bæjir sem hafa laus leikskólapláss. Gott mál að Ísafjörður er að fá nýja íbúa.

Eitt atriði sem ég hef tekið eftir hér á Akureyri, en á eflaust við um fleiri staði. Þessir húsnæðisfélög sem hafa sprottið upp síðustu ár eiga á lager íbúðir á þó nokkrum stöðum hér í bæ. Það þýðir að mun fleiri leiguíbúðir eru á boðsstólum. Sem þýðir þá líka að nú hefur fólk val. Fyrir nokkrum árum vorum margir aðilar um hverja íbúð en nú birtist fjöldi auglýsinga um lausar íbúðir. Þú getur að vísu bara valið um tvö hverfi hér í bæ og það eflaust víðar.

Fyrir mig persónulega þá er jákvæða fréttin sú að ég get með góðri samvisku átt gamla tjaldvagninn áfram og sit ekki lengur undir þeirri pressu að skipta upp.Wink Var nú nokkrum hér í fyrra sem fannst við ættum að fá okkur , ja allavega fellihýsi eða helst bara húsbíl. Í staðinn höfum við sloppið við erlent lán, sem er auðvitað hið besta mál.

Auðvitað er fullt af fólki sem þart að breyta miklu hjá sér. T.d. þeir sem hafa alltaf farið með fjölskylduna til bandaríkjanna eða Sviss á skíði. Það er kannski ekki á dagskrá í dag. En þá getur fólk notað þetta sem tækifæri og ferðast innanlands og jafnvel farið á skíði til Akureyrar, Ísafjarðar eða austur á land. Ég trúi ekki öðru en að það sé ódýrara en Alparnir. 

Þú megiði endilega koma með ykkar jákvæðu  skoðanir og upplifanir á kreppunni.

Þeir sem hafa fylgst með síðustu daga hér, þá er hún Arabia, sem er hundur búin að vera í heimsókn. Meiningin er að taka hana að okkur í rúmt hálft ár. Eigendurnir eru að flytja erlendis og geta ekki tekið hana með vegna reglna hjá flugfélaginu. Vantaði þau því einhverja til að sjá um hana fram á vor þangað til þau mega fá hana með út. Hún er búin að vera hjá okkur í tvær nætur. Allt hefur gengið ótrúlega vel. Hún er svo mikill barnahundur. Blíð og kelin. Finnst svoooo gott að láta klappa sér á magann. Er búin að komast að því að hún fær helst klapp á gólfinu fyrir framan sjónvarpið. Krakkarnir dýrka hana, svo það lítur allt út fyrir að við séum að taka hana að okkur fram í maí lok.

Gott í bili.

 


mbl.is Höfuðborgarbúar leita vestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já þetta er bara jákvætt og vonandi fær fólk vinnu sem leitar út á land og ekki er að efast um að það er betra að búa úti á landi.

Fyrir nokkrum árum var eigi svo mikil uppbygging hjá Húsnæðisfélögum
eiginlega bara byggt eftir eftirspurn, en fyrir um tveimur árum frétti ég að þeir væru að undirbúa sig fyrir að fólk mundi sjá hvað það væri bara miklu betra að kaupa sig inn í þessi félög.
Svona er þetta búið að vera í tuga ára á norðurlöndunum.

Gott að það gengur vel með Arabíu.

Knús í daginn þinn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.11.2008 kl. 10:18

2 Smámynd: Herdís Alberta Jónsdóttir

Það er ekki allt alslæmt, rétt er það og bara frábært að fólk skuli geta fegnið vinnu út um land. Það er líka gott að nota kreppuna sem tæki í uppeldinu.. kenna krakka grísunum hvað skiptir máli og hvað ekki, t.d. tjaldvagn v. húsbíll. Ég hef verið í svipaðri aðstöðu með húsið mitt, eftir að litla barnið bættist við hafa mjög margir rætt það við mig að nú verði ég bara að skipta.... lánin kosti bara næstum ekki neitt....æi ég er voða glöð núna í litla húsinu með litlar skuldir og lítið barn... allt í stíl.

Eygiði góðan dag

Herdís Alberta Jónsdóttir, 5.11.2008 kl. 11:23

3 identicon

Ja þó eg sé afskaplega glöð að vera búin að selja og eiga ekkert lán. Þá hef eg fulla samúð með öðrum.     Held að góðu þættirnir verði þeir að fólk róast, og fer aðeins að líta inn á við

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 17:54

4 Smámynd: JEG

Já það er nú alveg magnað hvað þetta keppinslíf hefur farið illa með marga núna.  Þetta fólk er bara ekkert meira og stærra en við hin og ég efast um að það sé hamingjusamara.   Eigðu notalegt kvöld mín kæra með famelý og dýrum.  Kveðja úr sveit í bæ. 

JEG, 5.11.2008 kl. 18:16

5 Smámynd: Tiger

Ég er sammála þér með að það eru fulltaf jákvæðum hlutum alls staðar og ef maður hugar að því þá getur maður sannarlega fundið eitthvað til að gleðjast yfir.

Gott hjá þér að pæla í jákvæðum hliðum kreppunnar, aldrei of mikið af því nú orðið því flestir pæla bara í hinni hliðinni ...

Knús og kreist á þig inn í kvöldið skottið mitt ...

Tiger, 5.11.2008 kl. 23:29

6 Smámynd: Helga skjol

Já ekki veitir af að telja upp það sem jávkætt er, var einmitt hjá doksa í gær útaf kút og þar barst í tal þetta með stuðningsmanneskju fyrir hann því nú er ég búin að bíða í hátt í ár og þá sagði hann, það góða við kreppuna er að nú kannski fyllast allar þær stöður sem engin hefur viljað vinna fram til þessa og þar með kannski leystist þinn vandi um leið Helga mín.

Knús á þig mín kæra

Helga skjol, 6.11.2008 kl. 06:52

7 Smámynd: Renata

Já, það er gott að finna jákvæðar hlíðar. Breytingar eru alltaf til staðar minna eða stærra, og manvera er mjög fljót að aðlagast sér á breytingum. Breytingar eru til hins góða á mínu mati.

Knús á þig

Renata, 6.11.2008 kl. 07:47

8 Smámynd: Anna Guðný

Góðan dag gott fólk.

Milla: Já, það er rétt. En þær íbúðir sem ég er að tala um núna eru í eigu húsaleigufélaga og eru bara leigðar út á frjálsum markaði. En þú ert að tala um Búsetaformið. Og er það hið besta mál, ef fólk á pening til að borga sig inn.

Dísa: Akkúrat þetta sem ég meina.

Unna: Auðvitað er fólk þarna inni á milli sem á virklega bágt og það er einmitt okkar að fylgjast með í kringum okkur, koma inn eða láta vita af ef þörf krefur.

Jóna mín: Veit, magnið hefur ekkert að gera með hamingjuna. Veruð sáttar við það sem við höfum.Það er málið.

Tiger: Vertu ávalt velkominn í heimsókn. Það er auðvitað ekki annað hægt ef maður vill ekki detta inn í neikvæðnina með hinum. En ég er auðvitað eins og hinir, Verð hissa alla daga og stundum oftar á dag. Ok, við vitum að ein af þjóðaríþróttum íslendinga er að svíkja undan skatti en þetta er nú að verða gott.

Dóra: Fór alltof seint að sofa og fékk tvö börn uppí til mín, eitt snemma og svo skreið einn stærri uppí um hálf sjö í morgun. Þannig að ætli ég skríði ekki aðeins aftur uppí sjálf núna.

Helga: Sammála, ekki veitir af maður. Hrædd um að það séu þó nokkrir í svipaðri aðstöðu og þú. Og ömurlegt að þetta allt þurfi til en svona er Ísland i dag.

Renata. Já, oftast eru breytingar til hins góða. Ansi hrædd samt um að margir eigi eftir að fara illa út úr þessu fjárhagslega. Mér finnst eiginlega verst með traustið út á við.

Annars barahafið það öll gott í dag

Knús og kossar á alla.

Anna Guðný , 6.11.2008 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband