Leita í fréttum mbl.is

Hundur vs. köttur

Róleg nótt. Bæði hundurinn og kötturinn eru enn  á lífi. En það er nú bara rétt svo. Kisa er ekki hrifin af þessarri sendingu sem hún er búin að fá. Hún svaf uppi í nótt, kom svo aðeins niður í morgun en var fljót upp aftur þegar hún heyrði í hundinum. Hundurinn reyndi mikið í gær að ná sambandi við köttinn, sem vildi hins vegar ekki sjá hana. Gaman að sjá, Kisa sat lengi upp í glugga inni í herbergi. Arabia lá fyrir framan dyrnar í meira en klukkutíma. Hana langar svo að vingast en prímadonna heimilis tekur það ekki í mál.

Lofa ykkur að heyra meira, í dag er nefninlega letidagur vikunnar og þá skríð ég aftur uppí.

Geri það hér með

Over and out


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sifjan

ohhhh það er svo gott að skríða aftur upp í þegar ormarnir eru farnir í skólann / leikskólann :=)  Njóttu þess !!!

Sifjan, 4.11.2008 kl. 09:35

2 Smámynd: Renata

hahaha...mátti búast við svona í upphafi.

Mín kisi er alveg óður og fílupúkast í marga daga ef vinkona mín vogar sér að koma með hundinn í heimsókn :)

Vonandi venjast þau að vera saman ....kveðjur

Renata, 4.11.2008 kl. 10:21

3 identicon

Eigðu góðan dag.

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 11:10

4 Smámynd: Líney

á morgun er minn letidagur,knús

Líney, 4.11.2008 kl. 13:18

5 Smámynd: JEG

Muhahahaha..... hljómar eins og hin vinsælasta dramamynd.

Knús mín kæra. 

JEG, 4.11.2008 kl. 14:00

6 Smámynd: Brynja skordal

skil kisu vel þetta er jú hennar heimili sko en vonandi verða þau sátt og vinir hafðu það ljúft með fólki og dýrum Elskuleg

Brynja skordal, 4.11.2008 kl. 15:30

7 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Hehehee það á örugglega eftir að koma.

Hér er köttur sem er fæddur fýlupúki og var hann ekki glaður þegar hvolpurin kom,en núna eru þeir svo miklir vinir og kisi sækir ekki minna í hvolpin en hvolpurinn í kisa.

Hafðu það gott nafna

Anna Margrét Bragadóttir, 4.11.2008 kl. 16:05

8 Smámynd: Helga skjol

Knús mín kæra

Helga skjol, 4.11.2008 kl. 17:10

9 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Haha, kvitt og knús.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 5.11.2008 kl. 00:16

10 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir innlitið kæru konur. Mikið er gaman að fá svona marga í heimsókn.

Þetta er annað árið sem ég hef átt svona heilaga morgna. Þeir eru alveg nauðsynlegir.

Já, þetta með hundinn og köttinn. Mikið gengi á. Nú er kötturinn algjört fórnarlamb. var úti í allan gærdag. Kom svo inn í nótt, fór þá beint upp á loft þar sem hundurinn kemst ekki. Svo þegar unglingurinn fór fram í morgun sat Kisa í glugga og vældi á hana að bjarga sér. Þá var nefninlega hundurinn komin á kreik. Veit ekki hvernig fer en verum bara bjartsýn.

En eins og Brynja segir, þetta er jú Kisu heimili og stundum er sárt að missa hásætið.

Jóna min: Drama mánaðarins í gangi hér.

Nafna min. Vonum það besta og ætla að vinna í þessu með vinskapinn.

Dóra og Líney: Rúmið var gott. Hefði nú verið gott að hafa kallinn þar líka en maður fær víst ekki allt í lífinu.

Annars takk fyrir kveðjurnar elskurnar og hafið það gott í dag.

Takk fyrir símtalið Unna. Fékk póst frá petu.

Anna Guðný , 5.11.2008 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband