Leita í fréttum mbl.is

Hundur á mínu heimili.

Mín börn, eins og flest önnur börn langar að eignast hund. Ég hef staðið föst á því hingað til að það kemur ekki til greina. Mér finnst hundar yndislegir og allt það. En þá kemur þetta en, mér finnst alveg nógu erfitt að koma börnunum mínum fyrir ef ég þarf að skreppa í burtu, svo ég þurfi nú ekki að koma hundi fyrir líka.

Fyrir nokkrum mánuðum sagði ég börnunum að ég væri alveg til í að passa hunda, svona ef fólk þarf að komast í burtu smátíma. Þá er svo auðvelt að segja nei ef þannig stendur á. Var meira að segja búin að láta eina vita af því. En nú fyrir nokkrum dögum kemur unglingurinn minn út úr herberginu sínu sjálfandi með fartölvuna í fanginu opna inn á Barnaland. Þar sagði hún mér af konu sem væri að óska eftir einhverjum sem gæti passað hundinn sinn. Ok, hljómar vel, geltir ekki, passleg stærð (nenni ekki stórum) en svo kom enið. Hana vantaði pössun í 7 mánuði. Vá, það er meira en hálft ár.

Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað rann í gegnum huga minn þessar mínútur. Fékk svo brilliant hugmynd: Hringdu  í pabba og spurðu hann. Hugsaði svo, hann segir nei, þetta er of langur tími og allar þessar ástæðu sem ég var búin að hugsa en ekki segja.  Hvað haldiði svo að hann hafi sagt: Mér er alveg sama!!!  Eina sem hann hugsaði um hvernig Kisu okkar myndi líka þessi langa heimsókn. Fékk sem sagt enga hjálp þaðanSmile 

Til að gera langa sögu stutta þá er fröken Arabia mætt í tveggja daga heimsókn. Með fullri virðingu fyrir eigendunum , þá eru engin börn þar og því er þvílíkt fjör hér.

Ég ætla að nota tækifærið og æfa mig í því sem ég hef séð á Hundahvíslaranum á Skjánum. Hafið þið séð þættina? Með því að horfa á þá þætti hef ég komist að því að ca. 95% hundaeiganda á Íslandi kunna ekki að ala upp hunda. Ekkert persónulegt, þið hafið öll möguleika á að vera í þessum 5%. Þetta verður mjög spennandi.

PB030013

Hér er Arabia. Hún er feimin, virðist ekki vera mikið fyrir myndatökur. Hún er ósköp blíð og góð, en mjög lítið hjarta. Hefur ekki gelt ennþá og mér skilst það þurfi frekar mikið til. Það er búið að koma bælinu hennar fyrir við rúmið hjá gaurnum. Sá er nú ánægður.  Unglingurinn hefði nú alveg viljað hafa hana inni hjá sér en mér finnst nóg að hún sé með hamstra þar.

Þannig að spennandi tímar framundan  í Ránargötunni.

Lofa ykkur að fylgjast með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

úúúú  spennandi. 

JEG, 3.11.2008 kl. 16:50

2 Smámynd: Líney

úje,hérna  megin er líka  mikið beðið um dýr en ég segi nei takk,engin dýr hér og þar við situr,  veit nefnilega  að fenginni  reynslu að umhirðan myndi lenda á mér þegar mesta spennan væri búin og fyrir utan að ég er logandi hrædd við hunda og hef átt   marga  ketti um ævina (í sveitinni),veit þvi vel hvað fylgir þessum greyjum...

Líney, 3.11.2008 kl. 17:36

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hún er virkilega falleg og eitt er víst að þú fellur kylliflöt fyrir því að fá hund á heimilið.
Knús og gangi ykkur vel
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.11.2008 kl. 17:38

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Falleg er hún, segi það sama og Milla, þegar tíminn er búinn þá verður þú orðin forfallin hundafrík hundar eru yndislegir þess vegna er ég með 3

Huld S. Ringsted, 3.11.2008 kl. 17:55

5 Smámynd: Erna

Vá hvað hún er falleg, hvað er hún gömul? Sennilega verður nú kjökur hjá henni í kvöld og nótt. Gangi ykkur vel, tek undir með Huld, hundar eru yndislegir.

Erna, 3.11.2008 kl. 18:04

6 Smámynd: Anna Guðný

Hundamömmurnar komnar inn í röðum

Jóna: Já, mikið spennandi, hún er Arabia að reyna að vingast við Kisu. Kisa ekki hrifin. Hljóðin sem frá henni koma myndast langt ofan í maga.

Líney: Já,

Anna Guðný , 3.11.2008 kl. 18:14

7 Smámynd: Anna Guðný

Úbbs vistaði óvart

Líney: Já, ég er auðvitað vön hundum og köttum úr sveitinni en þetta er allt öðruvísi. Nú eru dýrin inni.

Milla og Huld: Trúlega fallin. Falleg já og svo blíð og góð. Ekki gjammari.

Erna: Hún er 11 mánaða. Takk fyrir , vonandi gengur þetta allt vel.

Jóna mín. Átti auðvitað að vera nú er Arabia

Takk fyrir innlitið stelpur mínar.

Anna Guðný , 3.11.2008 kl. 18:18

8 Smámynd: Anna Guðný

Dóra mín. Ég er ekki viss um að kötturinn sé sammála þér.Þeim lenti saman áðan og unglingurinn á milli. Held hún sé ekki hætt að skjálfa. Held það sé engin þeirra hætt að skjálfa, síst unglingurinn

Hefðum átt að heyra hljóðin maður.

Anna Guðný , 3.11.2008 kl. 19:47

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er langbest að láta þau eiga sig þá komast þau að því hvor þeirra ræður hundurinn eða kötturinn,
oftast er það kötturinn sem hefur völdin.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.11.2008 kl. 20:43

10 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hæ hæ Bara komin með hund á heimilið.
Man eftir því þegar ég fór með mín börn á bókasafnið á Selfossi og þar vorum við að skoða myndir af íslenska hundinum. Fórum þaðan með loforð mitt um hvolp inn á heimilið. Síðan þá höfum við átt hana Laugu sem er að okkar mati ein yndislegast tík af íslensku kyni. Svo blíð og góð, geltir bara þegar hún stendur í marki í fótbolta og þegar hún heldur að hún eigi að reka fugla sem er sjaldan hér, en var sjálfskipað verkefni hennar á Íslandi. Nú nálgast hún tólfta aldurárið og það sem okkur þykir vænt um hana!!!

Góða skemmtun

Guðrún Þorleifs, 3.11.2008 kl. 21:01

11 Smámynd: Anna Guðný

Milla mín.  Já, þú segir nokkuð, geta þær gengið frá hvor annarri?

Guðrún: Flottur markvörður sem þú átt þarna Falleg saga af henni Laugu þinni.

Góða nótt elskurnar

Anna Guðný , 3.11.2008 kl. 23:33

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei Anna Guðný mín þetta er svo stór hundur kisa getur ekkert gert nema að klóra hann ef hann sýnir henni ekki bara strax hver ræður, en þetta er afar misjafnt, gott er að tala eins við þau bæði í gælutón þá komast þau að því að það er í lagi að vera vinir.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.11.2008 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband